blaðið

Ulloq

blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 30

blaðið - 09.03.2006, Qupperneq 30
30 I ÍPRÓTTIR FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaðið SKYNDIPRÓFIÐ Barcelona 1. Hvað heitir knattspyrnu- stjóri Barcelona? 2. Hvernig er varabúningur liðsins á litinn? 3. Hver leikur í treyju númer 7 hjá Barcelona? 4. Hvaða enski knattspyrnu- stjóri stýrði liðinu á árunum 1996-1997? 5. Hver skoraði sigurmark Börsunga gegn Sampdoria, þegar liðið varð síðast Evr- ópumeistari árið 1992? ueuiao)| pieuoy ’S 'uosqoy Aqqog fr 'uossjeq )|!JuaH £ 'jnxnqjjnjs jejjeAS qia jnfÁojj je|nt) z 'pjeejifjy )|uejj ’i ■ Utan vallar með Daða Lárussyni, markverði FH Sárt að lenda í 30. sæti á Andrésar andar leikunum Fæðingardagur og ár? I9.júní 1973 Besta bíómynd? Scarface Besta bók? 101 Reykjavík eftir Hallgrím Helga. Besta hljómsveit/tónlistarmaður? Guns N‘ Roses Besti matur? Grillaður humar með öllu tilheyrandi. Hvað gleður þig mest? Sonur minn þegar hann er með ein- LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Leitarvélin tengir Ashley Cole sterklega Bakvörður Arsenal, Ashley Cole, á ekki sjö dagana saela um þessar mundir en auk þess að glíma við þrálát meiðsli glímir hann við enn þrálátari orðróm um að hann sé samkynhneigður. Lögmaður Co- les hefur nú krafist þess að fá að vita hvers vegna leitarvélin Google vísar fólki á síður tengdar skjól- stæðingi sínum þegar netnotendur fletta upp orðinu „gay“ (samkyn- hneigð/ur). Þá krafðist hann enn fremur skýringa á því hvers vegna leitarvélin gæfi möguleika á því að sjá niðurstöður „Ashley Cole gay“ þegar fólk skrifaði einungis nafn knattspyrnumannsins. Bakvörðurinn knái hefur þegar höfðað meiðyrðamál gegn dag- blöðunum News of the World og The Sun sem birtu greinar þar sem því var haldið fram að Cole væri hommi og hefði átt sam- neyti við ónefnda leikmenn ensku úrvalsdeildarinnar. Sviðsett ástarsamband? Ekki er vitað hvort ástæðan fyrir tengingunni sé að svo mikill fjöldi fólks hafi leitað að orðinu „As- hley Cole gay“ eða að ritstjórar Google hafi sjálfir ákveðið að stinga upp á valmöguleikanum „gay“ í tengslum við nafnið.„Ég hef áhuga á því að komast að því hvort ákvörðunin var tekin af umsjónar- nafn bakvarðarins við leitarorðið y,gay“ Ashley Cole:„Ég er ekki hommi!" mönnum Google eða hvort þetta gerðist sjálfkrafa í tölvu,“ sagði Graham Shear, lögmaður kappans. „Þá vil ég einnig vita hvort þetta gerðist áður eða eftir að við höfð- uðum málin gegn dagblöðunum tveimur." Shear og Cole hafa verið ötulir í að reyna að kveða niður sögu- sagnir um samkynhneigð þess síð- arnefnda sem hafa gengið fjöllum hærra undanfarnar vikur. Er því einnig haldið fram af mörgum að stjörnusamband hans og hinnar þokkafullusöngkonuhljómsveitar- innar Girls Aloud, Cheryl Tweedy, sé sviðsett fyrir fjölmiðla. Google segir Ashley Cole vera homma Denizlispor - Samsunspor Palermo - Schalke Steaua Búkarest - Betis FC Midtjylland - Lyn Lille - Sevilla Rapid Búkarest - Hamburger Keflavlk - UMFN Basel - Strasbourg Hammarby - FC Köbenhavn Lilleström - Cautaborg VSIerenga - Djurgirden Udinese - Levski Sofia Dundee FC - Hamilton Marseilie - Zenit StPetersburg Middlesbro - Roma Tigres UANL - Corinthians Independiente - Estudiantes 2,90 3,35 2,65 2,60 2,75 2,80 2,90 3,35 2,65 2,60 2,60 2,20 7,65 1,75 2,80 3,00 2,60 2,35 2,70 2,75 2,70 2,65 3,35 4,75 2,70 2,65 3,00 3,70 2,60 2,20 2,65 2,60 2,75 2,80 1,65 2,05 1,90 1,65 2,05 2,45 1,60 1,80 2,30 1,95 2,00 1,35 2,00 1,55 2,45 2,05 1,90 hvers konar gjörning á stofugólfinu sem á að kallast dans. Hvað fer mest í taugarnar á þér? Þrálát meiðsli og íslensk veðrátta. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú varst barn? Kokkur Mestu vonbrigðin á íþróttaferlinum? 