blaðið - 28.03.2006, Page 30
30 I ÍPRÓTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaöift
Arnar Jón Agnarsson
Leikmaður Fylkis í handknattleik
Hugþrautin
Hugþrautin er nýr vikulegur liður á
íþróttasíðu Blaðsins. Tveir menn úr
íþróttaheiminum mœtast í spurninga-
einvígi og tengjast allar spurningarnar
íþróttum á einn eða annan hátt. Regl-
urnar eru einfaldar: keppendurnir fá
sömu 16 spurningarnar og sá sem hefur
fleiri rétt svör heldur áfram en sá sem
taparfœr að velja næsta andstæðing sig-
urvegarans. Takist einhverjum að sigra
fimm keppnir í röð verður hann krýndur
Hugþrautarmeistari og fær að launum
veglegan verðlaunagrip.
Konráð Olavsson
Fyrrum landsliðsmaður í handknattleik
1. Hvaða þjóðir kepptu um þriðja sætið á nýafstöðnu Evrópumóti í
handknattleik?
A: Það voru Danmörk og Króatía.
K: Voru það ekki Danmörk og Króatía?
2. Hvaðan af landinu er skíðakonan Dagný Linda Kristjánsdóttir?
A: Akureyri
K: Ég held að það sé Dalvík
3. Hver deildi markakóngstitlinum með Guðmundi Steinssyni á íslands-
mótinu í knattspyrnu 1991?
A: Það er einhver snillingur eins og Pétur Pétursson.
K: Hörður Magnússon
4. Frá hvaða landi er golfarinn Vijay Singh?
A: Er hann ekki frá Fiji-eyjum eða einhver andskotinn?
K: Hann er fæddur á Indlandi en segjum að hann spili fyrir Bretland.
5. Með hvaða liði leikur Guðmundur Stephensen borðtennis?
A: Hann keppir fyrir Malmö. Ég fylgist einmitt mjög mikið með
sænskum borðtennis.
K: Víkingi
6. Fyrir hvaða lið aka þeir Ralf Schumacher og Jarno Trulli í Formúlu 1 ?
A: Ég ætla að segja Williams.
K: BMW
7. Hvar voru Sumarólympíuleikarnir haldnir árið 1968?
A: Los Angeles
K: Það er árið sem ég fæddist, en ég bara
man það ekki. Segjum Miinchen.
8. Hvað heitir knattspyrnustjóri portúgalska knattspyrnuliðsins
Benfica?
A: Koeman
K: Það er einhver Hollendingur. Ég ætla að skjóta á Van Gaal.
9. Hvað heitir unnusta NBA-leikmannsinsTony Parker?
A: Eva Longoria
K: Ég hef ekki hugmynd um það
10. Hvaða liði mætir kvennalið Vals í handknattleik í undanúrslitum
Áskorendakeppni Evrópu?
A: Einhverju rúmensku liði. Man bara ekki hvað það heitir.
K: Ég sá að þær komust áfram en ég man ekkert hvað liðið heitir.
11. f hvaða íþróttagrein keppti Larissa Latynina sem unnið hefur fiest
verðlaun allra á Ólympíuleikum, alls 18 talsins?
A: Fimleikum
K: Segjum að hún hafi keppt í frjálsum íþróttum.
12. Hvað heitir forseti Knattspyrnusambands Evrópu (UEFA)?
A: Lennart Johnansson
K: Það er einhver Svíi. Lennart Johansson.
13. Hvað heitir íþróttafélagið á Kópaskeri?
A: Heitir það ekki bara Kópur?
K: Ég segi bara Kópurinn.
14. Hvaða handknattleikslið þjáifar hin skapbráða Anja Andersen?
A: Eitthvað danskt lið. Strandstrulle? Nei, ég man það ekki. Ég er ekki
nógu vel að mér í kvennahandboltanum.
K: Eitthvað danskt lið. Ég man samt ekki hvað
það heitir. Ég giska bara á FC Köbenhavn.
15. Hvað heitir heimavöllur skoska knattspyrnuliðsins Glasgow
Rangers?
A: Hef ekki hugmynd.
K: Ég held ég hafi aldrei heyrt það.
16. Hvaða lið er nýkrýndur fslandsmeistari í hópfimleikum?
A: Hlýtur að vera Gerpla eins og alltaf.
K: Það var Gerpla.
,,Bjóst við meiri mótspyrnu"
Arnar sigrar Konráð með átta réttum svörum á mótifjórum.
