blaðið - 13.02.2006, Page 12

blaðið - 13.02.2006, Page 12
12 I ÁLIT MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaðið blaðið---- Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Ásgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. FORGANGSRÖÐUN í BANDARÍKJUNUM Bandaríkin eru heimsveldi í hnattrænu stríði gegn hryðjuverka- ógninni. Það forystuhlutverk, sem Bandaríkjamenn hafa tekið að sér á þessu sviði krefst mikilla fórna. Og fórnirnar kalla fram forgangsröðun, sem er vekur furðu í hugum margra Evrópumanna, hið minnsta. George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, hefur nú boðað að hann hyggist leita eftir samþykki þingheims vestra fyrir því að útgjöld til varnarmála verði hækkuð um 6,9% þannig að þau verði á ári hverju 439,3 milljarðar dala eða um 27.600 milljarðar króna. Þá hyggst forsetinn auka framlög til heimavarna um 3,3% þannig að í þann málaflokk renni 33 milljarðar dala eða um 2.100 milljarðar króna. Forsetinn ætlar á hinn bóginn að viðhalda áætlunum, sem miða að því að draga úr fjárlagahallanum í Bandaríkjunum og hyggst því skera niður útgjöld ríkisins, einkum á sviði heilbrigðismála. Framlög til Medicare- kerfisins, sem á að tryggja öldruðum, fátækum og fötluðum aðgang að heilbrigðisþjónustu, verða skorin niður um 35,9 milljarða dala (2.266 milljarða króna) á næstu fimm árum. Einnig er í ráði að minnka útgjöld til mennta- og dómsmála. Tölurnar hér að ofan eru að sönnu óskiljanlegar í stjarnfræðilegum mik- illeika sínum. I hugum marga Evrópumanna, hið minnsta, er það hins vegar forgangsröðunin, sem mesta athygli vekur. Hernaðarítök Banda- ríkjamanna eru vissulega hnattræn og margir eru þeir, sem fagna því forystuhlutverki, er þeir hafa tekið að sér í baráttunni gegn hryðjuverka- ógninni. En fullyrða má að hvergi í Evrópu myndu stjórnvöld geta leyft sér að íhuga að auka framlög til hermála og skera á sama tíma niður út- gjöld til heilbrigðisþjónustu fötluðum, öldruðum og fátækum til handa. Fjárlagafrumvarp forsetans, sem fer nú fyrir þingheim, er því fallið til að leiða mönnum fyrir sjónir þá sérstöðu, sem Bandaríkin njóta nú um stundir á alþjóðavettvangi. Jafnframt er það til sannindamerkis um hversu gjörólík öll nálgun Evrópumanna og hægri manna í Bandaríkj- unum er iðulega þegar um forgangsröðun stjórnvalda ræðir. Síðast en ekki síst er fjárlagafrumvarpið til marks um að “hnattræna stríðið gegn hryðjuverkaógninni”, sem Bush forseti lýsti yfir eftir árásina á Banda- ríkin árið 2001, er tekið að reyna verulega á ríkisfjármálin þar eð stjórn- völd glíma einnig við gífurlegan fjárlagahalla. Víst er að margir þingmenn, og það á einnig við um flokksbræður Bush, munu trauðla geta fellt sig við frumvarpið og áherslur forsetans. Mikill fjöldi þingmanna mun leita eftir endurkjöri í nóvember og ólíklegt má því telja að frumvarpið hljóti staðfestingu óbreytt. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. ..ÍSLAND fi » VHTOA FjÁRMÁLfl)VIÍí>STÖE) HtiMSrfilS, uPPD(SrNGS oG yÁTFKNiSM'FÉLfá. Niðurrifsstefna Borgarstjórn hefur heimilað niður- rif á 24 húsum við Laugaveg og 8 húsa á baklóðum við Laugaveg bíða sömu örlög. Þannig falla alls 37 hús við Laugaveg vestan Snorrabrautar af um sjötíu húsum sem reist voru fyrir 1918, undir niðurrifsáform R-listans. Því er ljóst að meirihluti gamalla húsa við Laugaveg á að víkja. Þessu hefur F-listinn í borgarstjórn einn flokka mótmælt harðlega og varar við því að götumynd miðborg- arinnar sé í stórhættu og að á henni verði unninn óbætanlegur skaði. Austurbæjarbíói forðað Austurbæjarbíó er vissulega miklu yngra en húsin við Laugaveg, rúm- lega hálfrar aldar gamalt, en hefur í gegnum tíðina ýmist gegnt hlut- verki kvikmyndahúss, tónleikahúss eða ráðstefnu- og fundastaðar. Bygg- ingin var reist af stórhug á sínum tíma og telst til sögulegra menn- ingarminja borgarinnar enda varð- veitir hún merkan þátt íslenskrar menningarsögu. Byggingin er lítið breytt frá upprunalegri mynd og í góðu ásigkomulagi. Hún er einkenn- andi fyrir tíðaranda fúnkis-stílsins og hluti heildstæðrar götumyndar Snorrabrautarinnar og gatnanna í kring. Sumarið 2003 hafði borgarstjórn lýst skýrum vilja til að heimila nið- urrif hússins og hugðist reisa 5 hæða fjölbýlishús þar sem Austurbæjar- bíó stendur. Þá lagði borgarfulltrúi F-listans, Ólafur F. Magnússon fram tillögu, þar sem lýst var and- stöðu við hugmyndir um