30. sæti í svigi á Andrésar andar leik- unum 1986. Mesta afrek innan vallar og utan? Varð faðir og íslandsmeistari með nokkura daga millibili og hvort tveggja í fyrsta skipti. Það verða að teljast mín mestu afrek. Uppáhalds lið í enska boltanum? Manchester United Uppáhalds íþróttamaður fyrr og síðar? Jón Páll Sigmarsson Ef þú þyrftir að skipta um íþrótt, hvað yrði fyrir valinu? Skíðaíþróttin yrði fyrir valinu ef það væri þá hægt að stunda hana hér af einhverju viti. íslandsmeistaratitill eða 1. vinningur ílottói? íslandsmeistaratitill verður ekki metinn til fjár. Hvaða persónu vildirðu helst lokast inni í lyftu með? Baldri Bett. Hann vann við lyftuvið- gerðir þannig að hann ætti að geta losað okkur úr prísundinni. Hvaða dýri finnst þér þú helst líkjast? Fyrir tíu árum líktist ég bleikum fíl, en núna líkist ég bara fíl. Hvert myndirðu fara ef þú ættir tímavél? Aftur um hálfan sólarhring og aftur uppí rúm zzzzzzz... Hvað myndi bíómyndin um þig heita og hver ætti að leika þig? „The return of the pink elephant." Hulk Hogan mundi fá heiðurinn enda álíka bleikur og söguhetjan. Hvernig myndi einkamála- auglýsingin þín hljóma? Ég veit það ekki. Hver er tilgangur lífsins? Að láta sér líða vel. Hver viltu að lokaspurningin sé og hvernig myndirðu svara henni? Síðast þegar ég var spurður um til- gang lífsins var næsta spurning á eftir hvort ég svæfi með bangsa og svarið er ennþá nei. „Láttu Ronaldinho vera" Frank Rijkaard sendir Abramovich tóninn Frank Rijkaard, stjóri Barcelona, notaði tækifærið eftir Evrópuleik liðsins við Chelsea á þriðjudag og sendi Roman Abramovich, eiganda Chelsea, skýr skilaboð um að pen- ingafjöll hans myndu ekki lokka Ronaldinho til Chelsea. Hinn 25 ára gamli Ronaldinho skoraði mark Börsunga í leiknum, sem endaði 1-1 og tryggði Börsungum farseðilinn í fjórðungsúrslitin. „Ronaldinho er mjög ánægður í Barcelona. Hér á hann svo mikið af vinum og það elska hann allir. Pen- ingar eru ekki það sem skiptir hann mestu máli,“ sagði Rijkaard við fjöl- miðla eftir leikinn. Barcelona greiddi Paris St. Germain andvirði 21 milljón punda fyrir Brasilíumanninn árið 2003 og hefur hann síðan verið þyngdar sinnar virði í gulli. Kata- lóníumenn urðu Spánarmeistarar í fyrra eftir sex ára bið og eru um þessar mundir með 10 stiga forskot í deildinni. Verðmiðinn 85 milljónir punda 1 samningi Ronaldinhos er ákvæði um að hann megi fara sé eitthvað lið tilbúið að greiða fyrir hann andvirði 85 milljóna punda, eða rúma 10 millj- Ronaldinho leikur sér að Lampard og Terry. arða íslenskra króna. Margir telja að auðjöfurinn Abramovich muni ekki víla fýrir sér að punga út þeirri upp- hæð fyrir að fá besta leikmann heims í raðir Chelsea. Rijkaard hélt hins vegar áfram: „Ronnie hefur engan áhuga á Chelsea. Hann vill halda áfram að leggja sitt af mörkum til Barcelona sem getur náð í hæstu hæðir knattspyrnunnar." bjorn@bladid.net Skeytín inn Enski landsliðsfyrirliðinn David Beckham segist ekki hafa áhuga á að verða knattspyrnu- stjóri þegar knattspyrnu- ferlinum lýkur. „Það hefur einfaldlega aldrei heillað mig og ég hef ekki áhuga á því,“ sagði Beckham en tók fram að hann nyti þess þó að spila sjálfur. Hinn þrítugi Beckham segist fremur vilja snúa sér að barna- og unglingaþjálfun og eyða meiri tíma með íjöl- skyldunni. Þá vilji hann sinna hlutverki sínu sem sendifull- trúi Barnahjálpar Sameinuðu þjóðanna af meiri kostgæfni. 1 sraelski landsliðsfyrirliðinn Idan Tal hefur samþykkt I að ganga til liðs við Bolton frá Maccabi Haifa í sumar. Stjóri Bolton, Sam Allerdyce, hefur þegar hafist handa við að styrkja lið sitt fyrir næsta tímabil og sagði hann Tal vera mikilvægan þátt í því að efla miðjuna. Tal, sem er þrítugur, lék áður með Everton en yfirgaf Goodison Park árið 2002 eftir misheppn- aða dvöl. Manchester City hefur boðið stjóranum Stu- art Pearce að skrifa formlega undir tveggja ára samning við liðið. Samning- urinn er sagður færa Pearce rúmar 100 milljónir íslenskra króna í vasann á ári. Hingað til hefur Pearce starfað samkvæmt heið- ursmannasamkomulagi sem hann gerði við John Wardle, stjórnarformann City. Stuart Pearce tók við Manc- hester City fyrir réttu ári og hefur náð stórgóðum árangri með liðið sem nú eygir von um að ná sæti í Evrópukeppni félagsliða fyrir næsta tímabil. HM innanhúss í frjálsum íþróttum hefst í Moskvu á morgun og stendur fram á sunnudag. íslendingar eiga einn fulltrúa á mót- inu en það er Björn Marg- eirssonúr FH sem keppir í 1500 metra hlaupi. Björn hefur hlaupið best á 3:48,00 mínútum á þessu ári en besti árangur hans í greininni er 3:47,84 frá árinu 2004, rúmum tveimur sekúndum frá íslandsmetinu. Björn hefur verið við æfingar í Gautaborg, þar sem hann er búsettur og stundar framhalds- nám í verkfræði.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.