blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 28.03.2006, Blaðsíða 26
26 IKONUR ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðið Eðlilegt að upplifa sorgartimabil Það er alltaferfitt að slíta sambandi, sama hver orsökin er, en það er mikilvœgt að leyfa sér að syrgja týnda ást. komið 'y* A.ú i Það er alveg sama hvað sagt er, það er alltaf erfitt að jafna sig eftir sam- bandsslit og það tekur alltaf ein- hvern tíma. Hvort sem makinn lét þig flakka, þú fékkst leið á bullinu í honum eða þetta var ákveðið í mestu samkennd þá er alltaf ákveðið ferli sem þarf að ganga í gegnum til að jafna sig á sambandsslitum. Hér eru nokkrar leiðir sem gera ferlið von- andi auðveldara: & i LÍFSINS ILBRigÐUM FSSTIL • íifym Þú færö BeYu í verslunum Lyfju: Garöatorgi - Grindavík - Keflavík - Selfossi - Lágmúla - Laugavegi - Setbergi - Smáralind - Smáratorgi - Spönginni Stykkishólmi - Borgarnesi - Eskifiröi - Egilsstööum - Reyöarfiröi - Seyöisfiröi - Hornafiröi - ísafiröi - Húsavík - Sauöárkróki - Blönduósi IHleyptu því út og gleymdu því • svo. Gerðu það sem þú þarft að gera, gráttu, talaðu um hann út í það óendanlega eða láttu blótsyrðin flæða. Ef þú viðurkennir ekki til- finningar þínar og tekur á þeim þá munu þær einungis magnast og þú gleymir þessu aldrei. Leyfðu þér að vera sorgmædd, það er fullkomlega eðlilegt í einhvern tíma. Að sama skapi er nauðsynlegt að hætta að syrgja eftir einhvern tíma. Ef þig vantar ástúð eftir sorgartímabilið þá er um að gera að hitta ættingja og vini og knúsa þá sundur og saman. Svo er gott að knúsa bangsa, púða eða sængur á næturnar. 2Forritaðu hjartað upp á nýtt, • ef svo má segja. Þú munt ekki gleyma fyrrverandi fyrr en þú getur séð hann í nýju Ijósi. Lokaðu augunum og rifjaðu upp neikvæðar stundir, eins og þegar makinn var í fýlu, var illa útlítandi og illa lykt- andi og svo framvegis. Með smá æf- ingu ættirðu að geta kallað fram alls kyns leiðinlegar myndir og þessar truflandi tilfinningar hverfa smátt og smátt. 3Skrifaðu upp lista yfir kosti og • galla. Sambandsslit bjóða upp á tilvalið tækifæri til að kynnast sjálfum sér betur og hvernig sam- band þú vilt. Skoðaðu hvaða kosti þú hefur og hvaða galla. Hvað mis- fórst í sambandinu og hvað var gott Eftir sambandsslit er tilvalið að eyða tíma í sjálfan sig. Með því að gefa sjálfri þér tíma þá gætirðu kynnst frábærustu manneskju í heimi, sjálfri þér. í því. Með smá sálarskoðun ættirðu að geta byggt sjálfan þig upp og gert næsta samband enn betra en það síðasta. 4Stofnaðu skemmtiklúbb á • laugardagskvöldum enda eru helgarnar stundum einmanalegar fyrir einhleypa. Byrjaðu að hringja í vinina í byrjun vikunnar og skipu- leggið eitthvað skemmtilegt fyrir næstkomandi helgi. Það er svo margt í boði utan þess að stunda skemmtistaðina eins og bíó, skautar, keila og svo mætti lengi telja. Fyrir þá sem hafa áhuga á sjálfboðaliða- vinnu er tilvalið að bjóða sig fram á Vinalínu eða eitthvað annað sjálf- www.lyQa.is boðaliðastarf um helgar. Þannig get- urðu mögulega hitt aðra með álíka stórt hjarta og gefandi persónuleika. 5Með því að gefa sjálfri þér • tíma þá gætirðu kynnst frá- bærustu manneskju í heimi, sjálfri þér. Gerðu allt sem þig hefur alltaf langað til að gera en þú hefur slegið á frest. Skráðu þig í leiklistarklúbb, bókahring, farðu í skóla eða farðu í framandi ævintýraferð út í heim. 6Passaðu þig á því að finna • ekki annan maka, til þess eins að komast auðveldar yfir hinn. Oft- ast vill það gerast einmitt þegar þú ert á viðkvæmasta skeiðinu og allt í einu ertu ástfangin aftur. Reyndu þá að sjá nýja makann fyrir, þá per- sónu sem hann er en ekki sem lækn- ingu á ástarsorg þinni. Ef þú ert í sambandi til þess eins að jafna þig á fyrra sambandinu er það einungis tímabundin lækning, þú munt finna fyrir sársaukanum aftur von bráðar. Þú verður að vera alveg búin að jafna þig á hinum aðilanum áður en þú dembir þér í samband aftur. 99................. Aldrei líta til baka. Ekki falla í þá gryfju að viðhalda Haltu mér/Slepptu mér sam- bandi svo mánuðum skiptir. Ljúktu sam- bandinu endanlega. 7Aldrei líta til baka. Ekki falla • í þá gryfju að viðhalda Haltu mér/Slepptu mér sambandi svo mánuðum skiptir. Ljúktu samband- inu endanlega. Ef fyrrverandi maki hringir í sífellu, vill reyna aftur eða vera bestu vinir til æviloka þá segðu honum skýrt og greinilega hvernig málin standa. Láttu fyrrverandi fara fyrir fullt og allt og í framtíð- inni þýðir ekki að sætta sig við neitt annað en það allra besta. Þú átt það skilið!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.