blaðið - 28.03.2006, Qupperneq 18
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaAÍA
18 1
Framleiðir írumur í mannslíkamarm
Bernhard Pálsson er eini íslendingurinn sem boðist hefur innganga í Verfrœðiakademíu Bandaríkjanna.
Fyrir um þremur vikum síðan
var Bernhard Pálsson, prófessor í
lífverkfræði við University of Cali-
fornia í San Diego, valinn inn í
eina af virtustu vísinda akademíu
Bandaríkjanna; The National Aca-
demy of Engineering. Bernhard
er eini íslendingurinn sem hefur
orðið heiðursins aðnjótandi en
hann deilir þar sæti með fjölda-
mörgum frumherjum og frægum
vísindamönnum á borð við Bill
Gates, Steve Jobs og Paul Allen
samstofnanda Microsoft.
{ Bandaríkjunum eru aðeins starf-
andi tvær akademíur utan verkfræð-
innar en það eru læknisfræði og
vísindaakademía Bandaríkjanna.
Verkfræðiakademían samanstendur
af um það bil 2000 einstaklingum,
helmingurinn fræðimenn úr há-
skólum og hinn helmingurinn menn
sem hafa skarað fram úr í heimi við-
skiptanna. Árlega eru valdir í hana
um 70 manns en á sama tíma dettur
svipuð tala út þar sem meðalaldur
meðlima er um 71 ár og því nokkur
fjöldi sem einfaldlega yfirgefur
þessa jarðvist árlega.
í Verkfræðiakademíunni eru auk
vísindamanna, margir þjóðþekktir
eða heimsfrægir menn sem hafa
hrint í framkvæmd hugmyndum
sem hafa haft mikil áhrif á samfé-
lagið, vísindin eða annað á stórum
mælikvarða.
„Ég skil eiginlega ekki hversvegna
ég var valinn inn í sömu akademíu
og Bill Gates,“ segir Bernhard, hlær
og bætir því við að þetta sé viður-
kenning sem fólk fær oft í lok starfs-
aldurs síns og að það geti tekið tugi
ára að vinna upp ferilskrá sem leiði
þetta af sér.
Engin pólitísk spilling
Bernhard segir líka að þessi viður-
kenning muni óneitanlega hafa já-
kvæð áhrif á störf hans hvort sem
það teljist réttlætanlegt eður ei.
„Ef maður er kynntur sem með-
limur í akademíunni þá mætir
manni ákveðið viðmót sem ein-
kennist kannski af meiri virðingu. I
Bandaríkjunum er aðeins ein viður-
kenning fyrir ofan þessa sem verk-
fræðingar eiga kost á, en það eru
sex eða átta verðlaun sem forsetinn
veitir einu sinni á ári og stundum er
einn verkfræðingur þar á meðal.“
Heldurðu að það séu einhverjar pól-
itískar ástæður sem liggja að baki
því hvaða menn eru verðlaunaðir af
forsetanum?
„Nei, það virðist ekki vera. Gamli
ráðgjafinn minn fékk þessi verð-
laun á þessu ári, en það er maður
sem situr ekki á skoðunum sínum,
er ekki hrifinn af öllu sem forsetinn
er að gera og hefur tjáð sig um það
opinberlega. Þrátt fyrir það fékk
þessi maður verðlaunin nú í ár svo
það virðist ekki vera að stjórnmála-
skoðanir skipti þarna nokkru máli
eða að menn verði að vera þókn-
anlegir áliti forsetans til að hljóta
viðurkenninguna."
Það eru eflaust ekki margir sem vita
hvað lífverkfrœði er. Geturðu útskýrt
það á einhvern einfaldan hátt?
„Fyrst var þetta kallað (e.biomed-
ical engineering) sem útleggst eitt-
hvað í átt að læknisfræðilegri lífverk-
fræði, en lífverkfræði er í raun öll
verkfræði sem tengist læknisfræði.
Til dæmis tækin sem fólk sér inni
á skurðstofum, tæki sem eru notuð
til að fylgjast með hjartslætti, blóð-
þrýstingi og svo framvegis. Hlutir
sem Össur eru að gera, eins og gervi-
limir eða íhlutir sem hægt er að
koma fyrir í líkamanum flokkast
einnig undir lífverkfræði.“
„Frankenfrumur"
Ástæða þess að Bernhard hlaut inn-
göngu í hina virtu akademíu er rann-
sóknarvinna að efnahvörfum fruma
sem leiddi til stofnunar fyrirtækis-
ins Genomatica sem starfar í San
Diego. Hann segir að þegar vísinda-
menn hófu að greina erfðamengi
hafi fag þeirra breikkað töluvert og
í dag felst starfið m.a. í því að hanna
frumur og framkalla hegðun þeirra.
Eitthvað sem fólk er ekki á eitt sátt
um hvort sé siðferðilega rétt eða
ekki.
„I dag hefur tækninni fleygt mjög
hratt fram. Við höfum til dæmis
kost á því að setja gen inn í frumur
og með því breyta þeim svo að þær
geri það sem maður vill að þær
geri. Þetta eru samt ekki „Franken-
frumur“ heldur frumur sem maður
fær til að framleiða efni fyrir sig. Til
dæmis efni sem hafa næringargildi,
eins og amínósýrur, eða efni sem
eru í sjálfu sér lyfjasambönd og svo
framvegis. Það sem varð til þess að
ég öðlaðist sæti í akademíunni er
fyrst og fremst vinna mín við tölvu-
líkön sem reikna út hegðun frumna,
m.a. hvað þær geta gert og hvað þær
geta ekki gert. Möguleikarnir út
frá þessu eru mjög fjölbreytilegir
og margir, allt frá því að framleiða
betri svitalyktareyða tilþess að rann-
saka bakteríur og frumur og fram-
leiða lyf. Fyrirtæki kaupa þannig
þjónustu af Genomatica sem tekur
að sér sérhæfðar rannsóknir innan
ákveðinna marka.“
Opió: Virka daga kl.10.00 til 18.00, Laugardaga kl. 11.00 til 16.00 Stigahlíó 45 105 Reykjavík Sími 553 7637 www.ljosin.is
\/optuw adjií Kj/jas
smdÍKjUs aj'ljósiAMs
jráyáfHmL
Ljósin í bænum
♦ r