blaðið - 09.03.2006, Side 32
32 I MENNING
FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006 blaöiö
Leikhúsdómur - Birtingur
Leikgleði og
hugmyndaaugði
Leiklistarlífið blómstrar nú sem
aldrei fyrr í menntaskólum landsins.
Síðastliðinn mánudag frumsýndi
Fúria, leikfélag Kvennaskólans, leik-
ritið stræti eftir Jim Cartwright og
um þessar mundir sýnir Herranótt,
leikfélag Menntaskólans í Reykja-
vík, leikritið Birtingur, sem byggt
er á samnefndri skáldsögu franska
heimspekingsins Voltaire. Verkið
þarf varla að kynna enda má segja
að Halldór Laxness hafi gert það
ódauðlegt í huga þjóðarinnar með
sinni frábæru þýðingu.
Efnilegir leikarar
Það eru ungir og efnilegar leikarar
sem taka þátt í uppsetningu Herra-
t i'
Hœttum að reykja í samfélagi á
vefnum þar sem allir fá styrk hver frá
öðrum og enginn þarf að standa
einn í baráttunni. Meö sameiginlegu
átaki dreþum við í fyrir fullt og allt.
Skráðu þig í átakiö á vidbuin.is
Þar er auk þess
allar uþþlýsingar um má'
HÉ&*-** - i
Nicotineir &LYFJA
Uppsetning leikfélags Menntaskólans í Reykjavík i Birtingi er aðstandendum til sóma.
nætur á þessu stórskemmtilega verki.
Alls komu um 70 manns að sýning-
unni en í leikhópnum eru 22 einstak-
lingar. Söguþráð verksins þekkja
flestir en fyrir þá sem enn eiga eftir
að kynna sér þessa öldungis frábæru
bók þá segir hér frá ferðalögum
Birtings og þeim ævintýrum sem
hann lendir í eða öllu heldur lenda á
honum. Við sögu koma margskonar
persónur í þeim fjölmörgu löndum
sem Birtingur ratar til.
Það er óhætt að segja að MR-ing-
arnir ráðist ekki á garðinn þar sem
hann er lægstur með uppsetningu á
þessu verki en að mörgu leyti byggja
þeir á uppsetningu Hafnarfjarðar-
leikhússins á sama verki frá árinu
1996.
f helstu hlutverkum eru þeir Balt-
asar Breki Baltasarson, sem leikur
Birting, Jón Þorgeir Kristjánsson,
sem Altúnga, og Saga Garðarsdóttir
sem hinn tryggi Kakambus. Um leik-
stjórn sá Friðrik Friðriksson en leik-
mynd og búningar eru í höndum
nemenda við Listaháskóla fslands.
Stórskemmtileg sviðsmynd
Þeir eru ekki í öfundsverðri stöðu
þessir ungu leikarar að þurfa takast
á við þennan erfiða leiktexta sem
oftar en ekki einkennist af löngum
einræðum og þungum orðum. f
heild verður að segjast að þeim tekst
afar vel upp þó stökum sinnum hefði
framsögnin mátt vera skýrari.
Jón Þorgeir Kristjánsson stóð sig
prýðilega í hlutverki Altúngu og
mátti ekki sjá að þarna færi einstak-
lingur undir tvítugt með takmark-
aða reynslu. Vissulega mikið efni á
ferðinni þar. Eins var gaman að sjá
til Baltasar Breka Baltasarsonar og
Sögu Garðarsdóttur sem að mörgu
leyti báru verkið uppi. Samleikur
þeirra var góður og þau virtust hafa
gaman af því sem þau voru að gera.
Ekki er hægt að fjalla um þessa
sýningu án þess að minnast á sviðs-
myndina sem glæðir leikritið lífi og
er stórskemmtileg á köflum. Mikið
var um góðar lausnir og ljóst að hug-
myndaauðgi hefur fengið að leika
lausum hala.
hoskuldur@vbl.is
Blaliö/Frikki
Leikfélag Menntaskólans í Reykjavík -
Birtingur eftir Voltair
Leikstjóri: Friðrik Friðriksson
Leikarar: Baltasar Breki Baltasarson, Jón
Þorgeir Kristjánsson, Saga Garðarsdóttir,
Erna Svanhvít Sveinsdóttir og Kristín Guð-
mundsdóttir.
109 SU DOKU talnaþrautir
Lausn síðustu gátu
4 8 1 3 6 7 5 9 2
9 7 2 1 5 4 6 8 3
3 6 5 9 2 8 7 4 1
8 2 3 6 7 1 4 5 9
1 5 7 4 8 9 2 3 6
6 4 9 2 3 5 8 1 7
2 1 6 5 4 3 9 7 8
5 9 8 7 1 6 3 2 4
7 3 4 8 9 2 1 6 5
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
níu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
7 8 3
6 3
3 6 1
8 2 9 3 if
1 7 4
4 6 1 7
9 1 3
8 9
2 1 6
arnahúsgögn sem stækka
Barnahúsgögnin okkar bjóða upp á ótal samsetningarmöguleika og sveigjanleika sem gerir þér kleift að nota
eitt og sama rúmið allt frá því barnið hættir í grindarrúminu og fram á unglingsár.
6 ára
9 ára
12 ára
WÖUÍKNfl UÍIÍÍ1IU0
Fossaleynir 6 - 112 Reykjavík - Sími: 586 1000 - Fax: 586 1034 - www.husgogn.is