blaðið - 09.03.2006, Page 12
12 I ERLENDAR FRÉTTXR
FIMMTUDAGUR 2. MARS 2006 blaðiö
Fjöldamótmæli i Súdan vegna
viðræðna um ástandið í Darfur
Reuters
Mótmælendur f Karthoum, höfuðborg Súdans, brenna bandaríska fánann. Súdönsk
stjórnvöld óttast að Sameinuðu þjóðirnar sendi friðargæslusveitir til Darfur-héraðs.
að á aðra milljón manna hafa þurft
að yfirgefa heimili sín og búa við
þröngan kost í flóttamannabúðum.
Mannréttindasamtök og alþjóðlegar
hjálparstofnanir hafa gagnrýnt
alþjóðasamfélagið fyrir að setja kí-
kinn fyrir blinda augað þegar kemur
að ástandinu í héraðinu.
Fundurinn í Khartoum þykir
benda til aukins vilja meðal áhrifa-
mikilla ríkja til að grípa inn í
ástandið.
<millifs>Hóta úrsögn úr
Afríkubandalaginu
Súdönsk stjórnvöld eru á móti
því að Sameinuðu þjóðirnar taki
við friðargæslu í Darfur og hafa
hótað að segja sig úr Afrikubanda-
laginu verði raunin sú. Þrátt fyrir
frumkvæði Evrópusambandsins er
ekki tryggt að samstaða náist innan
öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
um að senda friðargæslulið til Dar-
fur. Kínverjar, sem flytja mikið af
olíu inn frá Súdan, hafa lýst sig mót-
fallna inngripum Sameinuðu þjóð-
anna í héraðinu.
mbl.is | Þrír drengir, 6, 9 og 10 ára
gamlir, brunnu inni þegar eldur
kviknaði í húsi við Ravnsoyargotu
í Þórshöfn á þriðjudagskvöld. Tveir
yngri drengirnir voru bræður en
sá þriðji var gestkom- _____
andi í húsinu.
Þeir létust
allir af
völdum reykeitrunar, að sögn fær-
eyska útvarpsins.
Von er á sérfræðingum frá Dan-
mörku til að rannsaka upptök elds-
ins, sem kviknaði í eldhúsi. Haft
er eftir lögreglu, að ekki sé
grunur um að kveikt
^ hafi verið í af
•teík. ásettu ráði.
Y^h/////<?/
EMR 429AM
18719"
Ý^-í/////í<?/
EMR310C
17"/l8"
\ //-^////'/fc’/'
)348BM
/ i8"
Hiólbarðahöllin Gúmmívinnustofan
Fellsmúla 24-108 Reykjavík Réttarhálsi 2 110 Reykjavík
530 5700 587 5588
www.hollin.iswww.gvs.is
Þúsundir mótmælenda flykktust
út á götur Khartoum, höfuð-
borgar Súdans í gær, til þess að
mótmæla fyrirætlunum Samein-
uðu þjóðanna um að taka yfir
friðargæslu í hinu stríðshrjáða
Darfur-héraði í vesturhluta lands-
ins. Mótmælin fóru fram á sama
tíma og fuUtrúar Evrópusam-
bandsins, Sameinuðu þjóðanna
og Afríkubandalagsins funduðu
með súdönskum stjórnvöldum í
borginni. Héldu mótmælendur á
skiltum sem á stóð að vilji Samein-
uðu þjóðirnar senda friðargæslu-
liða til Darfur ættu þeir að taka
líkkisturnar með.
Fundurinn er haldinn að frum-
kvæði Javier Solana, utanríkismál-
stjóra ESB, sem hefur lýst þvi yfir
fyrir hönd sambandsins að knýjandi
þörf sé á því að stilla til friðar í Dar-
fur-héraði. Vaxandi vilji er á meðal
vestrænna ríkja að friðargæslusveitir
á vegum Sameinuðu þjóðanna taki
við af sjö þúsund manna liði Afríku-
bandalagsins í héraðinu. En það fé
sem Afríkubandalagið setti á sínum
tíma í verkefnið verður brátt upp-
urið. Friðargæslusveitir á vegum SÞ
yrðu fjölmennari og hefðu ríkara
umboð frá alþjóðasamfélaginu til
þess að stilla til friðar í þessu stríðs-
hrjáða héraði.
Hörmulegt ástand ríkir í Darfur
og hafa tugþúsundir manna verið
drepnar í þjóðernisátökum á milli
arabískra vígamanna, sem eru
studdir af ríkisstjórn landsins, og
annarra kynþátta sem búa í hérað-
inu. Ofbeldið hefur orðið til þess
Þrír drengir brunnu
inni í Færeyjum
TÖLVUNAM
Byrjendanámskeið
Vinsælt námskeið á sérlega hagstæðu verði ætlað byrjendum í
tölvunotkun á öllum aldri. Allar greinar eru kenndarfrá grunni
og farið rólega í námsefnið með miklum endurtekningum. Á
þessu námskeiði er allt tekið fyrir sem byrjandinn þarf til að
komast vel af stað og öðlast sjálfsöryggi við tölvuna.
