blaðið - 09.03.2006, Blaðsíða 35
blaðið FIMMTUDAGUR 9. MARS 2006
Ví.Vvív\W\íl_
KVIKMYMDIR I 35
Uppistand á
Gauknum
Uppistand.is stendur fyrir góðgerð-
aruppistandi í kvöld á Gauki á Stöng.
Fram koma þekktir grínarar í bland
við aðra en kynnir er Oddur Boxer.
Fram koma Steinn Ármann, Bjarni
Töframaður.Rökkvi Vésteinsson og
Þórhallur Þórhallsson.
Allur ágóði mun renna til floga-
veikra en uppistandið er í samstarfi
við SS. Húsið opnar klukkan 21.00
og kostar 500 krónur inn.
Bjarni Töframaður verður
örugglega fyndinn í kvöld
Rokkforleikur
í kvöld
Þrjár rokksveitir með mismunandi
tónlistarbakgrunn koma saman á
fimmtudagsforleik Hins hússins í
kvöld.
E1 Rodeo sá um að skipuleggja
kvöldið og er James Einar Becker í
forsvari fyrir þá. „Við spilum blöndu
af stoner- og eyðimerkur metal. Ef
ég verð að líkja því við íslenska
hljómsveit má segja að við séum létt
Brain Policesegir James.
Með E1 Rodeo verða hljómsveit-
irnar Blindsight sem spilar svokallað
progressive rokk og Big Kahuna sem
spilar indí rokk. „Þetta verður rokk-
kvöld,“ segir James.
Tónleikarnir hefjast klukkan
20.00 og er 16 ára aldurstakmark
inn. Eins og ávallt er frítt inn á
tónleikana.
Yeah Yeah Yeah's
áfram á toppnum
New York tríóið Yeah Yeah Yeah’s
heldur toppsæti sínu á XFM Dom-
inoslistanum þessa vikuna með lag-
inu um gullljónið en Death Cab for
Cutie, sem voru í öðru sæti í síðustu
viku falla niður í þrettánda sæti.
Ofurgrúbban Fræ, sem inni-
heldur meðlimi úr Maus og Skytt-
unum ásamt söngkonunni Mr. Sillu,
hoppar úr níunda sæti upp í annað
með laginu Freðinn fáviti og System
of a Down og Deus taka svipuð stökk
upp í þriðja og fjórða sæti.
XFM-Dominoslistinn u-S.mars
Nú Var Hljómsveit Lag
1. 1. Yeal1 Yeali Veoh 's Gold Lion
2. 9. Fræ Freðinn Fáviti
3. 14. System OfA Down Lonley Day
4. 16. Deus 7 Days 7 Weeks
5. 8. Ampop Clown
6. 15. Foo Fighters OneWayTicket
7. 4. Placebo A Song To Say Goodbye
8. 7. JeffWho? Barfly
9. 10. The Strokes Heart In Cage
10. 6. Arcade Fire Rebellion
11. 23. Beck HellVes
12. 5. Artic Monkeys WhenThe Sun Goes Down
13. 2. Death Cab For Cutle CrookedTeeth
14. Nýtt Clap Your Hands And Say Yeah InThis Home On lce
15. 3. U2 Original OfThe Species
16. 11. Maximo Park 1 Want You To Stay
17. 18. Depeche Mode SufferWell
18. 27. Mew Special
19. 20. Franz Ferdinand The Fallen
20. 17. DeadSO's Ghostfaced Killer
Hvað erað gerast?
Blaðíð vill endilega fjalla um atburði
liðandi stundar. Sendu okkur línu á
gerast@bladid.net.
12.20 - Fræðslufundur
Sigurðurlngvarsson: Erfðagrein-
ing og sjúkdómsmynd, Tilrauna-
stöð Hí að Keldum
Erfðagreyping er epigenetískt
afbrigði sem veldur því að tján-
ing gena fer eftir foreldraupp-
runa litnings.
16.00-Fyrirlestur
Finnbogi Þormóðsson: Eitur-
áhrif cystatin C mýlildis
Læknagarður - 3. hæð
20:00 - Leikrit. Maríubjallan.
Leikfélag Akureyrar
midi.is | Kraftmikið og magnað
nútímaverk. Dima er 19 ára.
Hann býr í blokk við hliðina
á kirkjugarðinum, þaðan sem
hann stelur legsteinum og
selur. Á morgun hefur hann
herþjónustu en í kvöld heldur
hann vinum sínum kveðju-
partí. Þangað koma vinir
hans Slavik og Arkasha auk
stúlknanna Leru og Yulka.
20:00 - Leikrit
Virkjunin
Þjóðleikhúsið
midi.is
20:00-Leikrit
Pétur Gautur
Þjóðleikhúsið
midi.is
20:00 - Leikrit
Alveg brilljant skilnaður
Borgarleikhúsið
midi.is