blaðið - 22.02.2006, Page 8

blaðið - 22.02.2006, Page 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaóiö Maður selur olíu í vegarkanti í borginni Kano i Nígeríu í gær. Gíslataka erlendra stari manna olíufélagsins Shell og skemmdaverk á stöðvum þess hafa neytt félagið til að draga úr olíuframleiðslu f landinu. Gíslatakan í Nígeríu hefur áhrif á olíuverð Verð á hráolíu frá Nígeríu hækkaði í gær á markaði í New York vegna ráns á níu erlendum starfsmönnum olíufélagsins Shell í landinu og skemmdarverka á olíuvinnslustöð. Verð á hráolíu hækkaði um rúman einn Banda- ríkjadal á tunnu við opnun mark- aðar í gærmorgun. Uppreisnarmenn rændu mönn- unum í áhlaupi á stöðvar félagsins á laugardag. Þeir unnu einnig spjöll á olíuvinnslustöðinni og olíuleiðslum í nágrenni hennar. Af þeim sökum hefur félagið neyðst til að draga úr framleiðslu um 455.000 tunnur á dag sem er um 18% af heildarolíu- framleiðslu í landinu. Sérfræðingar óttast að ótryggt ástand i fjórum stórum olíuútflutn- ingsríkjum heimsins kunni að hafa áhrif á olíuframboð á næstunni. 1 írak og Nígeríu er ástand ótryggt vegna árása uppreisnarmanna en stjórnvöld í íran og Venesúela eiga í diplómatískum deilum við vestræn ríki. Samtals nemur olíuframleiðsla þessara ríkja 7,5 milljónum tunna á dag. Olusegun Obasanjo, forseti Níg- eríu, útilokar að herinn grípi til að- gerða til að frelsa gíslana en hefur komið á nefnd sem vinnur að lausn málsins. KreQast skaðabóta vegnamengunar í tilkynningu sem uppreisnarmenn sendu til fjölmiðla segir að gíslarnir verði ekki látnir lausir og ekki verði látið af árásum á olíuvinnslustöðvar fyrr en Shell greiði 1,5 milljarð Bandaríkjadala (um 97 milljarða ísl. kr.) í miskabætur fyrir mengun á landsvæði Ijaw-ættbálksins. Enn- fremur fara þeir fram á að tveimur leiðtogum þeirra verði sleppt úr fangelsi. Strepsils - eina skráða hálslyfið á íslandi. Strepsiis inniheldur tvö bakteríudrepandi og sótthreinsandi efni sem hafa staðbundna verkun við meðferð á vægum sýkingum í munni og hálsi, t.d. kokbólgu, tannholdsbólgu og munnbólgu. Fæst án lyfseðils í apótekum. Fjórar bragðtegundir: • Ávaxtabragð • Sítrónu- og hunangsbragð • Sítrónu og Jurta - sykurlaust • Menthol Þingmenn hvetja til frestunar samnings Nokkrir þingmenn í Bandaríkj- unum hvetja George W. Bush, Bandaríkjaforseta, til að koma í veg fyrir að fyrirtæki frá Samein- uðu arabísku furstadæmunum taki við rekstri sex stórra hafna í landinu. Þar á meðal eru hafn- irnar í borgunum New York, Balti- more og Miami. Peter King, þingmaður repúblik- ana, hvatti forsetann á mánudag til að fresta samþykkt samnings við fyrirtækið þangað til að ítarleg rann- sókn á því hefði farið fram. Fleiri þingmenn hafa látið í ljósi áhyggjur sínar af öryggismálum hafnanna vegna samningsins. Enn- fremur hafa ríkisstjórar í Maryland og New York lýst yfir áhyggjum sínum af samningnum og hótað því að koma í veg fyrir að hann nái fram að ganga. Þeir sem gagnrýna samninginn segja að tveir flugræningjanna sem tóku þátt í hryðjuverkaárásunum á New York og Washington árið 2001 hafi komið frá landinu auk þess sem þaðan hafi komið fé til hryðjuverkamannanna. Ríkisstjórn George Bush forseta hefur aftur á móti bent á að Samein- uðu arabísku furstadæmin séu mik- ilvæg bandaþjóð Bandaríkjamanna í stríðinu gegn hryðjuverkum. Ótti byggist á fordómum Fyrr í mánuðinum samþykktu hluthafar í breska fyrirtækinu P&O sem rekið hefur hafnirnar fram að þessu yfirtökutilboð frá arabíska fyr- irtækinu Dubai Ports World (DPW). Talsmaður DPW sagði í samtali við sjónvarpsstöina CNN í gær að fyrirtækið hefði fengið allar nauð- synlegar reglugerðarsamþykktir og að öryggisviðbúnaður hafnanna myndi aðeins batna undir nýrri stjórn. Michael Seymour, forstjóri P&O í Norður Ameríku, sagði í við- tali við sjónvarpsstöðina að hafn- irnar hefðu verið reknar samkvæmt bandarískum og alþjóðlegum öryggisstöðlum. Kim Petersen, sérfræðingur í ör- yggismálum hafna, sagði í viðtali við sjónvarpsstöðina að ótti við að sam- komulagið myndi draga úr öryggi hafna í Bandaríkjunum byggðist á fordómum og að blygðunarlausir stjórnmálamenn væru að reyna að blása upp málið þar sem þeir telji að það hljóti góðan hljómgrunn hjá almenningi. Bandarískir stjórnmálamenn hafa lýst yfir áhyggjum sínum af því aö fyrirtæki frá Sameinuöu arabísku furstadæmunum taki viö rekstri hafna f New York og fimm öörum bandarfskum borgum. Bretar skera upp herör gegn mansali Mbl.is | Lögregla í Bretlandi hefur óskað eftir því að viðskiptavinir vændiskvenna aðstoði þá við að hafa hendur í hári fólks sem stundar mansal og neyðir ungar konur og stúlkur til þess að stunda vændi. Herferð hefur verið hrint af stað hjá lögreglunni í þessu skyni, en fjöldi glæpagengja stundar man- sal í Bretlandi með því að ginna erlendar stúlkur til landsins og neyða þær til vændis. Talsmaður lögreglunnar, Tim Brain, segir við- skiptavini vændiskvenna ekki eiga á hættu að verða handteknir þó þeir veiti lögreglu ábendingar um hugsanlegt mansal. Brain segir grun leika á því að allt að 3.000 konur og stúlkur séu kynllfs- þrælar í Bretlandi og er þar miðað við tölur innanríkis- ráðuneytisins. Stór hluti kvenn- anna e r frá löndum Austur-Evrópu og talið að margar þeirra séu þvingaðar til að hafa mök við allt að 40 menn á dag. Þeim sé hótað barsmíðum hlýði þær ekki melludólgum.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.