blaðið - 13.02.2006, Side 13
blaðiö
Matur
Sushi er sælgæti fyrir
auguogmunn
15.............
Hittumst í bröns
16
íslendingar borða allt
of mikið ruslfæði
17 ...............
Með mörg járn í eldinum
18 ...............
Einstök landkynning
fyrir ísland
19.................
Humarinn er sívinsæll
Áðurfyrr var óstur ehmngis borðadurafaöfíl oghermiiimum
Prá laust Internet
Laugavegi 27
Ostur var fyrst búinn til í
Miðausturlöndum en fyrsta útgáfan
var einhver tegund af súrri mjólk,
sem var uppgötvuð þegar húsdýrin
voru mjólkuð. Samkvæmt þjóðsögu
var osturinn uppgötvaður af
óþekktum araba sem var flakkari.
Hann er sagður hafa fyllt poka sinn
með mjólk til að halda lífi í honum
á ferð hans yfir eyðimörkina á hesti.
Eftir nokkurra klukkustunda reiðtúr
stöðvaði hann til að fá sér að drekka.
Þar sem pokinn, sem var búinn til úr
maga ungs dýrs, innhélt ensími hafði
mjólkin skilið sig í mysu og einhvers
konar ost. Þetta gerðist vegna ensíma,
sólarinnar og hreyfingu hestsins.
Flakkarinn, sem hafði ekki miklar
áhyggjur af því hvernig þetta gerðist,
uppgötvaði fljótlega að það mátti
drekka mysuna og borða ostinn.
Gæði ostsins voru mikil
Ostur var til fjórum þúsund árum
fyrir fæðingu Krists og Grikkir til
forna sköpuðu Aristaeus, son Apallo
og Cyrene við uppgötvun ostsins.
Ostar voru búnir til af mikill færni
og þekkingu í Róm til forna og
gæði ostsins voru mikil. Á þessum
tima hafði ostagerðin þróast og það
var vitað að bragð og útlit ostsins
breyttist með tilliti til geymslu og
meðferð. Stór og ríkuleg hús í Róm
til forna höfðu sérstök osta-eldhús
og sérstakan stað þar sem osturinn
þroskaðist. I flottustu húsunum
var farið með ostinn á sérstakan
stað svo hægt væri að reykja hann.
Ostur var borinn fram fyrir aðalinn
en var auk þess sendur sem hluti af
matarbirgðum Rómanska hersins.
Osturinn talinn óhollur
Munkar voru skapandi sálir á
miðöldum og lögðu því sitt á
vogarskálarnar og ostur er því
til í fjölmörgum tegundum f dag.
Osturinn tapaði vinsældum sínum
á endurreisnartímabilinu þar sem
hann var álitinn óhollur. Á nítjándu
öld var þó breyting á og osturinn
náði aftur vinsældum sínum, þó í
dag sé hann borðaður af aðli jafnt
sem óbreyttum borgurum.
svanhvit@bladid.net