blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 24

blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 24
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðið 24 I sfí Erjur vegna heimiUsþrUa algengar Flestir sem eru í sambúð kannast við erjur vegna heimilisþrifa enda virðist það vera algengasta vandamálið hjápörum. ÍL ! Allir þeir sem hafa einhvern tím- ann verið í sambúð kannast við eilífar erjur vegna þrifa. Það er alltaf einhver sem stendur uppi óánægður því einstaklingar hafa oftar en ekki mismunandi þol gagnvart drasli. Margir telja að það sé verk konunnar að þrífa en í nútímasamfélagi vinnur konan jafnmikið ef ekki meira en karl- maðurinn þannig að þau rök eru einskis nýt. Getur verið að rifrildi vegna þrifa snúist raunverulega um eitthvað allt annað? Heimilisverk eru algengasta orsök rifrilda. Þrátt fyrir að heimilisverk flokkist undir smáatriði eru sum pör tilbúin að borga stórfé fyrir ráð- gjöf til að leysa úr þessu hvimleiða vandamáli. Hreinlæti, rétt eins og fegurð, er persónubundið. Hvert og eitt okkar er alið upp við mismun- andi skoðanir á því hvað er ásætt- anlegt og hvað ekki. Ef þú ólst upp á heimili þar sem var ryksugað og þurrkað af daglega þá er líklegt að þú viljir hafa hreint í kringum þig. Ef þú varst alin/n upp við þá hug- ðurlandsbraut 'simnet.is • www.coqi virka daga • Lau: 11-17 Allir þeir sem hafa einhvern tímann verið í sambúð kannast við eilífar erjur vegna þrifa. mynd að smá drasl væri heimilislegt þá er þér sama þótt það sé töluvert af drasli í kringum þig. Það eru engar gullnar reglur til um hvað mikið af drasli sé of mikið og því er ekkert rétt og rangt í því sambandi. En af hverju höldum við þá svona fast í okkar skoðanir? Skömm og viðbjóður Sem barn var þér kannski sagt ít- rekað að herbergið þitt væri skítugt og þú spurð/ur hvernig í ósköpunum þú gætir búið í þessari svínastíu. Þess háttar ummælum fylgdu oftar en ekki skammarlegt augnaráð. Skömmin er valdamikið vopn sem foreldrar nota til að fá börn sín til að halda heimilinu hreinu. Með því getur hreinlæti orðið að ákveðinni tegund af siðgæði. Margir eru aldir upp við þá hugmynd að heimili end- urspegli persónuleika okkar og við viljum ekki að fólk álíti að við séum sóðar eða löt. Það eru þessar tilfinn- ingar, skömm og viðbjóður, sem ýta undir rifrildi vegna heimilisþrifa. Sameiginlegt vandamái Ást og virðing er nauð- synleg í sambandi og stundum verða heimiliþrifin að orrustu- velli þar sem slegist er um þessar þarfir. ••••••••••••••••••••••••• Venjulega er okkur kennt að heimil- isþrif sé þjónustustarf sem er jafnvel niðurlægjandi á einhvern hátt. Enda horfum við oft upp á að ríkt fólk ráði Hvernig er best að forðast erjur vegna heimilisþrifa? Gefið ykkur tíma til að setjast niður og ræða um hvernig þrifum var háttað á ykkar bernskuheimili. Ræðið um hvernig það hefur myndað viðhorf ykkar Hafið þið jafn mikla þolinmæði fyrir drasli? Ef ekki þá er best að setjast niður og finna út ákveðin mörk sem þið sættið ykkur bæði við. Horfið á núverandi aðstæður. Hver er það sem þrífur aðallega? Er skipt- ingin jöfn? Er skiptingin sanngjörn? Ef ekki þá skuluð þið komast að samkomulagi um verkaskiptingu sem þið eruð bæði sátt við. Veltið því fyrir ykkur hvort rifrildi ykkar vegna þrifa gætu raunverulega verið vegna einhvers annars? Ef svo er reynið að vinna úr því og hver veit nema önnur rifrildi gufi upp í kjölfarið. starfsmenn til að þrífa upp eftir sig. Sumum finnst einfaldast að setja upp þrifnaðarstundaskrá til að koma í veg fyrir rifrildi vegna heimilisþrifa. Þegar hægt er að setjast niður í róleg- heitunum og skipuleggja þau verk sem þarf að gera þá er vandamálið horfið. Því miður gerist það of oft að stundaskráin er skrifuð af einum aðila og hinum aðilanum er þröngv- að til að fylgja henni eftir. Ef þú vilt að stundaskráin virki þá verður hún að vera samin í samvinnu við aðra á heimilinu. Flótti frá raunverulegu vandamáli Heimilisþrifin eru oft tilfinninga- þrungin því okkur er kennt að hluti af því að elska einhvern sé að upp- fylla líkamlegar þarfir þeirra. Flestir voru það heppnir sem börn að slíkar þarfir voru uppfylltar, maturinn var eldaður, nestið var tekið til og fötin voru þrifin og straujuð. Börn vita að þau eru elskuð, ekki einungis vegna þess að þau fá að heyra það heldur líka vegna þess að það er hugsað um þau. Þegar pör rífast vegna heimilis- þrifa þá er stundum undirliggjandi ótti að þau séu ekki elskuð eða virt. Ást og virðing er nauðsynleg í sam- bandi og stundum verða heimili- þrifin að orrustuvelli þar sem slegist er um þessar þarfir. Rifrildi vegna heimilisþrifa getur því verið flótti frá raunverulegu vandamáli. Það getur verið erfitt að taka frá tíma til að ræða þessi vandamál en þegar búið er að uppfylla þessar tilteknu þarfir, ást og virðingu, þá má búast við því að erjurnar um heimlisþrifin gufi upp. svanhvit@bladid.is Síðumúlct 3, sírrn: 553 7355 Opið virka dogo kl: 11 - 18, laugardago kl: 11 -15 Undirföt Bíkini - Tankini - Sundbolir - í skálastærðum. fl/B, C/D, DD/C, F/FFF Full búð of nýjum vörum Sundföt

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.