blaðið - 13.02.2006, Síða 16

blaðið - 13.02.2006, Síða 16
MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 blaöiö 16 I íslendingar borða alltof mikið ruslfœði Þorbjörg og Oscar hönnuðu tíu grunnreglur um mataræði sem hjálpafólki að lifa heilbrigðara lífi Þorbjörg hefur búiö erlendis i hátt í þrjá áratugi en er nú komin heim til aö hjálpa fslendingum aö taka upp heilbrigðari Iffstíl. Þorbjörg Hafsteinsdóttir er annar umsjónarmanna þáttarins Heil og sæl sem hefur göngu sína á Skjái eftir rúma viku. 1 þættinum fer hún ásamt kærastanum sínum, Oscari Umahro Cadogan, inn á heimili fólks og hjálpar því að taka til í mataræðinu og hefja heilsusamlegri lífstíl. „Þátturinn fjallar um mataræði, matreiðslu og heilsu og er byggður á tíu grunnreglum sem við höfum verið að vinna með i rúmt ár. Þætt- irnir eru tíu talsins og fylgjumst við með tíu fjölskyldum og hvernig þær breyta mataræði sínu með því að fara eftir reglunum,“ segir Þorbjörg. Þorbjörg er menntuð sem hjúkrun- arfræðingur og næringarþerapisti D.E.T. en Oscar er kokkur. „Við tókum eina reglu og eina fjölskyldu fyrir í hverjum þætti en við fylgd- umst með hverri fjölskyldu í átta vikur,“ segir Þorbjörg en í þáttunum verður einnig mikið um matreiðslu og verður Oscar með kennslu í þeim efnum. Uppskriftirnar sem notaðar verða má svo finna hér í Blaðinu eftir hvern þátt. Sykur, óhollusta og skortur á næringarefnum ,Við hönnuðum reglurnar á visinda- legum bakgrunni. Með reglunum erum við að kenna fólki að borða hollt og rétt með það að leiðarljósi að grennast en ekki síður að fyrirbyggja ofþyngd og þessa svokölluðu lífstíls- sjúkdóma. Þá á ég við sykursýki z, hjarta- og æðasjúkdóma, bólgusjúk- dóma og annað," segir Þorbjörg um grunnreglurnar tíu. „1 þáttunum sýnum við hvernig hægt er að koma æskilegum breytingum af stað með því að fylgja reglunum. Breytingar sem geta fyrirbyggt offitu, þreytu, orkuleysi, bólgumyndun, háan blóð- þrýsting og allan þann pakka.“ Þorbjörg og Oscar fengu leyfi til að kíkja í matarskápana hjá fjölskyld- unum og þær skiluðu hreyfingar- skýrslum og skýrslum yfir það sem þær borðuðu. Hún segir að niður- stöðurnar hafi ekki verið góðar.„Þó að við höfum tekið fyrir ólíkt fólk úr ólíkum stéttum fundum við yfirleitt það sama í skápunum. Upp til hópa borðar fólk sama matinn og yfirleitt mikið af ruslfæði. Það er alltof mik- ill sykur, alltof mikið af óhollustu og skortur á góðum næringarefnum sem þarf til þess að búa til hollan mat,“ segir Þorbjörg. Fólkvill heilbrigðari lífstíl Þorbjörg segir að þrátt fyrir að mata- ræði íslendinga sé vissulega ábóta- vant hafi mikil vakning verið undan- farið. „Fólk hefur almennt mikinn áhuga á að breyta um lífstíl og mata- ræði. Ein af ástæðunum fyrir því að við hönnuðum þessar reglur er sú að við vildum einfalda fólki að velja rétt og breyta um mataræði sem myndi gefa þeim varanlegan árangur. Við vildum fá fólk út úr þessu kúrastandi. Það eru ofboðslega margar stefnur í gangi sem að lofa fólki bót og betrun. Fólk er orðið hálfruglað á þessu og veit kannski ekki alveg hvað það á að gera til þess að breyta. Það má segja að það hafi verið kveikjan að því að við hönnuðum þessar reglur.“ Þorbjörg og Oscar hafa einnig staðið fyrir námskeiðum í Maður lif- andi og víðar um landið þar sem þau kenna matreiðslu og aðstoða fólk við að breyta um lífstíl. Allar upplýs- ingar um námskeiðin má finna á vef- síðunni www.iogrunnreglur.com. Grunnreglurnar tíu: 1. Ekki neyta sykurs. Hvorki sýni- legs, ósýnilegs né gervisykurs. 