blaðið - 22.02.2006, Side 22
26 I KVIKMYWDIR
MIÐVIKUDAGUR 22. FEBRÚAR 2006 blaöiö
/ / /"
I BIO
ÁLfABAKKA r&saa.
%.
CASANOVA KL 3:45-5:45-8-10:20
CASANOVA VIP 10.5:45-8-10:20
smfinn^Bíó
UNDERWORLD
kl. 5.45,8 og 10.20 B.L 16 Ara
ZATHURA m/istensku tafi
kl. 3.40 og 5.50 auoÁRA
ZATHURA m/ensku taii
I 'ol
‘•ÚO
tyBingar
kl. 5.45 og 8 bi.ioAra
WALKTHE UNE
kl. 5,8 og 10.45 B.1.12ARA
WALKTHE UNEÍLÚXUS
kl. 5,8og10.45BJ. 12ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE
kl. 3.40,8 og 10.10
BROKEBACK MOUNTAIN
kl. 10.15 b.i. 12 Ara
CHEAPER BYTED0ZEN2
kl. 3.45
REGÍIBOGinn
TRANSAMERICA
kl. 5.45,8 og 10.15 aL 16ÁRA
MRS. HENDERSON
kl. 5.45,8 og 10.15
WAU( THE UNE
kl.6og9 b.i. 12ÁRA
BROKEBACK MOUNTAIN
kl. 6og9 B112ÁRA
FINAL DESTINATION 3
Kl. 6,8og10RI.16ÁRA
GOOD NIGHT, AND GOOD LUCK
k1.6,8og10
ZATHURA m/ístensku taU
kl. 6B.I10ÁRA
FUN WITH DICK AND JANE
W.8
MEMOIRS OF GEISHA
W.10
hiurífi"rli/n\
UNDERWORLD
W.8og 10B.L16ÁRA
ZATHURA
W.6 B.I.10ÁRA
FINAL DESTINATION
W. 8og 10B116ÁRA
WALKTHEUNE
W. 5.40B112ÁRA
Spennandi plötur á árinu
Árið 2006 stefnir í að verða gjöfult í tónlistarútgáfu. Fyrir utan alla nýju tónlistarmenn-
ina sem við vitum ekki um og eiga eftir að koma okkur í opna skjöldu, eins og til dœmis
Wolf Parade gerði ífyrra, munu gamlir meistarar skjóta upp kollinum með nýjar plötur.
Blaðið leit áfimm væntanlegar plötur sem spennandi verður að heyra á árinu.
Tríóið Yeah Yeah Yeahs frá New
York gefur út plötuna Show Your
Bones þann 28. mars næstkomandi.
Sveitin lofar rafmagnaðri plötu og
segja á heimasíðu sinni að Show
Your Bones sé það sem gerist þegar
maður stingur putta í innstungu -
hvað sem það þýðir.
Hljómsveitin var hluti af „New
York bylgjunni“ sem tröllreið tónlist-
arbransanum fyrir nokkrum árum
þegar sveitir á borð við Interpol
og The Strokes stigu fram á sjónar-
sviðið. Forvitnilegt verður að heyra
hvort þau nái að standast væntingar
sem eru orðnar ansi háar þar sem
þrjú ár eru liðin frá þeirra fyrstu
breiðskifu, Fever to Tell.
Morrissey samkvæmur sjálfur sér
Breski tónlistarmaðurinn Morrissey,
sem söng með The Smiths um árið,
gefur út plötuna Ringleader of the
Tormentors þann 3. april í ár. Platan
fylgir eftir hinni frábæru You Are
The Quarry sem kom út árið 2004 og
hlaut mikið lof gagnrýnenda. Mor-
rissey hefur lofað þéttari og rokkað-
ari plötu í þetta skiptið en sú síðasta
þótti poppuð og frekar ljúf.
Morrissey verður samkvæmur
sjálfum sér á Ringleader of the Tor-
mentors og syngur um ástina og
dauðann á sinn angurværa hátt.
