blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 20

blaðið - 22.02.2006, Blaðsíða 20
24 I MEWWIWG MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö Tímarit helgað H.C. Andersen Út er komið níunda hefti af Jóni á Bægisá, sem er tímarit þýðenda og birtir þýðingar á er lendum bókmenntum og efni um þýðinga- fræði, þýðingastarfið og gildi þýðinga fyrir íslenska menningu. í ritnefnd sitja Franz Gíslason, Gauti Krist- mannsson, Guðrún Dís Jónatansdóttir og Sig- urður A. Magnússon. Einkunnarorð þessa tölublaðs - „Til þess þarf skrokk!" - eru tekin úr einu ævintýra H.C. And- ersens, „Stökkgellurnar". Þetta ævintýri er á meðal fleiri þýð- inga, gamalla og nýrra, á verkum ævintýraskáldsins í heftinu, en Jón á Bægisá er að mestu helgað H.C. Andersen að þessu sinni. Hér eru birtar í fyrsta sinn þýð- ingar skólapilta á 19. öld á þremur ævintýrum Andersens og einnig Tímaritið Jón á Bægisá er að mestu helgað ævintýraskáldinu vinsæla H.C. Andersen. Stórsveit Reykjavíkur undir stjórn Bob Mintzer Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsi Reykjavíkur í kvöld, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 20. Að þessu sinni stýrir Bandaríkjamaðurinn Bob Mintzer sveitinni og kemur einnig fram sem einleikari á tenór saxófón. Öll tónlistin sem flutt verður er eftir Mintzer; nýlegar tónsmíðar af síðustu geisladiskum hans. Bob Mintzer er ein skærasta stjarna stórsveitaheimsins í dag og er koma hans hingað stærsta verk- efni sem Stórsveit Reykjavíkur hefur ráðist í upp á eigin spýtur. Mintzer hefur leitt eigin stórsveit í New York í tæpa þrjá áratugi og gefið út 12 geisladiska með henni. Hann hefur einnig verið meðlimur í hinni þekktu „fusion" hljómsveit Yellow Jackets undanfarin 15 ár og leikið með henni um allan heim. Mintzer lék á árum áður með stórsveit Buddy Rich um langt árabil, auk þess að út- setja og semja fyrir hann og ýmsa Stórsveit Reykjavíkur heldur tónleika í Ráðhúsinu i kvöld ásamt stórstjörnunni Bob Mintzer. aðra, svo sem Thad Jones, Mel Le- wis, Art Blakey, Jaco Pastorius, Tito Puente, Eddie Palmieri og fleiri. Bob Mintzer hefur hlotið Grammy verðlaun og verið tilnefndur 14 sinnum. Útsetningar og tónsmíðar Mintzers eru leiknar af stórsveitum nýjar ljóðaþýðingar Franz Gísla- sonar ásamt þremur nýjum ævin- týraþýðingum Sigurðar A. Magnússonar. Fyrir utan sjálfar þýð- ingarnar eru í heftinu greinar eftir ýmsa höf- unda. Landi skáldsins, Ernst Philipson, segir frá því hvernig And- ersen beið hvert skip- brotið á fætur öðru en braust áfram af fá- dæma þrautseigju og hafði sigur að lokum. í annarri grein segir Philipson frá konunum í lífi H.C. Ander- sens, en um skáldið hefur hann eftir Clöru Schumann: „Hann er ljótasti maður sem til er í heiminum.“ Hildur Halldórsdóttir ber saman texta eftir Jónas Hallgrímsson og H.C. Andersen, sem voru samtíða í Kaupmannahöfn en „Daninn Jifði vel og lengi og varð gamall maður en íslendingurinn lifði hratt og dó ungur“. 1 grein sinni „Svona eða hinsegin H.C Andersen?" fjallar Jón- ína Óskarsdóttir um hvernig Islend- ingar nálgast þýðingar á ævintýrum skáldsins á mismunandi hátt. Jóhanna Þráinsdóttir fjallar á gam- ansaman hátt um afstöðu genginna jýðenda til iðju sinnar. Jóhanna átti játt í tilurð Jóns á Bægisá, en hún ést langt fyrir aldur fram, 27. nóv- ember 2005. Vilborg Sigurðardóttir minnist hennar í þessu tölublaði. 109 SU DOKU talnaþrautir um allan heim og gefnar út af Ken- dor útgáfunni. Þess má geta að Stór- sveit Reykjavíkur hlaut íslensku tónlistarverðlaunin nú nýverið sem jazzflytjandi ársins 2005. Aðgangur að tónleikunum er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Lausn siðustu gátu 9 3 6 8 4 2 7 5 1 4 5 8 9 1 7 3 6 2 7 2 1 5 6 3 9 4 8 6 4 9 2 3 1 8 7 5 3 8 7 6 5 4 1 2 9 5 1 2 7 9 8 4 3 6 2 7 3 1 8 6 5 9 4 1 9 4 3 2 5 6 8 7 8 6 5 4 7 9 2 1 3 Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1 -9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 7 4 8 3 6 8 2 6 9 4 5 7 8 9 4 1 6 5 8 2 3 5 1 7 7 4 9 1 2 Smáauglýsingar Smáauglýsingavefur Blaðsins er bladid.net Smáauglýsingasiminn er 510.3737 e-mail : smaauglysingar@vbl.is 795 kr. stykkið ÝMISLEGT SNYRTISTOFAN Hamraborg 10 • Kópavogi • sími 554-4414 Tryggvagata 28 • Reykjavík • sími 552-5005 www.snyrtistofa.is S hcu'Cg-i 'Lp cu'icui'iikelð ■ y. 553-1800 ír Opítv V Lixnubt&fU' /\ ý cuht&ðugjaldKi: 1000 v ■,} sjd ndvuxr d /j www.fryndíU'stojdnUy edcv i síma/ 5 53 -1800 K u-íí neifu.u'íp ircdh ctUt Lnvúfallð lu: 2500,- VINIMUVÉLANÁMSKEIÐ NÁMSKEIÐ VIKULEGA Bílageymsla, FIRÐI Hafnarfirði Pöntunarsími: 555 3766 Startarar Altonatorar fyrir Fólksbfla Vörubila og vlnnuvélar cínnig aðrir varahtutir Rauðagerði 64 s.553 1244 BILÞRIF ÞUOTTUR • BÖIl • DjÚPHREfflSUH Látti um Bán, ti ilniihúaun og fagleg winnubrogð BÍIÞjRIJF

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.