• Windows tölvugrunnur
• Word ritvinnsla
• Excel kynning
• Internetið og tölvupóstur
Kennt er á mánudögum og
miðvikudögum. Hægt að velja um
morgunnámskeið kl 9 -12
og kvöldnámskeið kl 18 - 21.
Lengd: 60 std. Kennsla hefst 13. mars
og lýkur 8. maí (Páskafrí frá 6. til 19.
apríl). Verð kr. 36.000,- (Allt
kennsluefni innifalið)
Almennt tölvunám
Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem
hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða hafa reynslu af
tölvuvinnu en vilja auka við þekkingu sína, hraða og færni.
Mikið lagt uppúr vinnusparandi aðgerðum í tölvu.
• Windows XP og skjalvarsla
• Word
• Excel
• Internet
• Outlook tölvupóstur og dagbók
Kennt er á þriðjudögum og fimmtudögum.
Hægt að velja um morgunnámskeið kl 9 -12
og kvöldnámskeið kl 18-21.
Lengd: 63 std.
Kennsla hefst 16. mars og lýkur 9. maí.
(Páskafrl frá 7. til 17. apríl)
Verð kr. 39.900,- (Allt kennsluefni innifalið)
Faxafen 10 « 108 Reykjavik » Simi: 544 2210 » www.tsk.is » skoli@tsk.is
Varaó við borgarastyrjöld í Irak
í kjölfar stigvaxandi ofbeldis
(raskur maður aðstoðar samborgara sfna viö koma bfl af vettvangi eftir að sprengja
sprakk við vegarkannt f Bagdag ímiðvikudag. Óttast er að borgaraatrfð milli trúarhópa
sé yfirvofandi f landinu.
Átján menn sem höfðu verið
hengdir eða skotnir fundust í
litlum flutningabíl í hverfi súnn-
íta í Bagdag í gær. Líkin báru
merki um að mennirnir hefðu
verið pyntaðir. Líkfundurinn er
talinn benda til þess að ástandið
í landinu fari hríðversnandi og
borgarastyrjöld kunni að vofa
yfir.
Svipaðir fundir hafa aukið á
spennu á milli trúarhópa í landinu.
Hrottalegar pyntingar og aftökur
eru teknar að einkenna ofbeldið
á milli súnníta og sjíta-múslima í
kjölfar þess að helgistaður sjíta í
Samarra var sprengdur í loft upp í
síðasta mánuði. Trúarhóparnir tveir
reyna að ögra hvor öðrum með því
að skilja illa farin lík eftir í hverfum
hvors annars.
Bandaríski sendiherrann varar
við afleiðingum borgarastríðs
Óttast er að stigvaxandi ofbeldi í
landinu verði til þess að borgara-
stríð brjótist út á milli trúarhópa.
Sendiherra Bandarikjanna, Zalmay
Kahlilzad, í Irak lýsti því yfir í gær í
viðtali við bandaríska dagblaðið Los
Angeles Times að Bandaríkjamenn
ættu ekki annarra úrræða völ en að
vera með öflugan her áfram i land-
inu til þess að koma í veg fýrir að upp
úr sjóði. Kahlilzad sagði ennfremur
að uppreisnarmenn reyndu á með-
vitaðan hátt að draga landsmenn út
í fen borgarastyrjaldar og lykillinn
að stöðugleika í írak væri að sam-
komulag myndi nást um skipun
nýrrar ríkisstjórnar. Þráteflið um
hver verður forsætisráðherra lands-
ins kemur í veg fyrir að lögmætt
stjórnvald geti brúað þá gjá sem
hefur myndast á milli trúarhópa í
landinu. Takist það ekki verða afleið-
ingar valdatöku talíbana-stjórnar-
innar í Afganistan barnaleikur einn
miðað við afleiðingar borgarastríðs
í írak, að mati Kahlilsad.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráð-
herra Bandaríkjanna, telur að borg-
arastyrjöld ríki ekki í Irak og að
vestrænir fjölmiðlar máli of dökka
mynd af ástandinu. Þrátt fyrir það
viðurkennir hann að hætta á borg-
arastríði sé til staðar. Á fundi með
blaðamönnum í gær varaði hann
ennfremur stjórnvöld í Teheran við
að skipta sér af ástandinu í frak, en
Bandaríkjamönnum hafa borist
njósnir um að íranir hafi sent lið
til þess að taka þátt í átökunum yfir
landamærin.