blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 2
2 I INNLENDAR FRÉTTIR
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðiö
blaðid==
Bæjarlind 14-16,201 Kópavogur
Sími: 510 3700 • www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@ bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Góð afkoma hjá
íslandspósti
Rekstrarhagnaður Islandspósts á
síðasta ári nam um 237 milljónum
króna eftir skatta samkvæmt
ársuppgjöri félagsins sem birt var
í gær. Heildartekjur íslandspósts á
síðasta ári námu tæpum 5 millj-
örðum króna og jukust um 400
milljónir á milli ára. Þá var eigið
fé í árslok um 2,3 milljarður.
Afkoma félagsins er nokkuð
framar þeim væntingum sem
gerðar höfðu verið og skýrist góð
rekstrarafkoma einkum af hagnaði
af reglulegri starfsemi. Þá hefur
fjárhagsleg staða félagsins batnað til
mikilla muna á undanförnum árum
og greiddi félagið um 250 milljón
króna arð til ríkissjóðs á síðasta ári.
Bakarar
mótmæla
Hækkun á raforkuverði mun
óhjákvæmilega skila sér í hærra mat-
vöruverði að mati Landssambands
bakarameistara (LB).Á aðalfundi
sambandsins i gær mótmæltu
bakarar harðlega þeirri miklu
hækkun sem hefur orðið á raforku-
verði til bakaría frá því ný orkulög
tóku gildi um síðustu áramót.
I yfirlýsingu sem LB sendi frá
sér í gær kemur fram að eftir að
ný raforkulög tóku gildi hefur
rafmagnsverð til bakaría hækkað
um allt að 50%. Að mati bakara-
meistara er óhjákvæmilegt að þessi
hækkun skili sér í hærra vöruverði
sem er í fullu ósamræmi við vilja
stjórnvalda til að lækka matarverð.
Hvetja þeir orkusala til að koma
til móts við óskir bakara um að
leita leiða til að lækka orkuverð.
A
„Neikvæðar skýrslur geta
haft slæm langtímaáhrif'
/ nýútkominni skýrslu alþjóðlegs verðbréfafyrirtœkis eru íslenskir bankar taldir vera við-
kvœmir fyrir áföllum áfjármálamörkuðum. Gengi krónunnar féll um tœp 4% ígœr.
Stöðugt fleiri neikvæðar skýrslur um
íslenskt hagkerfi geta haft slæm áhrif
til langs tíma, að mati Tryggva Þórs
Herbertssonar, prófessors í hagfræði.
í nýrri skýrslu greiningardeildar
alþjóðlega verðbréfafyrirtækisins
Merrill Lynch segir að íslenskir
bankar taki of mikla áhættu í fjár-
festingum sínum. Orvalsvísitalan
féll um rúm 3% í gær í kjölfar skýrsl-
unnar og þá veiktist krónan um tæp
4%.
Hlutabréf féllu
Skýrsla greiningardeildar Merrill
Lynch um islensku viðskiptabank-
ana var birt á þriðjudag en fyrirtækið
er eitt stærsta verðbréfafyrirtæki
heims. Að mati skýrsluhöfunda
ríkir óvissa um það hvort íslenskt
hagkerfi muni lenda mjúklega þegar
þenslutímabilinu lýkur. Þá efast þeir
um getu íslenskra banka til að standa
af sér áföll m.a. vegna þess hversu
Tryggvi Þór
Herbertsson.
mikið af skuldum
þeirra séu í formi
skammtímalána.
I skýrslunni eru
íslenskir bankar
taldir taka of
mikla áhættuífjár-
festingum sínum
og séu að því leyti
líkari bönkum í ný-
markaðslöndum
heldur en bönkum í Evrópu sem
einkennast af meiri stöðugleika og
minni áhættu.
Þá telja skýrsluhöfundar að eigna-
tengsl íslensku bankanna og stærri
fyrirtækja á Islandi sé áhyggjuefni og
veiki stoðir fjármálamarkaðarins til
lengri tíma.
Viðbrögð við skýrslu Lynch létu
ekki bíða eftir sér í Kauphöllinni
gær en fyrir hádegi hafði úrvalsvísi-
talan fallið um rúm 2%. Hlutbréf í
viðskiptabönkunum féllu töluvert og
hafði krónan veikst um tæp 4% við
lokun markaðar í gær.
Fyrir rétt rúmum þremur vikum
breytti alþjóðlega matsfýrirtækið
Fitch Ratings horfum varðandi láns-
hæfismat ríkissjóðs og er því skýrsla
Lynch önnur neikvæða umsögnin
um íslenskt hagkerfi og fjármála-
markað á afar stuttum tíma.