2. Borðaðu bara heilkorn og ekki meira hvitt. 3. Ekki forðast fitu. Borðaðu rétta fitu; holla og lífræna. 4. Mundu að borða meira gæðaprótein. 5 Borðaðu belgávexti (baunir, linsur og kjuklingubaunir) og hnetur á hverjum degi! 6. Borða lifrænt grænmeti og ávexti oft á dag, minnst 600 grömm. 7. Drekktu 1V2 lítra af vatni daglega, ferskpressaða grænmetis- og ávaxtasafa, grænt te og jurtate. 8. Borðaðu reglulega. Ekki sleppa morgunmat og borðaðu fleiri en minni máltíðir. 9. Borðaðu jafnt úr öllum fæðuflokk- unum (prótein, holla fitu og heil- korn eða belgávexti) og lífrænt. 10. Taktu inn fæðubótarefni, a.m.k. eina sterka fjölvítamínt á dag en helst meira. bjorn@bladid.net Glæsllegar fermíngarveislur fyrfr litla sem stóra hópa, hvort sem er í salarkynnum okkar eða út í bæ Sri/i/ia/iord • ■s/i/iir/ii'tiii/í.rfii/<i • ■s//i(í/\,//<///a<i/o/'<l /'(i//i//i<i/'><!/•<i • /<r// /(//•<) • (/(//•/.•/ //(td/o/'d ■/><<•//■<// //ad/o/'d • <a/.s////c//.s// //ad/ord /</><!,s/'c////' • .\/< •//:<u'/i/<id/o/'d • ,\ydoa/'/'clfa/'/i/<id/o/'d .x/<>/'t)< >/.s///o/'d Við bjóðum uppá margskonar veisluborð lyrir ierminguna. Halðu sambanð og við aðstoðum pig vfð vallð 'fff' RaubacÁ STEAKHOUSE Rauðarárstíg 39 • 101 Reykjavík • Boröapantanir í síma: 562 6766 og 699 2363 Food & fun matseðill frá 25. febrúar Matseöill • Roasted Pumpkin Soup with toasted almond cream Graskerssúpa með hneturjðma • Salmon Gravlox with parsley and potato, smoked tableside Lax með kryddjurtum, kartötlu að sérstökum hætti Bartons Pistachio crusted lamb ribs with smokey lentils and cinnamon oil vinaigrette Pistasíu lambahryggvöðvi með linsubaunum og kanilolíu vinaigrette • Brown butter pear with caramel and bourbon ice cream Brúnaðar sykurperur með karmellu og bourbon ice cream Tímasetningar matseðils: LeikhúsgeshT og þeir sem eru snemma á ferðinni 17:30,18:00,20:00,22:00 /i ^ Barton Seaver frá USA Barton Seaver er ungur matreiöslumaður frá Norður Ameríku á hraðri uppleið. Hann lærði hjá nokkrum af hæfilekaríkustu matreiðslumönnum í Washington D.C., New York, Chicago og Spáni. Útskrifaðist með láði frá Culinary Institude of America og hefur lært mikilvægi ferskra vara, réttrar meðhöndlunar og tækni. Barton hefur komið viða við á ferli sinum og unnið undir handleiðslu margra frábærra matreiðslumeistara. Árið 2005 fékk hann stöðu framkvæmdarstjóra á Café Saint-Ex, margverðlau- naður veitingastaður sem bíður uppá frábært sýnishorn af matarlist. Veitingastaðurinn er í venjulegum Bistro stil en þar er aðallega elnblint á einfaldan tilbúinn grillaðan mat á matseðlinum. Þeir nota aðeins lifrænt hráefni og leggja áherslu á sjálfbærar fisktegundir, blanda saman einfaldleika miðjarðarhafsins og stilhreinni nútima eldamennsku. Pilar Bar opnaði seinna á árinu 2005 en það er annað eldhúsið sem fær leiðsögn matreiðslu- meistarans Seaver. Þar fá kokkarnir tækifæri til að leika sér með matinn í óhefðbundinara umhverfi. Áætlað er að þriðji veitingastaðurinn opni seinna á árinu og munu þeir leggja áherslu á annars konar stíl þar. Barton er löggiltur sommelier í gegnum Sommelier Society of America og heldur áfram námi sinu hjá Wine and Spirits Educational Trust in London. Barton Seaver verður á staðnum og spjallar við gestina 22-25. February 2006

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.