blaðið - 22.02.2006, Page 16
20 I HEIMILI
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö
Draumastaður til að dreyma á
Með smávœgilegum breytingum oglitlum tilkostnaði má umbreyta svefnherberginu oggera það að heimilislegum oghuggulegum stað.
Svefnherbergið er mikilvægt og
sumir myndu segja að það væri
mikilvægasta herbergið á hverju
heimili. Ekki einungis eyðir
mannskepnan um þriðjungi ævi
sinnar sofandi heldur er svefnher-
bergið það herbergi sem helst þarf
að vera notalegt útlits og þægilegt.
Það þarf ekkert endilega að vera
dýrt að breyta til í svefnherberg-
inu heldur þarf oft nokkrar litlar
breytingar sem gera svefnher-
bergið þitt að draumastað til að
dreyma á.
• Notaðu efni eins og silki, flís og
mjúka ull til að gera herbergið
hlýtt og vinalegt. Góð flísteppi
koma sér vel í rúmið þegar fer
að kólna auk þess sem gott er
að kúra með þau.
• Ef þú ert með flísar eða parket
á gólfum þá getur verið nota-
legt að hafa hlýtt og gott teppi
við rúmið.
Hægt er að gera svefnherbergi
sérstaklega heillandi með birt-
unni einni saman. Hafðu fal-
lega vegglampa og borðlampa
í svefnherberginu. Þú getur
sett gula peru í lampastæðin
og með því færðu gyllta fallega
birtu. Auk þess er sérstaklega
fallegt ef þú getur stjórnað lýs-
ingunni í herberginu og með
því lagt áherslu á sumt en
dregið úr áherslunni á annað.
Svo má náttúrlega ekki gleyma
blessuðum kertunum en með
því að setja mörg kerti á bakka
og hafa við rúmstokkinn
skapast einkar skemmtileg og
hugguleg stemning.
Stórir og fallegir speglar eru
orðnir töluvert ódýrari en þeir
Elsta steinsteypta
hús Kópavogs til sölu
Fjöldi samtaka í líknar- og menningarmálum hefur
lýstyfir áhuga sínum á að nýta Kópavogshœlið
Beint á móti Arnarnesinu við Kópa-
voginn stendur fallegt hús teiknað af
Guðjóni Samúelssyni. Bygginu þessa
húss var lokið 1926 og síðan þá hefur
verið rekin þar margvísleg starfsemi
en síðan 1985 hefur húsið staðið autt.
„Upphaflega var þetta holdsveikra-
spítali en svo var barnaspítali Hrings-
ins með starfsemi í húsinu,“ segir
Gunnar I. Birgisson, bæjarstóri í
Kópavogi.
Eru komin tilboð íKópavogshœlið?
,Nei en það er búið að ákveða að setja
það á sölu. í fyrsta lagi er lögð áhersla
á að láta gera húsið upp í upprunalegri
mynd og við erum að láta Benjamín
Magnússon, arkitekt, vinna að þeirri
lýsingu.“ Þess má geta að Benjamín
á einnig heiðurinn af teikningu Gerð-
arsafns, Digraneskirkju, Menntaskól-
ans í Kópavogi og Hamraborgarinnar
svo eitthvað sé nefnt.
Gunnar segir að Kópavogshæli
verði ekki rifið og að farið verði yfir
þá sem gera tilboð í húsið og hvað
þeir hyggist gera við það. „I fram-
haldinu verður tekin ákvörðun í bæj-
arráði um það hver fái að kaupa það.
Fjöldi samtaka í líknar- og menning-
armálum hafa haft samband við mig
og önnur yfirvöld í Kópavogi og lýst
yfir áhuga á að nýta húsið. Ég er mjög
ánægður með þann mikla áhuga sem
hugsanlegir kaupendur hafa sýnt hús-
inu. Við höfum mikinn metnað fyrir
því að húsið verði sem næst uppruna-
legri mynd og verði glæsilegur minn-
isvarði um elsta steinsteypta hús
í Kópavogi og arkitektúr Guðjóns
Samúelssonar."
Ágreiningur í bæjarstjórn
vegna sölunnar
Samfylkingin í Kópavogi lagðist gegn
afgreiðslu málsins þar sem engin
frekari gögn hafi legið frammi önnur
en tillaga bæjarlögmanns um söluna
sem bæjarráð fól honum að vinna.
Samfylkingin gerir athugasemd við
að ekkert verðmætamat liggi fyrir og
engar hugmyndir um hvað gera skuli
við húsið. „Ágreiningur okkar og
minnihlutans snýst um að við viljum
leyfa einkaframtakinu að reyna fyrir
sér en þeir vilja eins og venjulega láta
hið opinbera gera alla hluti,“ segir
Gunnar bæjarstjóri.
Þess má geta að hlutar úr mynd-
inni Sódóma Reykjavík voru teknir
upp á Kópavogshæli.
Það þarf ekkert endilega að vera dýrt að breyta til í svefnherberginu heldur þarf oft aðeins nokkrar litlar
breytingar sem gera svefnherbergið þitt að draumastað til að dreyma á.
voru og því er tiltölulega lít-
ill kostnaður fólginn í því að
koma sér upp fallegum spegli.
Spegillinn endurspeglar birtu
og skapar gott andrúmsloft. Ef
99.......................