niðurrif Austurbæjarbíós og lögð áhersla á varðveislu hússins í samræmi við menningarsögulegt gildi þess. Jafn- framt var lagt til að Reykjavíkurþorg yrði falið að stuðla að áframhald- andi starfsemi í húsinu sem tryggði varðveislu þess. Rétt er að ítreka að andstaða við niðurrif hússins innan borgarstjórnar kom eingöngu frá F- listanum. Um sama leyti bárust svo ályktanir frá ýmsum velunnurum hússins, m.a. Bandalagi íslenskra Margrét Sverrisdóttir listamanna og Arkitektafélagi ís- lands. Loks fór það svo að borgar- stjórn lét undan þessum þrýstingi og hvarf frá fyrirætlunum sínum um niðurrif Austurbæjarbíós. Heilsuverndarstöðinni fórnað Síðastliðið vor ákváðu borgaryfir- völd svo að selja Heilsuverndarstöð- ina við Barónsstíg á almennum markaði. Á Heilsuverndarstöðinni var ýmsum greinum forvarna og heilsugæslu sinnt, auk ungbarna- og mæðraverndar. Stofnunin var afar mikilvæg miðstöð heilsugæslu í borginni. Nú hefur Heilsuvernd- arstöðin verið seld á almennum markaði og fyrirsjáanlegt að starf- semin tvístrist og er ljóst að það veikir heilsugæsluna í borginni. Að mati F-listans var það skylda borg- aryfirvalda, sem meirihlutaeiganda Heilsuverndarstöðvarinnar að selja hana ekki nema að tryggt væri að það heilsugæslu- og heilsuverndar- starf sem hún var reist til að hýsa, yrði þar áfram. Við lögðum fram til- lögur þar að lútandi og F-listinn var eina stjórnmálaaflið í borgarstjórn sem lagðist eindregið gegn sölu Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur. Stöndum vörð um Laugaveginn Ábyrg framganga F-listans varðandi varðveislu eldri bygginga í borginni hefur vakið jákvæða athygli. Sömu rök eru nú notuð gegn gömlu hús- unum við Laugaveg og voru notuð gegn Bernhöftstorfunni á sínum tíma, þ.e.a.s. að þetta séu illa farin og niðurnídd hús. Sem betur fer tóku menn sig til og endurbættu og lagfærðu Torfuna í stað þess að rífa hana umhugsunarlaust. Fyrir vikið erum við Islendingar ríkari þjóð en ella í menningarlegum skilningi. Því sem hefur einu sinni verið fargað verður ekki bjargað. Borgarbúar sem láta sér annt um menningarsögu borgarinnar þurfa að slá skjaldborg um gömlu húsin við Laugaveg og styðja F-listann til áhrifa í borginni svo að bjarga megi elstu byggðinni við Laugaveg frá þeim örlögum sem R- og D-listi ætla þeim. Höfundur er varaborgarfulltrúi F-listans íReykjavík. Klippt & skoríð kUpptogskorid@vbl.is Ogmundur Jón- asson, þing- maður Vinstri grænna, gerir álstefnu Framsóknarflokksins og ríkisstjórnarinnar að um- talsefni í pistli á vefsíðu sinni. Segir hann frá umræðum á alþingi og kveður það hafa vakið athygii sína að Geir H. Haarde, formaðurSjálfstæðisflokksins, hafði opinberaði ýmsa fyrirvara við álstefnuna. ðg- mundur segir: „En síðan er hitt, að Geir hafði mikla fyrirvara í máli sínu. Reyndar svo mikla að jaðraði við afneitun á stefnu þeirra Hall- dórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverris- dóttur. Auðvitað á að halda áfram að álvæða, sagði Geir en bætti svo við: Þá og því aðeins... Fyrirvararnir ætluðu aldrei enda að taka... Þá og því aðeins, var margendurtekið, með skírskotun til efnahagslegra þátta, umhverfis og annarra þátta sem Framsóknarflokkurinn blæs á. Ég furðaði mig á því að fjölmiðlar skyldu ekki hafa gert fyrirvara formanns Sjálf- stæðisflokksins að þungamiðju fréttarinnar. Fyrirvarar Geirs H. Haarde við stóriðjustefnuna voru að mínu mati hið fréttnæma við utandag- skrárumræðuna á Alþingi í dag." Pað vekur athygli þegar vefsíður stjórnmálamanna eru skoðaðar hversu mis- duglegir þeir eru að tjá sig um mál líðandi stundar og opinbera pólitíska afstööu sfna. Athygli vekur einnig hversu margir yngri þingmenn á alþingi kjósa einfaldlega að leiða þessa tækni og möguleika hennar hjá sér. Einhver hefði kannski haldið að hinum yngri væri tamara að nýta sér hana. Ágúst Ólafur Ágústsson heldur úti vefsíðu og hið sama gera þau Katrín Júlí- usdóttir, Dagný Jónsdóttir, og Björgvin G. Sigurðsson. Ungir sjálfstæðismenn hafa hins vegar Iftinn áhuga á þessum miðli. Þeir Guð- laugur Þór Þórðarson, Birgir Ármanns- son, Sigurður Kári Kristjánsson reka enga útgáfustarfsemi á Netinu og það gerir fram- sóknarmaðurinn kornungi Birkir J. Jónsson ekki heldur. Sennilega eru fundirnir með kjós- endum (kjördæmunu svo stffir að enginn tími gefst til að halda uppi umræðu á Netinu.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.