Platan var tekin upp í Róm og visar
hann í borgina í nokkrum lögum á
plötunni og fékk meira að segja með
sér ítalskan barnakór í fjölmörg lög.
Undirritaður hefur aldrei misst
sig yfir hljómsveitinni Metallica. 1
þessari grein er þó meiningin að
benda á spennandi plötur á árinu
sem nýja plata taugaveikluðu þunga-
rokkaranna einmitt er. Hljómsveitin
hefur fengið í lið með sér upptöku-
stjórann Rick Rubin sem tók upp
Morrissey
tímamótaplötur á borð við Reign in
Blood með Slayer, Blood Sugar Sex
Magik með Red Hot Chili Peppers
og fyrstu plötu System of a Down
sem var samnefnd hljómsveitinni.
Ekki er komið nafn á plötuna en
ljóst er að ef hún verður eins slök
og seinni hluti ferils Metallica er
sveitin gjörsamlega búin að vera og
ætti að henda í „Best-of“ plötu og
lokatónleikaferðalag á stundinni.
ísland líka með
Hljómsveitin Reykjavík! hefur unnið
hörðum höndum að sinni fyrstu
breiðskífu undanfarin misseri og
ætti platan að koma út einhvern tím-
ann á næstu mánuðum.
Sveitin er þekktust fyrir villta
sviðsframkomu sem endar yfirleitt
með blóðugu einvígi Bóasar, söngv-
ara, og Hauks, gítarleikara. Einvígið
endar yfirleitt með sigri Hauks enda
hann vopnaður gítar.
Sveitin sendi frá sér lagið 7 9 13
fyrir nokkrum mánuðum og lagið
gefur góð fyrirheit fyrir komandi
plötu sem ekki hefur hlotið nafn.
Okkar Arctic Monkeys
Það er ekki hægt að leggja í upptaln-
ingu eins og þessa og sleppa því að
tala um spútnik hljómsveit landsins.
Strákarnir í Jakobínarína ætla að
senda frá sér sína fyrstu breiðskífu í
sumar samkvæmt heimildum Blaðs-
ins en sjaldan hefur fyrstu plötu
íslenskrar hljómsveitar verið beðið
með jafn mikilli eftirvæntingu.
Þeir eru okkar Arctic Monkeys,
eini munurinn er að Jakobínarína
eru ekta. Tónleikar með sveitinni
eru alltaf skemmtileg upplifun og
er skoðun undirritaðs að Sigurður
trommari sveitarinnar ætti að
vera í forgrunni við hlið Gunnars
söngvara.
Þetta eru aðeins fimm af ótrúlega
mörgum spennandi plötum sem
koma út á árinu. Hljómsveitirnar
Tool, Slayer, Muse og Keane hafa
einnig lofað plötu. Þá gefur Placebo
út plötuna Meds í mars og gamli
karlinn Ian Brown, Ástralarnir í
The Vines og ofurgrúppan Audio-
slave láta ekki sitt eftir liggja Hkt
og íslensku sveitirnar Mammút og
Mínus sem báðar vinna nú hörðum
höndum í hljóðveri.
Jakobfnarína
BlaM/Frikki
atli@bladid.net
Depecheá
Thorvaldsen
I tilefni 25 ára afmælis fyrstu
breiðskífu Depeche Mode
verður haldin hátíð tileinkuð
hljómsveitinni í Bertelsstofu
á Thorvaldsen bar í kvöld
klukkan 21.00-01.00. Sýnt
verður frá tónleikum sveitar-
innar á risaskjá og aðdáendum
sveitarinnar gefst tækifæri á
að hittast og spjalla. Tilboð
verða á barnum og frítt inn.
Bond á
nýjum bil
Besti leyniþjónustumaður heims,
James Bond 007, mun aka um á
nýrri gerð Aston Martin í næstu
mynd sinni, Casino Royale.
