blaðið - 28.03.2006, Side 1

blaðið - 28.03.2006, Side 1
■ NEYTENDUR Góð listrœn auglýs- ing selur ekki endilega vöruna | SfÐA 12 Frjálst, óháð & ókeypis! Búist við vaxtahækk- un í Banda- ríkjunum Sérfræðingar gera ráð fyrir því að fundur Bandaríska seðla- bankans endi í dag með tilkynn- ingu um vaxtahækkun. Búist er við að skammtímavextir verði hækkaðir í 4.75% en þá hafa þeir hækkað um 1% frá því að bank- inn fór að bregðast við vísbend- ingum um þenslu í júní 2004. Yrði þetta fimmtánda hækk- unin í röð. Einnig er þess beðið með nokkurri eftirvæntingu hvaða bankinn hefur að segja um verðþrýsting í hagkerfinu en það er talið gefa tóninn um vaxtaþróun næstu misserin. Þetta verður í fyrsta sinn sem Ben Bernanke tilkynnir um stefnu bankans í vaxtamálum eftir að hann tók við starfi seðla- bankastjóra af Alan Greenspan. Talið er að Bernanke muni halda í sömu stefnu og Green- span gerði og var mótuð þegar Paul Volcker tók við embætti seðlabankastjóra seint á áttunda áratugnum. ■ KONUR Eðlilegt að upplifa sorgartímabil ■ VÍSINDI Utþenslr hamlai aðgangi hreinu | SlÐA 24 Reykjavík -> Oslo Kr. 8.000 Reykjavík -> Bergen Kr. 9.500 www.flysas.is Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattarog flugvallargjöld innifalin. Flug hefst 27. mars. Sími fjarsölu: 588 3600. ifj Scandinavian Airiincs A STAR ALLIANCE MEMBER •£>“ zmmL Reuters iwWimwnY wjfljjf <t>ei :flj H' |X| K&, ^ )l y ‘VfoMÍEik • | Fjörutíu fórnarlömb hörmulegrar gassprengingar í efnaverksmiðju Bhopal á Indlandi mótmæltu því í Nýju-Dehlí f gær að indverska ríkið hafi hvorki hreinsað umhverfi verksmiðj- unnar né borgað skaðabætur. Fórnarlömb slyssins hafa gengið í þrjátíu og þrjá daga, um 800 kílómetra leið, frá Bhopal til Nýju-Dehli. Siysið í Bhopal, sem átti sér stað fyrir tuttugu árum, er versta iðnaðarslys sögunnar. Alls létust um 3.500 manns eftir að hafa andað að sér eitruðum gufum úr verksmiðjunni. Islendingur í Verk- fræðiakademíu BNA Bernhard Pálsson, prófessor í lífverkfræði við University of Cali- fornia í San Diego, hefur verið boðin innganga í eina af virtustu vísindaakademíu Bandaríkjanna; „The National Academy of Engine- ering.“ Bernhard er eini Islending- urinn sem hefur orðið heiðursins aðnjótandi en hann deilir þar sæti með fjöldamörgum frumherjum og frægum vísindamönnum á borð við Bill Gates og Paul Allen, stofn- endum Microsoft, og Steve Jobs for- stjóra Apple. Það þykir mikill heiður að fá inngöngu í akademíuna en í henni eru á hverjum tíma um 2000 manns. Bernhard segir að innganga í akademíuna hafi aukinn virðu- leika í för með sér sem geri honum auðveldara að stunda rannsóknir og fjármagna verkefni þeim tengd. Aðeins forsetaviðurkenning þykir meiri heiður fyrir vísindamann í Bandaríkjunum. Nánar er rætt við Bernhard á síðu 18 í Blaðinu „Leitað verði leiða til að nýta fjármagnið beturv' Siv Friðleifsdóttir, heilbrigðis og tryggingamálaráðherra segir að til þess að bregðast við vaxandi fjárþörf í heilbrigðiskerfinu sé mikilvægt að það fjármagn sem þegar sé fyrir hendi sé-nýtt betur. Hún bendir á að þrátt fyrir að öldruðum fari fjölg- andi þá komi líka til tækninýjungar. .Kostnaður eykst því á ákveðnum sviðum en hann minnkar líka á öðrum vegna bættrar tækni,“ segir Siv. Hún bendir á að fólk liggi mun skemur á sjúkrahúsum heldur en áður tíðkaðist, „þannig að það kemur sparnaður á móti vegna bættra afkasta. Það verður því verk- efni næstu ára að nýta það fjármagn sem fyrir hendi er.“ Siv segir því ljóst að umræðan á næstunni muni því snúast um forgangsröðun í heilbrigð- iskerfinu, fyrir hvað á að greiða og hve háar upphæðir. Annað sjónarhorn Jónína Bjartmarz, hefur sagt, að ætli menn sér að nýta forgangsröðun í kerfinu til þess að setja útgjalda- aukningunni skorður þá gerist það ekki nema annars vegar með því að einhver sem bíður eftir þjónustu fær hana aldrei, því annars sparist ekki neitt og hins vegar með því að forgangsröðun sé beitt þannig að greiðsluþátttaka Tryggingastofn- unar verði takmörkuð. Siv bendir á að hægt sé að horfa á málið frá öðru sjónarhorni. „Það er ákveðið magn þjónustu sem er í boði og þá má spyrja sig hvort ekki megi nýta það magn betur.“ Tvöfalt kerfi ekki til staðar Siv segir þverpólítíska samstöðu um að hér á landi verði ekki stefnt að tvöföldu kerfi þar sem efnameiri ein- staklingum væri gert kleift a greiða fyrir læknisþjónustu fullu verði, kjósi þeir það. í umræðu síðustu daga hafa menn bent á að tvöfalt kerfi sé þrátt fyrir allt til staðar í heilbrigðiskerfinu þar sem Tryggingastofnun niðurgreiði ekki öll læknisverk, til að mynda tannlæknaþjónustu. „Tannlæknar eru ekki áþessum hefðbundnu samn- ingum eins og aðrir sérfræðilæknar," segir Siv. „En það er allveg klárt að hér er ekki tvöfalt heilbrigðiskerfi eins og um er að ræða í Bandaríkj- unum til dæmis og það var það sem umræðan snérist um á þinginu."

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.