blaðið - 09.03.2006, Side 19
blaðið FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006
VIÐTALI 19
gæta sín á því að fyllast ekki hroka
og yfirgangi þegar vel gengur. Það
þarf ákveðna eiginleika til að geta
höndlað sigur, ekki síður en tap.“
Peningar eru umbun
Af hverju snerir þú þér að
viðskiptum?
Ég er lærður efnafræðingur sem
er góð grunnmenntun. En svo
komst ég að því að mig langaði til
að reka eigið fyrirtæki. Ég gerði
mér líka grein fyrir því að sem
raunvísindamaður hafði ég enga
menntun í stefnumótun, markaðs-
setningu, fjármálum og því um
líku. Eg ákvað að gera eitthvað
í málinu og fara í MBA nám og
fyrir valinu varð skóli í Chicago.
Við hjónin seldum íbúðina og bíl-
inn og fluttum til Bandaríkjanna
með tveggja ára gamlan son. Eldri
dóttir okkar fæddist þremur mán-
uðum eftir komu okkar. f byrjun
fór allnokkuð af tíma mínum í að
reyna að átta mig á því hvernig ég
gæti borgað fyrir fæðinguna því
í Bandaríkjunum kostar að fæða
barn. Þetta leystist á endanum.
Við hjónin lifðum eins og dæmi-
gerðir námsmenn. Til að byrja með
bjuggum við í nánast húsgagna-
lausri íbúð með dýnu sem við
keyptum á fornsölu og notuðum
kassa sem stofuborð. Okkur leið
alveg ágætlega og í minningunni er
þetta góður og fallegur tími.
Námið tók tvö ár, var stór-
skemmtilegt og reyndist góð fjár-
festing. Þetta var líka góður tími
með börnunum."
Nú áttu meiripeninga en á náms-
árunum en hefur minni tíma
fyrir börnin.
„Ég sé ekkert af þessum
peningum.“
Skipta þeir þig ekkert sérstöku
máliu?
„Ég held að enginn geti sagt að pen-
ingar skipti engu máli. Peningar
eru hins vegar ekki megin drifkraft-
urinn í mínu lífi. Þeir eru umbun
fyrir það sem ég er að gera. Maður
verður að hafa á tilfinningunni að
maður fái sanngjörn laun fyrir það
sem maður leggur af mörkum. Þá
er maður sáttur.“
kann afskaplega vel að meta þýska
þjóðarsál. Þeir hafa haft þungan
kross að bera sem er uppgjörið við
nasisamann. Það er fyrst núna sem
mér finnst þeir vera að opna á þá
umræðu. Fólki af minni kynslóð
finnst það bera sök vegna atburða
sem gerðust fyrir sextíu árum. Þetta
sýnir sig í ýmsu. Til skamms tíma
var reynt að kæfa allt sem hægt var
að kenna við þjóðerniskennd. Mér
finnst það hálf sorglegt því það
er svo margt sem þessi þjóð getur
verið stolt af, til dæmis í menningu,
verkfræði og íþróttum. Nú finnst
mér menn vera að ná áttum. Þeir
eru byrjaðir að gera upp fortíð sína
og eru stoltir af því að vera þjóð og
aukinnar bjartsýni er farið að gæta
eftir erfitt atvinnuástand undan-
farinna ára. Hverri þjóð er hollt að
hafa hæfilegan skammt af þjóðar-
stolti. Þjóðarstolt verður einungis
slæmt þegar það fer út í öfgar, eins
og reyndar allt annað.“
Ég veit að þú ert á miklum þeyt-
ingi milli landa starfs þtns vegna.
Finnst þér það lýjandi?
„Öllum störfum mínum hafa
fylgt mikil ferðalög. Ég er þannig
gerður að ég held að ég færi nánast
að mygla ef ég sæti á sama stólnum
frá 9 - 5. Hins vegar má of mikið af
öllu gera og ég held að ferðalögin og
fjarvistirnar hafi verið fullmiklar
undanfarin tvö ár, en það stendur
allt til bóta.
Hvernig stjórnunarstíl telurðu
vera árangursríkastan?
„Almennt reyni ég að fylgja stíl
sem byggir á opnum skoðana-
skiptum en jafnframt skjótum
ákvörðunum. Ég kýs samvinnu,
opin samskipti og að ekki sé dvalið
of lengi við hlutina.
