blaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 14
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaöiö
14 I MATUR
Sushi er sælgæti fyrir augu og munn
Sushi aðdáendur fagna nú allir sem einn því í Reykjavík hefur opnað nýr og skemmtilegur sushi staður í
Iðuhúsinu í Lœkjargötu. Staðurinn heitir Ósushi og að baki honum standa eigendur Humarhússins.
Síðan staðurinn opnaði þann 2 desember 2005 hefur alltaf verið mikið að gera á Ósushi. Líka í hádeginu, en hér má sjá gesti gæða sér
á sushi við færibandið góða.
Diskarnir eru verðmerktir með lítum og þegar máltíð líkur fer maður með diskastaflann
sinn og gerir upp. t
99..........................................
„Bragðlaukarnir fara afstað þegar maður sér sushi
bitann, það er þá einskonar forleikur, en svo setur
maður hann ímunninn og þá uppfyllist draumurinn"
RETTUR
DAGSINS
fiskur eða kjöt
alla virka daga
komdu og smakkaðu!
opið virka daga 10.00-19.00
laugardaga 10.00-18.00
CAFÉADESSO
2. hæð í Smáralind v/Vetrargarðinn
sunnudaga 11.30-18.00
sími 544 2332
www.adesso.is
Pví er svipað farið með sushi
og ólívur og gráðaost. Ef
maður kemst einu sinni upp
á lagið með að borða þennan fræga
japanska skyndirétt, þá verður ekki
aftur snúið.
Fyrir utan það að vera
undursamlega gött, er sushi
líka fádæma fallegur matur sem
skemmtilegt er að borða og nú er
það orðið enn skemmtilegra þar
sem Ósushi er ekki veitingastaður
samkvæmt því sem maður á að
venjast: Diskarnir koma til gestanna
eftir svörtu færibandi og svo stjórnar
hver og einn því sjálfur hversu mikið
hann borðar og borgar.
Fallegt á færibandi
Fyrirkomulagið á Ósushi er mjög
skemmtilegt. Sérhver sushi biti er
settur á disk og diskurinn er síðan
verð -og litamerktur. Þetta þýðir að
gulir diskar kosta 350 kr, hvítir 100
kr os.frv. Þegar máltíðinni er lokið
tekur maður diskastaflann sinn
og gerir upp við þjóninn. Þetta er
hentugt fyrirkomulag að mörgu
leyti. Með þessu er hægt að ráða
hvort maður fær sér bara lítinn bita
eða borðar sig saddann og borgar
eftir því, en á sama tíma verður
þörfin fyrir borðþjónustu minni
og þannig sparast líka tíminn sem
fer í að „bíða eftir sósunni á meðan
maturinn kólnar", ástand sem
stundum skapast þegar mikið álag
er á þjónum veitingahúsa.
Hvernig smakkast þetta svo?
Blaðamaður, sem er vel sigldur og
mikill sushi aðdáandi, fullyrðir að
sushið á Ósushi sé það besta sem
hann hefur smakkað hér á landi.
Ástæðan fyrir því er eflaust sú að
það et ferskt en ekki búið til um
morgunninn og síðan sett inn í
kæli. Sushi á alltaf að vera ferskt
og það má aldrei kæla grjónin
niður, en því miður hefur þetta
oftar en ekki verið vaninn með
sushi staði hérlendis. Fjölbreytni
færibandsins var góð en best er
þó eflaust að gefa sér góðan tíma
á staðnum til að vera viss um að
fá að bragða á bestu bitunum.
Staðurinn hefur gengið vel síðan
hann opnaði annan desember 2005
og eigandinn Kristján Þorsteinsson
er hæstánægður með þær góðu
viðtökur sem hann hefur fengið.
Kristján er alvanur veitingahúsa-
rekstri, en hann er einn af fjórum
eigendum Humarhússins sem
hefur staðið við Bernhöftstorfu
undanfarin ellefu ár.
„Það hafði verið draumur minn í
fimm eða sex ár að opna færibanda
sushi stað,“ segir Kristján í samtali
við Blaðið. “Ég kynntist þessu
upphaflega i Ástralíu en þar eru
svona staðir mjög vinsælir og
margir. Ósushi á sér enga fyrirmynd
annarsstaðar frá. Nafnið kom frá
mér og mér fannst það bæði hljóma
íslenskt og alþjóðlegt í senn. Svo
hannaði ég staðinn líka sjálfur í
samvinnu við Guðrúnu Atladóttur
arkitekt. Við lögðum mikið upp
úr því að hreinlætið væri alltaf í
fyrirrúmi og til að undirstrika þetta
notuðum við mikið svart granít og
gler, en það eru mjög ákjósanleg efni
því það sést auðveldlega á því.“
Hvaðfinnst þér skipta mestu máli í
sambandi viðframreiðslu sushi?
„Hreinleiki er númer eitt, tvö og
þrjú sem og það að notast alltaf við
topp hráefni. Svo er mjög mikilvægt
að það sé vel gert, fallegt og höfði til
fagurkerans í manni.
Maður byrjar nefinlega að borða
sushi löngu áður en bitinn fer upp
í munn. Bragðlaukarnir fara af
stað þegar maður sér sushi bitann,
það er þá einskonar forleikur, en
svo setur maður hann í munninn
og þá uppfyllist draumurinn,"
segir „sushimaðurinn" Kristján
Þorsteinsson að lokum.
margret@bladid.net
Lækjargötu
hádeginu