blaðið - 28.03.2006, Síða 4
4 I INNLENDAR FRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðið
' ■
* -ií V
GuHsmiðia Óia i smáralind
Breytingar í nýsköpun og atvinnuþróun
Eimskip kaupir
flutningafélag
Eimskip, dótturfélag Avion
Group, hefur skrifað undir vilja-
yfirlýsingu um kaup á 50% hluta-
fjár í breska landflutningafyrir-
tækinu Innivate Holdings. Þetta
kom fram á blaðamannafundi
sem Avion Group hélt í gær.
Kaupin verða fjármögnuð
með eigin fé og lánsfé en sjálft
kaupverðið er trúnaðarmál.
Gert er ráð fyrir að formlega
verði gengið frá kaupunum fyrir
lok aprílmánaðar.
Innovate er eitt stærsta fyr-
irtæki Bretlands á sviði hita-
stýrðra flutninga og er áætluð
velta fyrirtækisins tæplega 15
milljarða íslenskra króna. Fyrir-
tækið rekur nú 25 vörugeymslur
á 11 stöðum á Bretlandseyjum
ásamt 635 flutningabílum og
hitastýrðum tengivögnum.
Skulda 14
milljarða
íslendingar skulda rúma 14
milljarða í meðlagsgreiðslur
samkvæmt úttekt Innheimtu-
stofnunar sveitarfélaga á stöðu
meðlagsgreiðenda í landinu. I
úttektinni kemur einnig fram
að fjórði hver meðlagsgreiðandi
á í miklum erfiðleikum með að
greiða sínar skuldir.
Meðlag með barni eru rúmar
17 þúsund krónur á mánuði og
er nú greitt með um 22 þúsund
börnum á landinu.
Gert er ráð fyrir umfangsmikilli
uppstokkun í opinberu stuðnings-
kerfi nýsköpunar og atvinnuþró-
unar samkvæmt stjórnarfrumvarpi
sem iðnaðar- og viðskiptaráðherra
mun leggja fram á Alþingi á næstu
dögum. Þetta kom fram á blaða-
mannafundi sem ráðherrann hélt
í gær. Sameina á starfsemi Byggða-
stofnunar, Iðntæknistofnunar og
Rannsóknarstofnunar byggingar-
iðnaðarins í Nýsköpunarmiðstöð fs-
lands sem verður með höfuðstöðvar
á Sauðárkróki.
Fjármagna verkefni
f frumvarpi til laga um Nýsköpunar-
miðstöð Islands sem ríkisstjórnin
hefur samþykkt er gert ráð fyrir
umfangsmiklum breytingum á op-
inberu stuðningskerfi nýsköpunar
og atvinnuþróunar. Gert er ráð fyrir
því að Byggðastofnun, Iðntækni-
stofnun og Rannsóknastofnun bygg-
ingariðnaðarins verði sameinaðar í
Nýsköpunarmiðstöð fslands með
höfuðstöðvar á Sauðárkróki sem
taka mun til starfa í byrjun næsta
árs. Áfram verður þó gert ráð fyrir
tæknirannsókna- og frumkvöðla-
starfsemi á Keldnaholti í Reykjavík.
Hlutverk Nýsköpunarmiðstöðvar-
innarverðurm.a. að fjármagna verk-
efni varðandi atvinnumál í gegnum
tækniþróunarsjóð og byggðasjóð en
einnig er áætlað að þangað geti ein-
staklingar og fyrirtæki leitað upplýs-
Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra.
inga og leiðsagnar við nýsköpun.
Þá er áætlað að nýsköpunarsjóður
atvinnulífsins verði áfram veigamik-
ill þáttur í stuðningskerfi atvinnu-
lífsins og frumfjárfesta í sprota- og
nýsköpunarfyrirtækjum. í frum-
varpinu fær sjóðurinn heimild til að
taka þátt í samlagssjóðum og sam-
lagshlutafélögum og mun sjóðurinn
fá um 1,5 milljarð króna af söluand-
virði Símans til þessa verkefnis.
f frumvarpinu er einnig lagt
til að komið verði á fót þekking-
arsetrum víða um land með það
markmið að tengja saman starf-
Blaöiö/Frikki
semi háskóla, rannsóknastofnana,
þekkingafyrirtækja og sprota- og
nýsköpunarfyrirtækja.
Öllum starfsmönnum þeirra
stofnana sem lagðar verða
niður verða boðin störf hjá
Nýsköpunarmiðstöðinni.
Að sögn Valgerðar Sverrisdóttur,
iðnaðar- og viðskiptaráðherra, er
með frumvarpinu verið að bregð-
ast við breyttum atvinnuháttum
þjóðarinnar og fjármagnsmarkaði.
„Breytingarnar á síðastliðnum tíu
árum hafa verið örar og víðtækar.
Þau tæki sem ríkið hefur haft til
Rændu bensinstöð
Þrír menn voru handteknir í Hafn-
arfirði í gær grunaðir um að hafa
rænt Essó bensínstöð í Mosfellsbæ
á sunnudag. Mennirnir hafa allir
komið við sögu lögreglu áður.
Með húfu og sólgleraugu
Það var skömmu fyrir miðnætti
á sunnudaginn að lögreglunni í
Reykjavík barst tilkynning um að
Viðskiptalögfræði
á Bifröst
rán hefði verið framið í Essó bens-
ínstöðinni við Háholt í Mosfellsbæ.