Eyrðirðu miklum tíma á
fundum í starfi þínu?
„Eru fundir samtöl við fólk, eitt og
sér eða í hóp? Ef það eru fundir þá er
ég á fundum allan daginn. Ég tala
við fólk allan daginn, hvort sem er
í formlegu umhverfi eða ekki. Svo
les ég skýrslur eða tölur eða mark-
aðsgreiningar. Þegar ég verð leiður
á því lesefni les ég bækur, hvort
sem það er Dan Brown eða Scott
Peck eða eitthvað allt annað.“
Hvernig fer fertugur forstjóri
stórs fyrirtœkis að því að halda
jarðsambandi?
„Áður en ég fer að velta þessu fyrir
mér verður einhver að segja mér að
ég hafi ekki jarðsamband. Ég reyni
að taka mig ekki of hátíðlega og
mér leiðist að sjá fólk setja sig í stell-
ingar gagnvart umhverfinu. Hvort
sem menn bera titilinn forstjóri
eða ekki þá eru þeir einstaklingar
sem sinna ákveðnu starfi og hafa
sína kosti og galla. Menn breytast
ekki við að fá forstjóratitil. Það
vill bara oft þannig til að maður-
inn sem ber þann titil þarf að taka
lokaákvörðunina.“
kolbrun@bladid.net
Ertu vinnusamur?
„Ég er allavega ekki latur.“
Síðustu þrettán ár hefurðu búið er-
lendis. Þú átt þrjú börn sem hafa
ekki alist upp á íslandi. Líta þau á
sigsem íslendinga?
„Hvað er að vera íslendingur?
Börnin eru þriggja, tólf og fjórtán
ára, fædd í þremur löndum. Eitt á
íslandi, eitt í Bandaríkjunum og
eitt í Þýskalandi. Ef þú spyrðir þau
hvaða þjóðar þau væru er enginn
vafi á því hverju þau myndu svara.
Tungan, menningin og tengslin
við ættingja og vini gera okkur að
Islendingum. Þau tala öll góða ís-
lensku einfaldlega vegna þess að
við hjónin höfum lesið mikið fyrir
þau og spilað diska og snældur með
íslensku efni, bæði sögur og tónlist.
Ég held að það sé sama hvort við
hjónin ölum þau upp hér eða ann-
ars staðar. Á endanum kemur í
ljós hvert þau vilja fara. Auðvitað
vill maður hafa börnin sín nálægt
sér þegar þau fara úr hreiðrinu en
þau verða að skapa sér líf á eigin for-
sendum. Það eina sem maður getur
gert er að búa þau eins vel undir
það líf og hægt er.“
Þýsk iðjusemi og íslenskur kraftur
Þú býrð í Þýskalandi. Er það rétt
sem sagt er að Þjóðverjar séu af-
skaplega skipulagðir?
„Þeir eru mjög agaðir, kannski
stundum full agaðir. Hins vegar
held ég að margir mættu tileinka
sér þann aga. íslendingar eru fram-
kvæmdaglaðir og snöggir að taka
ákvarðanir en frekar óagaðir á
köflum. Ég held að þýsk iðjusemi
og agi og íslensk sköpunargleði og
kraftur sé ágætis blanda.
Ég ber hlýjan hug til Þjóðverja og
um orku og orkumál
í grunnskólum
Enn er mánuður til stefnu til að skila úrlausnum í samkeppnina
Frá áramótum hefur grunnskólanemum á öllum aldri staðið til boða að taka þátt í
samkeppni um úrlausn á verkefnum um orku og orkumál.
Margir skólar hafa sýnt fræðsluefni á vef Landsvirkjunar áhuga og nýtt sér það.
Við hvetjum nemendur, kennara og foreldra til að kynna sér fræðsluefnið og
verkefnin (samkeppninni og senda inn úrlausnir fyrir 8. apríl nk.
Auk viðurkenninga fyrir þátttökuna fá nokkrir nemendur að taka þátt í að leggja
hornstein að Kárahnjúkavirkjun ásamt forseta íslands 12. maí nk.
Nánari upplýsingar eru á vef Landsvirkjunar: www.lv.is
Landsvirkjun
Góðir straumar ( 40 ár