blaðið - 09.03.2006, Síða 10

blaðið - 09.03.2006, Síða 10
10 I ERLENDAR FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 MaAÍð Berlusconi veitir fátækum heilræði Silvio Berlusconi, forsaetisráð- herra Ítalíu hefur komið auga á lausn fátækra ítala: vinna meira og og afla meiri tekna. Forsætisráðherrann var spurður að því í sjónvarpsviðtali í vikunni hvort að ríkisstjórn hans hygðist koma til móts við þá ítali sem eru með minna en íoo þúsund krónur á mánuði í tekjur. Ekki stóð á svari Berlusconis, sem er ríkasti maður Italíu, en hann sagði að svar ríkis- stjórnarinnar væri að hvetja hina fá- tæku til þess að leggja harðar að sér í lífsbaráttunni. 1 framhaldi af því lýsti Berlusconi því hvernig hann hefði efnast með því að taka að sér öll þau störf sem buðust og hvatti aðra að fara að fordæmi sínu. Þingkosningar verða á Ítalíu í apríl. Vinsældir forsætisráðherrans eru á niðurleið og er það meðal ann- ars rakið til efnahagssamdráttar í landinu. Skoðanakannanir sýna að bandalag miðju- og vinstri flokka undir forystu Romano Prodi muni sigra í kosningunum. Finnar aldrei óánægðari en nú með ESB-aðild MBL.IS | Finnar hafa aldrei verið eins ósáttir og nú með aðild sína að Evrópusambandinu, ef marka má nýja skoðanakönnun. Finnar gengu í sambandið árið 1995 en nú vill einn af hverjum fjórum Finnum segja sig úr því. 1.200 voru spurðir um afstöðu þeirra til ESB á tímabil- inu 29. nóvember til 25. janúar. 31% sagði afstöðuna neikvæða en fyrir ári voru 23% óánægð. Niðurstöður nýjustu könnunar- innar leiða í Ijós, að 70% Finna eru ósáttir við fjárframlög landsins til ESB og finnst þau of há miðað við hvað landið fær á móti. Álíka mörgum finnst Finnar ekki nógu at- kvæðamiklir í sambandinu. Fannst nánast öllum þátttakendum stærstu ríkin ráða of miklu og að eiginhags- munastefna aðildarríkjanna réði ferð og lítið færi fyrir lýðræðinu. Þá sögðu 44% að þeir hefðu orðið fyrir vonbrigðum með evruna og kenna upptöku hennar árið 2002 um verðhækkanir í landinu, en 39% sögðust ánægðir með gjaldmiðils- skiptin. Finnar taka við formennsku íESB þanm.júli nk. Fundir og ráðstefnur á Hótel Örk Nýtið daginn vel, í ró og næði! 7 funda- og ráðstefnusalir Einungis 45 km frá miðbæ Reykjavíkur Tveir nýjir fundarsalir, Stjórnargerði og Ráðagerði, voru teknir í notkun 1. október 2005 Þráðlaust netsamband og fullkominn tækjabúnaður í öllum fundasölum Úrvals veitingaþjónusta Sundlaug, jarðgufubað og 2 heitir pottar Leitið tilboða í síma 4834700 eða meetings@hotel-ork.is Hótel Örk * www.hotel-ork.is * info@hotel-ork.is Viðbúnaður á Indlandi aukinn í kjölfar árásar jl . dStHffök^T a* »•31} Reuters Indverskir öryggissveitar rannsaka farangur í Srinagar í gær, miðvikudag. Aukinn viðbúnaður er við helgistaði hindúa Indverskar öryggissveitir voru ræstar út í gær, miðvikudag, til þess að gæta helstu helgistaða hindúa á Indlandi í kjölfar þess að á þriðja tug manna féllu í þremur sprengju- árásum í hinni helgu borg, Varan- asi, á þriðjudag. Mikill viðbúnaður er í landinu og hefur vegatálmum og eftirlitsstöðvum verið komið fyrir víðsvegar um indverska hluta Kasmír-héraðsins. Indverjar hafa gegnum tíðina sakað íslamska að- skilnaðarsinna í Kasmír um árásir á helgistaði hindúa i landinu. Árásirnar voru gerðar við upp- haf einnar helgustu hátíðar hindúa og skotmörkin voru fjölsótt hof og járnbrautarstöð borgarinnar. Sextíu manns liggja særðir á sjúkrahúsi borgarinnar, þar af 35 alvarlega. Manmohan Siungh, forsætisráð- herra Indlands, hefur ásamt leið- togum fjölda trúarhópa hvatt lands- menn að sýna stillingu og ekki leita hefnda. fslamskir aðskilnaðar- sinnargrunaðir Þrátt fyrir að engin hryðjuverkasam- tök hafi lýst tilræðinu á hendur sér liggja íslamskir aðskilnaðarsinnar í Kasmír undir grun. Indverska lög- reglan lýsti því yfir í gær að hún hefði fellt tvo meinta hryðjuverka- menn sem eru grunaðir um tengsl við hryðjuverkasamtökin Lahker-e- Taiba sem berjast gegn indverskum yfirráðum í Kasmír. Annar mað- urinn, sem var felldur í borginni Lucknow, er samkvæmt fréttastofu breska ríkisútvarpsins talinn viðr- iðinn hryðjuverkaárás í Nýju-Dehlí í október, en þar létust 60 menn og 210 særðust. Mikil spenna er á Indlandi vegna árásanna og er talin hætta á að spenna magnist upp á milli hindúa og múslima í kjölfar árásanna. Sann- ist það að hryðjuverkin séu runnin undan rifjum aðskilnaðarsinna í Kasmír er það talið geta leitt til versn- andi samskipta á milli Indlands og Pakistans en indversk stjórnvöld hafa gegnum tíðina gagnrýnt Pakist- ani fyrir að hafa ekki fullnægjandi eftirlit með ferðum hryðjuverka- manna yfir landamæri ríkjanna. Smáauglýsingar 510-3737 Auglýsingadeild 510-3744 2 1 v # V Gleraugnaverslun Reykavíkurvegur 22 220 Hafnarfirði 565-5970 Líklega hlýlegasta gleraugnaverslunin norðan Alpafjalla Þar sem gæðagleraugu kosta minna w w w . s j o n a r h o l / . i s blaðiðu

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.