ÖÚum smáatriðum um nýja
bílinn er haldið leyndum en þó
hefiir fengist staðfest að hann
mun heita Aston Martin DBS.
Hinn sígildi Aston Martin DB5
mun einnig sjást i Bond mynd
í fyrsta skipti i langan tíma.
Dallas til
Flórída
Fyrirhuguð kvikmynd eftir
hinni lífsseigu sápuóperu Dallas
verður hugsanlega kvikmynduð
í Flórída, ráðamönnum í Texas
til mikillar gremju en þar gerast
þættirnir. John Travolta, Brad
Pitt, Matthew McConaughey og
Catherine Zeta-Jones eru meðal
þeirra sem orðuð hafa verið við
hlutverk í stórmyndinni um
Ewing-fjölskylduna. Ástæðan
fyrir því að Flórída er ofar á
óskalista framleiðendanna
er fjárhagsleg, það er ódýrara
að mynda þar en í Texas.
SÆKTU LAGIÐ!
Suds and Soda með dEUS
Þótt þú kannist ekkert við dEUS þá þekkir þú þetta lag. Stórgott og sígilt rokklag, kröft-
ugt og melódískt í senn. Fullkomin leið til að búa sig undir tónleika sveitarinnar í apríl.
Blaólð treystir þvíaó lesendur sínir kunni íkil ó lögum um höfundarrétt.
Sýnt á NASA viö Austurvöll
Föstudagur 24. febrúar- Úrté sæti laus
Laugardagur 25. febrúar - Örfá sæti laus
Föstudagur 3. mars - Örfá sæú laus
Föstudagur 10. mars- Laussæti
Föstudagur 17. mars- i.aussæti
Miðasala í sfma 575 1550,
verslunum Skífunnar og www.midi.is
Rokk-Belgar á Nasa
Belgíska rokksveitin dEUS heldur
tónleika í Reykjavík þann 6. apríl
næstkomandi á Nasa við Austurvöll.
Tónleikarnir eru liður í tónleikaferð
sveitarinnar sem farin er kjölfarið á
útgáfu fjórðu breiðskífu dEUS, Poc-
ket Revolution og er það Hr. Örlygur
sem stendur fyrir tónleikunum. For-
sala aðgöngumiða hefst á morgun
og er verðið 2.500 krónur auk 200
króna miðagjalds. Miðasala fer fram
í verslunum Skífunnar og á midi.is.
Frumkvöðlar
dEUS var stofnuð í Antwerpen í
Belgíu árið 1991. Eftir að hafa gefið
út nokkrar smáskífur og EP plötur
í heimalandi sínu fékk dEUS samn-
ing hjá Island Records - og varð þar
með fyrsta belgiska indi bandið til
að fá samning hjá alþjóðlegri plötu-
útgáfu. Fyrsta smáskífulag sveitar-
innar hjá Island, Suds and Soda, fór
sem hvirfilbylur um útvarpsstöðvar
Evrópu og háskólastöðvar vestan-
hafs. Ferskur jazz/þjóðlagaskotinn
pönk-popp hljómur sveitarinnar
vakti þegar athygli og gagnrýn-
endur kepptust við að lofa fyrstu
breiðskífu sveitarinnar, Worst Case
Scenario, sem fylgdi í kjölfarið á vin-
sældum lagsins.
Vasabyltingin
í lok síðasta árs snéri þessi frumlega
sveit aftur með miklum látum og
breiðskífunni Pocket Revolution.
Fyrsta smáskífulag plötunnar, 7
Days, 7 Weeks, náði þegar miklum
vinsældum á rokkstöðvum í Evrópu
og Bandaríkjunum og komst m.a.
hátt á vinsældarlistum hérlendis.
Næsta smáskífa, What We Talk
About (When We Talk About Love),
er væntanleg 6. mars.
Hvaðerað gerast?
Blaðið vill endilega fjalla um atburði
Ifðandi stundar. Sendu okkur llnu á
gerast@bladid.net.