Spegillinn endurspeglar
birtu og skapar gott
andrúmsloft. Efsvefn-
herbergið erlítið þá
hefur spegill á réttum
stað þau áhrifað her-
bergið virðist stærra.
svefnherbergið er lítið þá hefur
spegill á réttum stað þau áhrif
að herbergið virðist stærra.
Kauptu alls kyns fallega púða
sem passa inn í herbergið.
Settu þá á rúmið en þá er sem
herbergið bjóði hvern sem
er velkominn. Hafðu púðana
mismunandi að stærð og gerð.
Þetta er fallegt en þetta er líka
þægilegt enda púðar sérstak-
lega heimilislegir.
Ef þú vilt breyta svefnherberg-
inu heilmikið án þess að kosta
miklu til þá má mála það upp á
nýtt. Rauðir og gylltir tónar eru
álitnir hlýir en bláir og grænir
litir eru róandi og afslappandi.
Litur getur gert heilmikið fyrir
herbergi en passaðu þig á að
hafa litinn ekki of æpandi.
• Umkringdu þig hlutum sem
þér þykir vænt um. Hafðu
fjölskyldumyndir til staðar,
listaverk barnanna og svo fram-
vegis. Svo má finna kertastjaka
og koma þeim á hillur og borð
auk þess sem bækur eru mjög
heimilislegar.
svanhvit@bladid. net
Gluggaþvottur er
hluti af viðhaldi eignar
Margir líta á þrif á gluggum sem
leiðindaverk sem má alveg sleppa
enda er þetta nú bara smá drulla.
Staðreyndin er sú að með því
að þrífa glugga reglulega er líka
verið að viðhalda húsinu enda
minnka þrifin líkur á að skipta
þurfi um gler snemma. Baldur
Sigurðsson hjá Vönum mönnum
ehf., eða Glugga-Baldur eins og
hann er kallaður, leggur mikla
áherslu á að nauðsynlegt sé að
þrífa glugga reglulega, svo ekki
sé minnst á álklæðningar sem
eyðileggjast fljótt séu þær ekki
þrifnar.
Þrátt fyrir að gluggaþvottur sé mjög
mikilvægur fyrir viðhald eignar
segir Baldur að það sé ekki mjög
stór markaður fyrir gluggaþvott á
íslandi. „Það er einhvern veginn
þannig að menn vilja ekki láta þvo
gluggana því það þarf að þvo þá svo
fljótt aftur. Margir vilja því frekar
hafa gluggana drulluga eða þrífa
99........................
Salt virkar þannig að
þegarþað þornar þá
verður það að litlum
kristölium. Þetta er
fullt aflitlum stækkun-
arglerjum og þegar sól
skín í gegnum stækk-
unargler þá myndast
brennipunktur og það
koma því göt í álið.
Staðreyndin er sú aö meö því að þrífa
glugga reglulega er líka verið að viðhalda
gluggunum enda minnka þrifin líkur á að
sklpta þurfi um gler snemma.
þá sjálfir því það sér fram á mikinn
kostnað. Það eru einna helst stofn-
anir og fyrirtæki sem láta þrífa glugg-
ana reglulega. Einnig er algengt að
húsfélög láti þrífa fjölbýlishúsin. Ein-
staklingar láta frekar þrífa gluggana
við hátíðlegri tækifæri eins og ferm-
ingar eða þess háttar en auðvitað
er til fólk sem hringir reglulega til
að láta þrífa hjá sér. En það er ekki
mikið um það.“
Þrífa glugga þrisvar á ári
Baldur segir að oft verði meira úr
verkinu heldur en bara gluggaþrif.
„Ég þríf glugga að innan og utan
og miklu meira en það því þessu
fylgja náttúrlega miklu meiri þrif.
Til dæmis þegar verktakar eru að
byggja þá förum við inn og þrífum
aílt. Þetta vindur alltaf upp á sig. Ég
er mjög sveigjanlegur að taka annað
en giuggaþvott að mér og hef aldrei
hafnað verki,“ segir Baldur og hlær.
„Ég myndi segja að það þyrfti að þrífa
glugga þrisvar á ári, ef þeir eiga að
vera þokkalega hreinir megnið af ár-
inu. Þá er miðað við apríl, ágúst og
nóvember."
Kasta krónu en spara aurinn
Baldur leggur áherslu á að glugga-
þvottur sé hluti af viðhaldi hús-
eignar. „Það kemur vitanlega kísill
og steinefni á glerið og ef gluggarnir
eru þrifnir reglulega þá kemur
minna af kísil og glerið endist
lengur. En þeir sem þrífa ekki geta
lent í því að þurfa að skipta um gler
eftir einhvern tíma og það er miklu
dýrara en að þrífa annars lagið. Þeir
hafa því kastað krónunni en sparað
aurinn. Til að mynda er mjög nauð-
synlegt að þrífa álklæðningar á húsi
á hverju vori en við gerum það líka.
Salt virkar þannig að þegar það
þornar þá verður það að litlum krist-
öllum. Þetta er fullt af litlum stækk-
unarglerjum og þegar sól skín í
gegnum stækkunargler þá myndast
brennipunktur og það koma því göt
í álið. Það þarf að skola álhúsin en
ef það er ekki gert getur kostað tugi
milljóna að skipta um ál. Þrifnaður
hefur því mikið að segja.“
svanhvit@bladid. net