blaðið - 28.03.2006, Síða 19

blaðið - 28.03.2006, Síða 19
blaðið ÞEIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 VIÐTALI 19 Gagnagrunnur líkamans Bernhard telur það mjög jákvæða þróun að í dag sé hægt að nota líkön af starfsemi mannslíkamans til framfara á sviðum vísindanna. „Á öðrum sviðum verkfræðinnar eru vanalega notuð tölvulíkön fyrir hönnun ýmissa hluta. Til dæmis eru tölvur notaðar í byggingaverkfræði til að mæla burðarþol, bílar og flug- vélar eru teiknaðar og hannaðar með tölvulíkönum og svo framvegis. í líffræðinni hefur þetta ekki verið hægt fyrr en núna og aðal ástæða þess að við komumst svona langt er sú að við byrjuðum að kort- leggja erfðamengi, skilja hvaða gen eru í þeim og hvað þau gera. í fram- haldinu er hægt að reikna út hina og þessa hluti eins og til dæmis vaxtar- hraða í frumum og fleira. Eins og staðan er í dag erum við einungis að vinna með einfrumunga, en við erum að byrja að hanna svona líkön fyrir fólk. Ég var á fundi um daginn í Manchester þar sem við kynntum allt efnaskiptakerfi mannslíkamans sem búið er að kortleggja. Það eru kannski tíu trilljónir fruma í heild sinni í mannslíkamanum en svona um það bil 200 mismunandi frumu- tegundir og í dag er tækni fyrir hendi sem gerir okkur kleift að líkja eftir þeim.“ Ert þú þá maðurinn sem maður á að tala við ef stefnt er á árangursríka megrun? „Já, það má segja það. Reyndar er það ekki ég persónulega sem talað er við heldur tölvuprógramm sem greinir starfsemi í líkamanum á sambærilegan hátt og þegar sykur- sjúklingar mæla insúlínmagnið í blóðinu. Þannig gæti maður tekið sýni úr blóðdropa og skilaboðin yrðu svo send þráðlaust yfir í tölvu sem myndi síðan mæla og greina þær niðurstöður sem þú óskaðir eftir. Þannig gætir þú haft skrá yfir eigin líkamsstarfsemi í tölvunni heima hjá þér. Sem dæmi mætti nefna að þú prófaðir kannski að nærast fyrst og fremst á kolvetnum í nokkra daga og mæla hvernig áhrif það hefði á líkamann, svo gætirðu prófað að synda í klukkustund á dag og séð hvað það gerði fyrir þig og svo framvegis. Þannig má sérhæfa forritið að hverjum einstaklingi fyrir sig. Sú staðreynd að við endursköp- uðum efnaskiptakerfi mannsins á síðasta ári, verkefni sem tók allt árið 2005, opnaði möguleikann á því að gera þetta núna. Það sem vantar upp á er kannski tæknin til að mæla þessar breytur í blóði, hvernig á að koma þessu þráðlaust í tölvu og hvernig það er síðan sett inn í tölvu- líkan af þér -En þegar því er lokið þá er maður kominn með gagnagrunn um eigin líkama og starfsemi hans sem verður mjög sniðugt held ég.“ segir Bernhard. Hvað er langtþangað til aðfólkgetur nálgast og nýtt sérþessa tœkni? „Eg hugsa að það verði innan fimm ára og þá ekki tengt heilbrigð- iskerfinu sem slíku heldur gæti þetta gagnast fólki sem er annt um eigin heilsu. Það þarf ekki lækna til að sinna þessu. Eg sé það fyrir mér að það mætti nálgast tölvuforritið á Netinu, eða kaupa það einhvernveg- inn ásamt fylgihlutum. Þetta yrði hreinlega eitthvað svipað því og þegar fólk notar vigt til að vigta sig. Þetta gæti orðið mjög vinsælt. Fólk er náttúrlega alltaf að kaupa alls- konar megrunarbækur og hlusta á gúrúa sem telja sig sérfróða um fjöl- breytta starfsemi líkamans, en tæki sem þetta myndi gefa kenningum þeirra vísindalegan grunn.“ Samspilið skiptir máli Hvernig stendur á því að þú valdir þessa sérgrein? „Það er merkileg saga sem nær aftur til þess tíma þegar ég vann með Sigmundi Guðbjarnarsyni, efnafræðiprófessor. Þegar ég var í BS náminu mínu við Háskólann þá vann ég hjá honum við að skoða efnahvörf í hjartavöðvum rotta. Starf mitt fólst m.a. í að einangra hjartavöðva í rottum sem tóku lýsi og annara sem tóku ekki lýsi. Úr hjartavöðvunum voru einangruð ensím sem við mældum í kjölfarið hvatahraðann á. Mér þóttu þetta mjög spennandi rannsóknir; að sjá hvernig ensím hegða sér... en fljótlega áttaði ég mig á að það er ekki nóg að sjá bara hvernig eitt ensím starfar heldur þarf maður að sjá heildarmynd- ina, hvernig þau starfa öll saman, mörg hundruð í einu í samspili sem myndar heild. Rannsóknir á þessu samspili; fruma, gena, mólekúla os.frv kallast í dag kerfislíffræði og sú grein fer ört vaxandi. Þegar ég var að vinna hjá Sigmundi var ekki hægt að einbeita sér að framvind- unni á þennan hátt þar sem tæknin einfaldlega bauð ekki upp á það, en svo breyttist þetta fyrir um það bil tíu árum síðan þegar það fóru að koma fram háhraðamælingatæki sem gera manni t.d. kleift að mæla mörg þúsund mólekúl, á sama tíma, í einni frumu. Og þar sem við getum í dag mælt þær, myndað, flokkað og greint á mjög fullkominn hátt, gefst einnig möguleikinn á því að byggja af þeim líkön. Til að skilja kerfislíffræði á ein- faldari hátt má kannski bera hana saman við vistfræði en vistfræði er eitthvað sem flestir kunna skil á. Þannig má t.d. bera þetta saman við starfsemi í dýraríkinu sem er raskað um leið og nýr snigill mætir til leiks og allt kerfið breytist," segir Bernhard að lokum. margret@bladid.net Philips HP4881 Einfaldur og kraftmikill 1900w JetSet HÁRBLÁSARI með 3 hita- og hraða- stillingum og köldu lofti. Dreifihaus fylgir. Philips HP4892 Professional hárblásari með AC mótor eins og notað er á hárgreiðslustofum. lon tækni sem afrafmagnar hárið og 6 hita- og hraðastillingar. Toppurinn frá Philips. FULLTVERÐ 3.995 Ifft Philips HP4642 Vandað SLÉTTUJÁRN með keramik húð, Pro- fessional styling temprature, 6 hitastillingum og er aðeins 30 sekúndur að hitna. 'ÚWl FULLTVERÐ 4.995 Philips HP4696 8 tæki í 1. Sléttuiárn, krullujárn, krullubursti, krumpujárn og fleira. Ailt með vandaðri keramik húð sem fer vel með hárið. Frábært sett. Philips HP4648 Hágæða sléttujárn með Keramik húð og I0N tækni sem afrafmagnar hárið. LCD skjár sem stilla má hita á og hitnar á aðeins 30 sekúndum. Það allra besta sem völ er á. HAGKAUP SÆTÚNI 8 REYKJAVlK • SlMI 569-1500 I UMBOÐSMENN EYRARVEGI21 SELFOSSI • SlMI 480-3700 I UM LAND ALLT HEILDAR VÖRU www.ht.is - YFIR 1000 VÖRUR - www.ht.is VESSLA PHI

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.