blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 18
18 I VIÐTÁL
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðiö
Hvernig upplifðir þú
Vestmannaeyjagosið?
„Ég var rétt að verða níu ára og
atburðurinn er greiptur inn í minn-
inguna eins og hann hefði gerst í
gær. Á þeim tíma sá ég þetta eins
og ævintýri. Ég var vakinn upp um
miðja nótt og sagt að gos væri hafið.
Við bjuggum ekki nema einn og
hálfan kílómetra frá sprungunni
og ég bar út blöð á bæina sem fóru
undirhraunið. í morgunsárið sigldi
ég til Reykjavíkur í fiskibát ásamt
hópi annarra manna og kvenna
sem sum hver ældu eins og múkkar
á leiðinni í land.
Ég flutti ásamt foreldrum
mínum og öðrum ættingjum í
kommúnu hjá afa mínum sem átti
íbúð í Reykjavík. Við vorum þarna
tíu í 140 fermetrum, bjuggum við
þröngan húsakost í heilan vetur
og þurftum virkilega að láta okkur
lynda og styðja hvert við annað.
Það var reynsla sem ég hefði ekki
viljað vera án.“
Lærdómur í tapi
Þú varst á sínum tíma í liðinu
sem sigraði á B-heimsmeistara-
mótinu í Frakklandi og síðar fyr-
irliði liðsins um tíma. Hvernig til-
finning er að sigra á slíku móti?
„Það er óskaplega góð tilfinning.
Með sigri er mönnum skyndilega
umbunað fyrir erfiði sitt og þeir
átta sig á því að allt streðið var raun-
verulega þess virði. Það er vissu-
lega gefandi að stunda íþróttir án
þess að sigra nokkrum sinnum á
stórmóti. En slíkur sigur er sérstök
og dramatísk upplifun."
Skortir íslenska íþrótttamenn
almennt úthald, við vinnum
kannski eitt mót og síðan gerist
ekkert meir árum saman?
„Ég held að það sé tölfræðin sem
vinnur á móti okkur fremur en út-
haldið. Þjóð sem ætlar sér að eiga
iþróttamenn í fremstu röð þarf að
byggja á breiðum grunni þar sem
ríkir stöðugleiki. Þetta er eins og
með fiskistofnana í sjónum. Það
koma upp góðir árgangar og síðan
árgangar sem eru ekki góðir. Ef það
eru nógu margir í góðum árgangi
geta þeir náð árangri á heimsmæli-
kvarða. Svo eldast árgangarnir og
þá er spurning hversu langt er í
næsta góða árgang.“
Þú fórst þrisvar á Ólympíuleika
sem hlýtur að vera dýrmœt
minning.
„Hver og einn ungur íþrótta-
maður elur með sér þann draum
að komast á Ólympíuleika. Þrisvar
sinnum upplifði ég þann draum, í
Los Angeles 1984, Seul 1988 og Barc-
elona 1992. Allir þessir leikar höfðu
sinn sjarma. Maður sá stórstjörnur
eins og Edwin Moss, Carl Lewis og
Steffi Graf. Ég á góðar minningar
frá þessum tíma en maður verður
að gæta sín á því að gleyma sér ekki
í minningunum. En ég var verulega
heppinn að upplifa þetta.“
Blaliö/Steinar Hugi
Ég reyni að taka mig ekki of hátíðlega og mér leiðist að sjá fólk setja sig í stellingar gagnvart umhverfinu. Hvort sem menn bera titilinn forstjóri eða ekki þá eru þeir einstaklingar
sem sinna ákveðnu starfi og hafa sína kosti og galla."
Jakob Sigurðsson var á árum
áður þekktur handboltakappi,
fyrirliði Vals og leikmaður með
íslenska landsliðinu um ára-
bil og í hópnum sem sigraði á
B-heimsmeistaramótinu í París
1989. Hann sneri sér síðan að við-
skiptum og er nú forstjóri Alfesca,
sem áður hét SÍF. Fyrirtækið
framleiðir matvæli sem eru að
stærstum hluta tilbúin til neyslu,
eins og lax, andaafurðir, rækju
og smurrétti. Framleiðslan fer
fram í Bretlandi, Frakklandi og
á Spáni þar sem eru tólf verk-
smiðjur. 3400 manns vinna hjá
fyrirtækinu sem veltir 600 millj-
ónum evra.
Jakob hefur búið erlendis i 13 ár
ásamt konu sinni ogþremur börnum,
síðustu árin í Þýskalandi. Hann ólst
upp í Vestmannaeyjum.
Heldurðuaðþaðséréttsemstundum
ersagtað Vestmannaeyingar skeri
sigfrá öðrum íslendingum?
„Vestmannaeyingar myndu aldrei
halda öðru fram en að þeir væru
sérstök þjóð. Þetta er kraftmikið
og lífsglatt fólk sem hefur alist upp
í tengslum við náttúruna og mótast
af því. Þannig ólst ég upp ásamt fé-
lögum mínum. Við vorum sjálfala,
lékum okkur úti, höfðum nægt
rými og fórum inn þegar við urðum
þyrstir og svangir."
Stundum er sagt að aðalatriðið sé
ekki að vinna keppni heldur að taka
þátt. En erþetta rétt, er ekki aðalat-
riðið að vinna?
„Ef menn vildu ekki vinna þá
væru þeir ekki að þessu. Hins vegar
dregur maður oft mesta lærdóminn
af því að tapa. í þessu sambandi er
ágæt regla að stefna að því að vinna
en geta tekið tapi og vera um leið
viss um að maður hafi gert sitt
besta til að ná árangri. Ef menn eru
lausir við hugsunina: „Ef ég hefði
nú lagt mig betur fram...“ þá geta
þeir verið sáttir. Þeir lögðu þeir sig
fram og gátu ekki gert betur. Þessi
regla á við í viðskiptum jafnt og
íþróttum. Þar verða menn Hka að
Þjóðarstolt er hollt