blaðið

Ulloq

blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 26

blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 26
26 IHÖNNUN FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðið Hönnuðir og handverksíólk í einni bók Gulllryggb þjónusta! Krókhálsi 4*110 Rsykjavík • Simi 567 1010 www.parket.is Sunneva Hafsteinsdóttir er framkvæmdastýra verkefnis sem kallast Handverk og hönnun á fslandi, en til stendur Blaöið/SteinarHugi að gefa út bók með þessu nafni sem kemur á markað í apríl eða maí. Verkefnið Handverk og hönnun hefur ákveðið að gefa út yfir- gripsmikla bók um handverk og hönnun hér á landi. Verkefni þessu var komið á laggirnar árið 1994 og hefur verið starfandi síðan með fjárhagslegum stuðningi fjögurra ráðuneyta; forsætisráðu- neytis, félagsmálaráðuneytis, iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytis og Framleiðnisjóðs landbúnaðarins. Markmiðið með útgáfu bókar um handverk og hönnun á íslandi er að lesendur geti kynnt sér einstaklinga sem stunda handverk og hönnun á íslandi. Áætlað er að skipta bókinni í nokkra flokka svo að auðveldara sé að nálgast upplýsingarnar. Flokk- arnir verða m.a: textíll/fatahönnun, skartgripahönnun, leirlist, gler, horn og bein, pappír og tágar, skinn/leður og roð, trémunir og blönduð tækni. Þeir einstaklingar sem verða í bókinni eru fyrst og fremst fólk sem hefur verið valið af valnefndum inn á sýningar Handverks oghönnunar. Ennfremur verða þar einstaklingar sem eru með fjölbreyttar vörur í sölu allt árið, annað hvort á vinnustofu eða öðrum sölustað eða sölustöðum og hafa sótt um það sérstaklega. Hver einstaklingur fær blaðsíðu í bókinni með mynd af einu verki og ítarlegum upp- lýsingum um sjálfan sig. Hefureftirspurnin eftir íslenskri hönnun aukist undanfarin ár? „Já, tvímæla- laust hef ég orðið vör við aukinn áhuga.Viðhöfum haldið margar sýningar og að- sóknin hefur alltaf verið gífur- lega góð, þannig að þessu er ekki hægt að neita,“ segir Sunneva Hafsteinsdóttir, sem hefur verið framkvæmdastýra með þessu verkefni síðan 1999. „Það fólk sem kaupir einna helst íslenska hönnun erum við sjálf, en tvímælalaust sýna útlend- ingar þessu einnig mikinn áhuga. Við höfum undanfarin sumur verið með sýningar sem eru sérstaklega ætlaðar ferðamönnum, þá bæði inn- lendum og erlendum sem hafa mælst mjög vel fyrir.“ Er einhver ein tegund afhönnun sem virðist vinsælli en aðrar? „Það er nokkuð erfitt að koma með einfalt svar við þessari spurningu þar sem framboðið er svo misjafnt. Það er til dæmis mjög mikið framboð af textíl og fatahönnun og töluvert mikið af leirlist, en í fyrstu atrennu myndi ég halda að textíll og textíl- hönnun sé vinsælust. Ullin stendur á djúpum merg hjá okkur og tengist okkur mjög mikið, en samt er erfitt að segja hvort hún sé endilega vin- sælust. Framboðið er kannski bara mest af ullarfatnaði. Fólk er líka mjög hrifið af sjaldgæfari munum úr öðrum hönnunarflokkum. Til dæmis munum sem eru unnir úr hornum, beinum og öðru slíku.“ Er það ekki svolítið sérstakt að fata- hönnuðir skuli vera á sama bás og leirlistamenn? „í raun ekki. Það eru svo margir hönnuðir hérna sem búa til efnin sjálf og hanna svo upp úr þessum efnum. Þess vegna vildum . við ekki loka á það fólk ef það kærði sig um að vera með. Við erum nátt- úrlega ekki félagasamtök heldur þjón- ustuaðilar við einstaklinga sem starfa að hönnun og handverki. Áður en við fórum af stað með að finna fólk til að vera með í bókinni spurðum við fatahönnuð álits á þessu máli og sú lagði til að við aug- lýstum eftir textíl og fatahönnuðum, en settum skástrik á milli til að þetta fólk kæmist líka að.