,Ég þekki einn sem hefur verið í
sigurliði í Gettu betur og ég reyndi
að tileinka mér taktana hans,“ segir
Arnar Jón Agnarsson, Fylkismaður
og nýbakaður sigurvegari í fyrstu
Hugþrautinni. Hann stóð keikur eftir
viðureignina og játaði því að hann
hefði ekki ætlað sér annað en sigur.
„Konráð er náttúrulega mjög
leikreyndur þannig að ég bjóst nú við
að þetta yrði jafnari og betri rimma.
Hann má reyndar eiga það að hann
var að eignast dóttur og ég óska
honum til hamingju með það,“ segir
Arnar og telur að það geti hafa haft
áhrif á einbeitingu Konráðs. „Það
er eina afsökunin sem mér dettur í
hug fyrir hans hönd, því annars var
þetta frekar slakt hjá honum," bætir
hann við, en tekur fram að þrátt fyrir
að Konráð hafi ekki verið sleipur
í spurningunum sé hann engu að
síður mikill snillingur.
Dómaraskandall og
dagsformið ekki í lagi
„Þótt ótrúlegt megi virðast er líf
eftir handboltann og ég er farinn
að lesa um aðra hluti. Maður er
farinn að byrja réttum megin
á Mogganum," segir Konráð
Olavsson, sem lagði handboltaskóna
á hilluna fyrir nokkrum árum og
starfar nú sem vörumarkaðsstjóri
hjá Marel. Aðspurður hvort
vörumarkaðsstjórnunin svipi að
einhverju leyti til handboltans
segir hann störfin á köflum vera
nauðalík. „Ég er vörumarkaðsstjóri
hjá Marel. Það er á köflum mjög líkt
handboltanum. Þetta snýst allt um
að vinna í hóp með öðru fólki, stefna
í rétta átt og sigra að lokum.“
Konráð segist ekki hafa verið of
sigurviss fyrir viðureignina. „Ég
þekki Arnar mjög vel og átti satt að
segja von á því að hann myndi rúlla
mér upp því ég veit að hann fylgist
ágætlega með. Það er engin skömm
að tapa fyrir honum enda fluggáfaður
og glæstur á velli,“ segir Konráð.
Aðspurður hvað hafi farið úrskeiðis
segist hann ætla að beita fyrir sig
öllum klisjunum í bókinni: „Ég var
vel undirbúinn og sýndi mikinn og
góðan baráttuanda. En dagsformið
var ekki í lagi og það voru dómararnir
sem klúðruðu þessu!“
bjorn@bladid.net
l'næstu viku...
Þar sem Konráð tapaði fékk hann
að velja næsta andstæðing Arnars.
Ákvað hann að siga handknattleiks-
manninum Patreki Jóhannessyni á
Arnar og tók Patrekur að sjálfsögðu
áskoruninni.
Arnar um einvígið:
„Ég býst við erfiðari og skemmtilegri
keppni. Ef ég vísa til leikjanna milli
Fylkis og Stjörnunnar í vetur þá
hafa þetta verið erfiðar og blóðugar
rimmur sem enda með því að Fylkir
sigrar. Meira vil ég ekki segja um
það.“
Patrekur um einvígið:
„Jú, þeir eru vissulega búnir að vinna
okkur í báðum leikjunum þannig
að það er eðlilegt að hann taki það
fram. En við erum með titil og það
er það sem telur. Mér líst mjög vel á
að mæta honum í spurningakeppni.