Ræninginn hafði komið inn á bens-
ínstöðina og sagst vera með hníf þó
vopnið hafi ekki sést. Hrifsaði hann
til sín peninga úr afgreiðslukassa
áður en hann hvarf á brott með bíl
sem beið hans fyrir utan.
Engin meiðsli urðu á fólki á
meðan á ráninu stóð en maðurinn
var að sögn vitna með húfu og sól-
gleraugu. Talið er að ræningjarnir
hafi haft einhverja tugi þúsundir
króna upp úr krafsinu.
Leit að mönnunum upphófst um
„Þegar ég kom út á vinnumarkaðinn eftir
námið í viðskiptalögfræði fann ég vel
hversu frábæran undirbúning ég hafði
fengið þar. Lausnir raunhæfra verkefna,
gerð misserisverkefna, hópastarf með fólki
á mismunandi aldri og með mismunandi
bakgrunn, tækifæri til skiptináms erlendis,
öflugt og skemmtilegt háskólasamfélag;
allt veitti þetta mér fyrirtaks grunn til
að ná árangri í mínu starfi. Það er engin
spurning; nám við Viðskiptaháskólann
á Bifröst er ein sú besta fjárfesting sem
ég hef lagt út í."
Frekari upplýsingar:
www.bifrost.is
imi 433 3000
Þóra Margrét Þorgeirsdóttir,
Skatta- og lögfræðisviði
Deloitte hf.
BSI viðskiptalögfræði 2004
VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN
BIFRÖST
Stjórnenda- og leiötogaskóli i 88 ár
NJOTTU LIFSINS
með HEILBRlfiÐUM
LIFSSTIL
að standa við bakið á atvinnulífinu
og efla það eru orðin úreld og þess
vegna er farið í þessa vinnu.“
Skref í rétta átt
Soffía Lárusdóttir, formaður Sam-
bands sveitarfélaga í Austurlands-
kjördæmi, tekur undir orð Valgerðar
og segir þær breytingar sem lagðar
eru fram í frumvarpinu vera skref
í rétta átt. Hún bendir sérstaklega
á uppbyggingu á svæðisbundnum
þekkingarsetrum og segir þær geta
skipt höfuðmáli fyrir sveitarfélögin.
„Það hefur sýnt sig að sérhæfðar
landsstofnanir nýtast oft bara sínu
nánasta umhverfi. En með því að
byggja upp þekkingarsetrin sam-
hliða Nýsköpunarmiðstöðinni þá
munu þau hafa það hlutverk að vera
drifkraftur í byggðarþróun á við-
komandi svæði.“
Soffía bendir þó á að mikið liggi
undir að vel verði staðið að uppbygg-
ingu þekkingarsetra. „Þetta byggist
mikið á því að vel verði staðið að
uppbyggingu á þessum þekkingar-
setrum. Það er lykilatriði því annars
verður ekki til það afl sem þarf að
vera á hverju svæði fyrir sig.“
leið og lögreglunni barst tilkynn-
ing um ránið. Um tveimur tímum
seinna eða um eittleytið aðfaranótt
mánudags stöðvaði svo lögreglan í
Hafnarfirði bifreið sem í voru þrír
menn vegna gruns um aðild að mál-
inu. Mennirnir voru handteknir á
staðnum og færðir á lögreglustöð til
yfirheyrslu.
Að sögn lögrelunnar í Reykjavík
eru mennirnir allir á tvítugsaldri og
hafa áður komið við sögu lögreglu.
Yfirheyrslur yfir þeim stóðu enn
yfir þegar Blaðið fór í prentun í gær.
Svifryk yfir
hættumörkum
Svifryk mældist yfir heilsu-
verndarmörkum á höfuðborg-
arsvæðinu í gær samkvæmt
tilkynningu frá Umhverfissviði
Reykjavíkurborgar. Slíkt gerðist
einnig dagana 22,23 og 26 mars.
Samkvæmt veðurspá er útlit
fyrir að veður verði áfram þurrt
og kalt sem og að lítill raki verði
áfram í andrúmsloftinu. Því
er áframhaldandi hætta á að
svifryksmengun verði mikil í
Reykjavík næstu daga.
Viðmiðunarmörksvifryks eru
50 míkrógrömm á rúmmetra
á sólarhring en síðastliðinn
fimmtudag fóru klukkustundar-
gildin yfir 400 míkrógrömm og
ífyrrinóttyfir 600.
Vaxtaákvörð-
unar að vænta
Peningamál Seðlabankans
verða gefin út næstkomandi
fimmtudag. Á sama tíma er
einnig að vænta frétta af vaxta-
ákvörðun bankans. Greiningar-
deild Landsbankans spáir því að
Seðlabankinn hækki stýrivexti
um 50 punkta en að mati bank-
ans er þörf á enn meiri hækkun
ef vel á að vera.
„Við teljum að réttast væri
fyrir Seðlabankann að hækka
stýrivexti nú þegar um 75 til
100 punkta en gerum þó ein-
ungis ráð fyrir að hækkunin
verði 50 punktar,“ eins og segir
í frétt á vefsíðu bankans. Telur
Landsbankinn að hækkun um
75 punkta myndi ýta undir þá
trú að Seðlabankinn væri „raun-
verulega að reyna að fylgja eftir
yfirlýstu verðbólgumarkmiði,“
eins og það er orðað.