“ Eru þjóðlegir munir sem minna á vík- ingatímann og annað íþeim dúr, vin- sœlli en nýstárlegri hönnun? „Ég myndi ekki endilega halda það. íslendingar eru og hafa alltaf verið ákaflega nýjungagjarnir og út- lendingar sem koma hingað eru ein- mitt alveg sérstaklega hrifnir af því. Norðurlandabúar sem hingað koma að skoða handverk okkar og list tala um að við séum frábrugðin þeim, þar sem við virðumst taka inn strauma allsstaðar að úr heiminum. Við Is- lendingar erum svo fljót að taka við okkur. Við þurfum heldur ekki að burðast með hefðir á bakinu á sama hátt og aðrir Norðurlandabúar, en þar eru hefðirnar í fastari skorðum og minna um öll frávik frá vananum. Hérlendis erum við miklu frjálsari og getum leyft okkur meira. Þetta gengur í augun á útlendingum og mín tilfinning er sú að þeir séu mjög hrifnir af því sem við höfum fram að færa.“ Hvaðfinnstþér um lopapeysu tískuna sem hefur tröllriðið öllu undanfarið? „Mér finnst það alveg frábært þegar hlutir fara í endurnýjun líf- daga. Maður sér fólk í lopapeysum út um allt þessa dagana, hvort sem er í menntaskólum eða á fundum úti um allan bæ. Ég held að fólk sé mjög kátt með þetta almennt en kannski sér- staklega þau sem framleiða og selja lopann,“ segir Sunneva og hlær. Bókin um Handverk og hönnun á Islandi verður prentuð í fimmþúsund eintökum og dreift til m.a. ferðaþjón- ustuaðila, ríkisstofnana, bókasafna og víðar. „Við munum reyna að koma henni til allra sem gætu haft af henni eitt- hvað gagn,“ segir Sunneva. „Bókin er líka sniðug að því leyti að hver síða verður líka prentuð í lausu þannig að listamennirnir og hönnuðirnir geta nýtt sér þær sem kynningu á sjálfum sér um leið.“ Reiknað er með að líftími bókar- innar verði að minnsta kosti 2 ár og upplýsingar í bókinni verða á ís- lensku og ensku. margret@bladid.net Sara stekkur út úr hellinum Myndlistarmaðurinn Sara Björnsdóttir sýnir verk sitt, Hellirinn bak við ennið, í kjallara Klink ogBank. Hávaöi frá mótorhjólum dregur anda vorsins fram i Söru Björnsdóttur Blaílö/StelnarHugl Þegar áhorfandi gengur niður tröppur gallerísins taka á móti honum drunur frá mótorhjólum, myrkur og flöktandi tjöld. Verkið er innsetning sem byggir á skynjun fremur en handverki. „Upprunalega gengur hugmyndin út á Hellinn bak við ennið, eða hug- ann og undirmeðvitundina. Um leið gengur hún út á það sem kviknar í myrkrinu og á sama tíma var ég að fást við hugmyndavinnu myndlistar- mannsins sem fer svo mikið fram í þessum helli þar sem maður er einn öllum stundum. En þegar fór að líða svolítið á sýninguna þá fór eitthvað annað að gerast sem mér finnst svolítið merkilegt," segir Sara og heldur áfram. „Eg byrjaði að tengja þessi mótorhjólahljóð við vorið. Þau kveiktu allt í einu í mér þessa þrá sem ég finn alltaf á vorin; að vilja stökkva út úr hellinum og yfirgefa heimilið. Á vorin langar mig til að fara í strigaskóna og halda eitthvað út í heim. Koma hreyfingu á sjálfa mig. Þannig má eiginlega segja að þessar drunur frá mótorhjólunum séu einhverskonar vorboði, líkt og fuglasöngurinn. Það eru náttúrlega engin mótorhjól að keyra hérna um götur á veturna.“ Margir fletir „Þrátt fyrir að það sé myrkur í kjall- aranum þá er samt birtan að hellast yfir okkur. Daginn er að lengja og vorið á leiðinni. Þráin úr sálinni byrjar að spretta upp úr hjartanu og þessu sem kallað er sólarplexus," segir Sara en tekur fram að þetta séu fyrst og fremst hennar persónu- legu upplifanir á verkinu. „Það eru margir fletir á þessu verki og margt sem er að gerast í öllum skúma- skotum kjallarans, en ég kýs þó að leiða fólk ekki of mikið um verkið. Vill frekar leyfa áhorfendum að upp- lifa það út frá eigin brjósti,“ segir Sara Björnsdóttir að lokum. Gallerí Klink og Bank er á horni Laugavegs og Klappastígs. Sýningin er opin frá fimmtudegi til sunnu- dags milli klukkan 14:00 og 18:00 13 . KISSFM095 ÍXl ÚTVARPSSTJARNA ☆ ÍSLANDS&|gg| veröúrnæsta1 ðtvarnsstiarna íslands P irtu bdlnn að kiösa P WWW.KISSFM.IS

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.