blaðið - 13.02.2006, Page 17

blaðið - 13.02.2006, Page 17
blaðiö MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 I 17 Með mörg járn í eldinum Hrefna Rósa sér um matseld á Sjávarkjallaranum sem sérhœfir sig í matreiðslu fiskrétta og er meðlimur i kokkalandsliðinu n Ég hugsa að ég hafi komst inn í kokkalandsliðið vegna dugnaðar og hæfileika", segir Hrefna Rósa Jóns- dóttir sem einnig starfar sem kokkur í Sjávarkjallaranum. „Ég er búin að vera í kokkalandsliðinu síðan 2002 og hef bæði farið á ólymp- íumót og heimsmeist- aramót með því.“ Hrefna Rósa hóf feril sinn sem aðstoðar- maður í landsliðinu og þótti standa sig vel. Hún komst í landsliðið þrátt fyrir ungan aldur en Hrefna Rósa er að- eins 25 ára gömul. „Núna erum við að undirbúa heims- meistarakeppnina í matreiðslu sem haldin verður í nóvember og lands- liðið er farið að hittast og plana hvað á að elda. Svo eru æfingar þar sem við eldum heitan og kaldan mat. Þegar við æfum okkur fyrir heita matinn gerum við rétti fyrir 110 manns sem við seljum í veislur en við fáum einnig styrki til að þróa réttina. Það tekur 1-2 sólahringa að útbúa kalda hlaðborðið en það er misjafnt hvort hægt er að smakka rétti af kalda hlað- borðinu því sumir þeirra eru hleyptir (settir í hlaup til að þeir líti betur út) og þvi aðeins ætlaðir sem augnakon- fekt.“ Hrefna Rósa segir kokkalands- liðið spá mikið í næringargildi matar- Hrefna Rósa Jónsdóttir sér um eldamennsku á Sjávarkjallaranum ins og samsetningu hans. Sjaldséðir réttir í Sjávarréttakjallaranum Hrefna Rósa er kokkur í Sjávarkjallar- anum en eins og nafið ber með sér sér- hæfir staðurinn sig í matreiðslu fisk- rétta. „Við erum líka með sjaldséða og framandi rétti og núna bjóðum við upp á kengúru, héra og barra sem eru sjaldséðir gestir á diskum íslendinga. Hérinn er mjög góður léttsteiktur og er borin fram með mandarínu-anís gljáa og anis sósu.“ Hrefna Rósa segir mikið að gera í Sjávarkjallarnum og vissara að panta borð í tíma ef fólk ætlar að fá borð á álags- tímum um helgar. Hvað er vinsœlast? „Framandi matseðlar eru vinsælir en það er líka hægt að láta eld- húsiðráðamatseðlinum og þannig fær fólk það sem er ferskast hverju sinni. Þá leggjum við metnað okkar í að vera með smakkrétti. Sjávar- kjallarinn er alltaf með nýtt og ferskt hráefni og eru gæðin eftir því.“ Hrefna Rósa segir matseðillinn síbreyti- legan og að reynt sé BMmteirnHugl ^ skipta h()num ^ á tveggja mánaða fresti. „1 hádeginu býður Sjávarkjallarinn upp á 2-3 rétta máltíðir á tilboði og þá boðið upp á eitthvað nýtt í hverri viku sem verið er að þróa. Við verðum með í Food and fun hátíðinni og fáum þá til okkar japanskan kokk sem mun matreiða íslenskt hráefni á japanska vísu í anda Sjávarkjallarans." hugrun@bladid.net Eigum ekki að skammast okkar fyrir matinn okkar Stofnfundur félags um þjóðlega matargerð verður haldinn á miðvikudag enfélagið erstofnað affjórum konum á besta aldri .Matur, saga, menning" er heiti félags sem stofnað verður formlega næstkomandi miðvikudag í Sjóminjasafninu í Reykjavík að Grandagarði 8. „Við erum fjórar konur á besta aldri, allar nýútskrif- aðir þjóðfræðingar úr Háskóla í slands, sem stöndum að þessu,“ segir Margrét Linda Gunnlaugsdóttir, ein kvennanna fjögurra. Margrét starfar sjálf á Sjóminjasafninu en það var Laufey Steingrímsdóttir, matvælafræðingur, sem átti hugmyndina að félaginu. „Laufey fékk þá hugmynd að það væri sniðugt að nýta hluta af safninu sem eins konar matarsafn og kom að máli við eina okkar. Við fjórar höfum síðan í haust verið að funda um þetta vikulega og verið hálfgerður undirbúningshópur," segir Margrét. „Stofnfundur félagsins verður núna á miðvikudaginn klukkan 17.15 og erum við að vonast til að það mæti allt að 100 manns. I kjölfarið munum við leggja á ráðin og skipa stjórn og annað,“ segir Margrét, en bætir við að enn sem komið er sé allt á byrjunarstigi. „Við ætlum að byrja smátt. Okkur vantar ennþá styrki og peninga.“ UppheQa gamla matinn Margrét segir að húsnæði Sjóminjasafnsins bjóði upp á mikla möguleika en ætlunin er að leigja stóran sal á neðri hæðinni. „Við höfum hugsað okkur að mynda stemmningu sem skírskotar til þessarar gömlu íslensku matar- hefðar, án þess þó að vera að gera einhverja eftirgerð af gömlum bæ. Auk þess er þar frábært útsýni og hafið er beint fyrir utan gluggann,“ segir Margrét. Hún segir að hugmyndinni hafi hvarvetna verið vel tekið, enda á fáum stöðum sem verið sé að kynna íslenskan mat. Margrét segir að undanfarið hafi verið mikil þjóðernisvakning meðal fólks og það hafi áhuga á að standa vörð um það sem er sérstakt í landinu. .Maturinn er náttúrulega stór hluti af menningunni og segir svo mikið um líf fólksins. Við fslendingar höfum átt það til að skammast okkar fyrir matarmenninguna og fundist þetta vera bara eitthvað úldið og súrt. Markmiðið hjá okkur er að upphefja þennan gamla mat. Við höfum ekkert til að skammast okkar fyrir, maturinn er alls ekki hallærislegur,“ segir Margrét að lokum. V‘vp<krséSúL... ... þeqAr vindur Invír! Tilv\in köld út á kjötið, i fiskrétti, meö reyktum silungi og 'angi. Góð með köldum, steiktum lunda og sem idýfa. Frábær köld úr dósinni eða hituð upp, með lambakjöti, nautakjöti, fiski eða kjúklingaréttum í ofni. "aa* VOGABÆR

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.