blaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 19

blaðið - 13.02.2006, Blaðsíða 19
blaðiö MÁNUDAGUR 13. FEBRÚAR 2006 MATUR I 19 Humarinn er sívinsœll Meira lagt í matreiðslu áfiski nú en áður ir Bmto/Mmar Hugt Ottó Magnússon kokkur á Humarhúsinu segir mikilvægt að kenna ungu fólki að borða fisk því að hann er meinhollur. „Humarinn stendur alltaf fyrir sínu og þótt ég sé búinn að vinna hér í átta ár er ég enn ekki búinn að fá leið á honum“, segir Ottó Magnús- son kokkur á Humarhúsinu. Eins og nafnið bendir til sérhæfir Hum- arhúsið sig i matreiðslu á humri en býður líka upp á aðra fiskrétti eins og risotto og fiskisúpu ásamt kjöt- réttum. Ottó segir alltaf mikið að gera á Humarhúsinu og að það brey t- ist ekkert. „Svo virðist sem fólk hafi meira á milli handanna núna og geri sér dagamun með því að fara út að borða. Það er ekki mikið af bak- pokaútlendingum sem kemur til okkar en þó er hægt að fá fína fisk- rétti á góðu verði í hádeginu sem kosta ekki meira en hamborgari og meðlæti. Þegar Humarinn er matreiddur er hann yfirleitt gratineraður eða grillaður en það er líka hægt að hjúpa hann i kryddi eða setja hann í rúllur og við erum alltaf að prófa nýjar matreiðsluaðferðir á honum. Humarhúsið býður upp á rétt sem kallast fimm sinum humar en þar eru nokkrar mismunandi eldunar- aðferðir notaðar á humarinn og út- koman er ljúffeng og fjölbrey tileg.“ Hráefnið skiptir miklu máli Ottó segir fiskneyslu Islendinga hafi breyst mikið og að fagmenn séu óhræddir að prófa sig áfram með ýmsar matreiðsluaðferðir hans. „Það þarf að kenna ungu fólki að borða fisk en það er einmitt hægt að gera með góðri matreiðslu á fiskinum. Humarhúsið býður upp á fyrsta flokks hráefni og við fáum nýjan fisk daglega. I hádeginu er hægt að fá hum- arsúpu á 1550 krónur og fiskrétti á 1790 krónur á Humarhúsinu. Á kvöldin er hægt að fá 300 gömm af grilluðum humri á 4750 krónur.“ Ottó segir nokkuð um að fólk hringi í hann til að fá uppskriftir af fiski og reynir hann að koma til móts við það. Fólk er farið að vanda sig meira við að elda fisk og hætt að mauksjóða hann eins og áður tíðkaðist.” Bragðmikil vín með humrinum „Ég mæli með Clay Station hvítvíni með Humrinum", segir Brandur Sig- fússon þjónn á Humarhúsinu. Þetta vín er með ávaxtabragði (bragð af aprikósum og perum) og einnig má finna hunangskeim af víninu. Clay Station hentar vel með humri sem er grillaður í smjöri og með feitum fiski eins og lúðu og skötusel. Torres Marimar frá Chardonnay hentar líka vel með humri en það er bragðmikið og ber keim af bön- unum, eplum, ananas og eik. Þetta vín er kryddað og er með löngu eft- irbragði. Marimar hentar m.a. vel með humri í rjómasósum en það fer líka eftir meðlætinu hvaða vín hentar hverju sinni.“ hugrun@bladid.net • • vorur, íann ...<k) fú ' r að tum vísum! Dalvegi 4 • Sími 564 4700 Opið: Mánud.-föstud. 06:00 - 18:00, laug. 06:00 -17:00, sunn. 07:00-17:00 Hamraborg 14 • Sími 554 4200 Opið: Mánud-laugard. 08:00 -18:00, laug. 08:00-16:00, sunn. 09:00-16:00 Rákat wwl CdI Wm* Reydir-' Bákári -rI

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.