Ekki sanngjarn samanburður
Tryggvi Þór Herbertsson, prófessor
í hagfræði við Háskóla íslands, telur
að skýrsla Lynch muni ekki hafa
skoðanamyndandi áhrif á íslenskan
fjármálamarkað en segir að stöðugt
fleiri neikvæðar umsagnir geti haft
langtímaáhrif. „Ég held að lang-
tímaáhrif vegna skýrslu Lynch verði
engin. Hitt er aftur á móti annað mál
að stöðugt fleiri neikvæðar umsagnir
um íslenska fjármálamarkað getur
haft slæm áhrif til langs tíma.“
Þá segir Tryggvi ekki sanngjarnt
að bera saman íslenska og evrópska
viðskiptabanka. Hér á landi séu við-
skiptabankar einnig í mikilli fjár-
festingastarfsemi sem tíðkast ekki
erlendis og það þýði oftast meiri
áhættu. „Það er oft verið að bera ís-
lensku bankana saman við eitthvað
sem er ekki sanngjarnt að bera þá
saman við. íslenskir bankar búa við
mjög góða áhættustýringu. Eigið fé
þeirra er mikið og þeir geta tekið á
sig þó nokkuð mikil áföll.“
Að mati Tryggva eru eignatengsl
á íslenskum markaði ekki það mikil
að þau veiki hann né skapi hættu á
allherjar hruni. Bendir hann á rann-
sókn sem Landsbankinn stóð að
vegna krosseignatengsla á fjármála-
markaði. „Kenningin er sú að stórt
fall á hlutabréfamarkaði reki sig i
gegnum kerfið og að lokum verði
fallið miklu meira. En samkvæmt
þessu líkani sem Landsbankinn lét
gera yrði það alls ekki mikið.“
íp ti n n n n k~í S
s' n ,13 • ** f
Mótmæltu styttingu náms til stúdentsprófs
Nokkur hundruð framhaldsskólanemar komu saman á Austurvelli í gærmorgun til að
mótmæla fyrirhugaðri styttingu náms til stúdentsprófs. Sögðu fulltrúar nemenda að fyr-
irhuguð stytting væri „hræðileg aðför að menntakerfinu á fslandi". Það var Hagsmuna-
ráð íslenskra framhaldsskólanema sem stóð fyrir mótmælunum. Báru nemendur skilti
með slagorðum þar sem breytingunni var mótmælt og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
menntamálaráðherra var hvött til að falla frá áformum sfnum.
Amnipníak
lak úf Pétri
Jóns^ni
Flytja þurfti tuttugu manns á
spítala þegar ammoníakleka
varð vart um borð í íslenska
rækjuveiðiskipinu Pétri Jónssyni
þar sem það lá við bryggju
í St.Johns á Nýfundnalandi.
Frá þessu er greint i dagblað-
inu „The Telegram“ en atvikið
átti sér stað á þriðjudag.
I frétt blaðsins segir, að
nokkrir hafnarverkamenn
sem staddir voru um borð
í skipinu hafi fallið í yfirlið
og þurfti að flytja tuttugu
manns á spítala þar sem þeim
var veitt viðeigandi meðferð.
Nítján þeirra var leyff að fara
heim að rannsókn lokinni, en
einn þurfti að dveljast áfram
á spítalanum. Hann mun þó
ekki hafa verið í lífshættu.
Einn viðmælandi blaðsins
sagðist aldrei hafa orðið vitni
að öðru eins á sinum þrjátíu
ára ferli í hafnarvinnu. Ekki
kemur fram í frétt blaðsins
hvort einhverjir fslendingar
hafi verið á meðal þeirra
sem kenndu sér meins.
Allar Teknos vörur eru framleiddar skv. IS0 9001 gæðastaðli
^TEKNOS
mmxm
Innimálning Gljástig 3,7,20
y'' Verð frá kr. 298 pr.ltr.
y/ Gæða málning á frábæru verði
/ Útimálning
/ Viðarvörn
•/ Lakkmálning
/ Þakmálning
Gólfmálning
Gluggamálning
“ÍSLANDS MÁLNING
Sætúni 4/Sími 5171500
(3 Heiðskírt (3 Léttskýjaö ^ Skýjað £ Alskýjað ✓ ^ Rigning, lltilsháttar ✓ // Rigning 9 9 Súld ^ Snjókoma
* •
Slydda ^7 Snjóél
Skúr
Amsterdam
Barcelona
Berlín
Chicago
Frankfurt
Hamborg
Helsinki
Kaupmannahöfn
London
Madrid
Mallorka
Montreal
New York
Orlando
Osló
París
Stokkhólmur
Þórshöfn
Vín
Algarve
Dublin
Glasgow
06
16
02
13
07
0
-08
0
09
15
16
-05
04
12
-05
10
-06
06
02
14
08
07
"©
*
4°
✓ /
*
^2°
*©
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt ó upplýsingum frá Veðurstofu íslands
*
•V
Á morgun
*í