Nú er bara að byrja að lesa.“
Rétt svör:
1. Danmörk og Króatia
2. Akureyri
3. Hörður Magnússon
4. Fiji-eyjum
5. Malmö
6. Toyota
7. Mexíkó
8. Ronald Koeman
9. Eva Longoria
10. CSTomisConstanta frá Rúmeníu
11. Rmleikum
12. Lennart Johansson
13. Snörtur
14. Slagelse
15. Ibrox
16. Gerpla
LENGJAN
LEiKIR DAGSINS
Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is
Gratkorn - LASK 2,35 2,55 2,35
Kapfenberg - Austria Amateure 2,45 2,60 2,20
Kufstein - Leoben 2,65 2,70 2,00
Kárnten - Austria Lustenau 1,90 2,75 2,80
Saudi Arabía - Pólland 2,60 2,65 2,05
Alloa - Stirling 3,00 2,80 1,80
Forfar - Raith 2,00 2,70 2,65
Greenock Morton - Dumbarton 1,25 3,65 5,70
Burnley - Southampton 1,90 2,75 2,80
Preston - Crewe 1,35 3,35 4,75
Milton Keynes Dons - Brentford 2,80 2,75 1,90
Arsenal - Juventus 2,20 2,60 2,45
Carlisle - Lincoln City 1,45 3,10 4,25
Rochdale - Barnet 1,75 2,80 3,15
Dagenham Redbridge - Crawley Town 1,50 3,00 4,00
Halifax - Woking 1,50 3,00 4,00
Kidderminster - Grays Athletic 2,35 2,60 2,30
Tamworth - Exeter 2,55 2,65 2,10
Hamilton - Stranraer 1,55 3,00 3,70
Cowdenbeath - Elgin 1,25 3,65 5,70
Benfica - Barcelona 3,00 2,80 1,80
KR - UMFN 2,00 8,60 1,40
Detroit - Dallas 1,40 8,60 2,00
LA Clippers - San Antonio 1,85 8,10 1,50
Skeytin inn
Ruud van Nistelrooy mun
að öllum líkindum verða
í byrjunar-
liði Manchester
United þegar liðið
tekur á móti West
Ham annað kvöld.
Nistelrooy hefur þurft að verma
varamannabekkinn undan-
farna fimm leiki en stjórinn
Alex Ferguson hefur lofað því
að gera breytingar á liðinu frá
sigurleiknum gegn Birmingham
á sunnudag. „Það er erfitt að
breyta til þegar liðið er á sigur-
braut og satt að segja finnst mér
að maður eigi ekki að gera það.
En það eru tveir erfiðir leikir
framundan og því finnst mér
þörf á því að fríska aðeins upp
á liðið,“ sagði Ferguson og átti
við yfirvofandi viðureignir við
Bolton og Arsenal.
Michael Owen, sókn-
armaður Newcastle,
segist fullviss um að
hann verði búinn að ná sér af
meiðslum sínum fyrir HM í
sumar. Owen ristarbrotnaði sem
kunnugt er í leik gegn Totten-
far «1 hamÁgamlársdag
(. ' ~ i °8 þuTfú1 kjolfarið
--- að koma fyrir skrúfu
I i ■ í faeti hans. í síðustu
viku þurftu læknar svo að skipta
um skrúfu og verður hann því
frá lengur en búist var við.
„Ég ætti að geta byrjað að spila
eítir fjórar vikur. Þá er enn nægur
tími til að komast í leikform
og fara að skora mörk,“ sagði
Owen og bætti við að hann
vonaðist til að ná að leggja sitt af
mörkum til Newcastle áður en
tímabilið væri á enda. „Félagið
og stuðningsmennirnir hafa
verið mér frábærir og mig langar
mjög að launa þeim það.“
Aston Villa hafa staðfest að
í samningi Milans Baros,
sóknarmanns liðsins, sé
ákvæði um
að honum sé
frjálst að fara
frá félaginu sé
eitthvað lið til-
búið að greiða 7 milljónir punda
fyrir hann. Er það sama upphæð
og Villa greiddi fyrir leikmann-
inn á síðasta ári en Baros skrif-
aði undir fjögurra ára samning
við liðið. Steve Stride, talsmaður
Aston Villa, lýsti því hins vegar
yfir að stuðningsmenn þyrftu
engar áhyggjur að hafa. „Við
erum alls ekki að leitast við að
selja Milan og hann hefur alltaf
sagt að hann vilji vera áfram hjá
okkur,“ sagði Stride.
Sol Campbell verður ekki
með Arsenal þegar liðið
tekur á móti Juventus
í fjórðungsúrslitum Meistara-
deildarinnar í kvöld. Meiðsli
sem hrjáð hafa
I Campbell undan-
! farna tvo mánuðu
I tóku sig upp á ný á
æfingu liðsins og
gengur hann því ekki heill til
skógar. Arsene Wenger, stjóri Ar-
senal, sagði meiðslin hins vegar
ekki vera alvarleg og líklega
yrði Campbell tilbúinn í slaginn
þegar liðið mætir Aston Villa
um næstu helgi. Þá greindi hann
frá því að Freddie Ljungberg
væri einnig meiddur og yrði ekki
með.
Leiktíma á tveimur leikjum
í DHL-deild karla í hand-
knattleik hefur verið
breytt. Um er að ræða leik lR og
FH og viðureign HK og Hauka.
Leikirnir áttu að fara fram næst-
komandi föstudagskvöld en hafa
verið færðir á laugardag vegna
ársþings HSÍ.
deildarinna
1
I