blaðið - 28.03.2006, Page 32

blaðið - 28.03.2006, Page 32
32 I MENNING ÞRIÐJUDAGUR 28. MARS 2006 blaðiö Bréf til Júlíu í hverri viku fær Júlía, hin fræga leikritapersóna Shakespeare fjölda bréfa. Áritun á einhverjum þeirra er einungis: „Til Júlíu, Ver- óna“ en nægir samt til að koma viðkomandi bréfi til skila. Bréfin fara öll á sama stað, Club di Giulietta í Veróna, Ítalíu, þar sem sjálfboðaliðar svara þeim. Bréfin hefjast öll á sama hátt: „Kæra Júlía“. Nú hafa tvær banda- rískar systur, Lisa og Ceil Friedman, valið bestu bréfin og svör við þeim til útgáfu í bók sem kemur út í nóvember. Siðurinn að senda Júlíu bréf hófst árið 1937 en þá fannst bréf á stað sem sagður er vera graf- hýsi hennar en árlega leggur fjöldi manns leið sína þangað og heimsækir sömuleiðis hús hennar. Fyrir utan húsið er bronsstytta af Júlíu. Ferðamenn strjúka hægra brjóst hennar en sá siður er sagður boða þeim gæfu. Árum saman festu ferða- menn bréf til Júlíu við húsið og notuðu til þess tyggigúmmí. Á síðasta ári var bann lagt við slíku og póstkassa komið fyrir. Félagsskapurinn Club di Giulietta geymir um 50.000 bréf sem send hafa verið til Júlíu. Friedman syst- urnar fóru í gegnum um 5000 þeirra og völdu 75 til birtingar. I einu bréf- anna stendur: „Kæra Júlía. Þú ert síð- asta von mín. Konan sem ég elska meira en nokkuð annað í heiminum hefur yfirgefið mig“. Annað hefst á þessa leið: „Kæra Júlía, ég bý á þriðju hæð. Foreldrar mínir leyfa kærasta mínum ekki að heimsækja mig. Svo ég verð að lauma honum inn“. Eitt bréfanna er frá Riccardo sem er tíu ára og elskar „eldri“ konu, sem er 14 ára og hann hitti í Verona sumarið áður. Hann spyr Júlíu hvort hún hafi frétt af henni. Árið 1967 skrif- aði kona frá Louisiana að eiginmaður hennar væri í Víetnam og hún væri orðin ástfangin af besta vini hans. Árið 1972 skrifaði hermaður frá Víetnam: „Ég er í loft- varnarbyrgi. Ég heyri sprengjur springa fyrir utan og byssuskot. Ég er 22 ára gamall og ég er hræddur". Kona frá Úkraínu skrifar Júlíu og spyr: „Ég á 27 ára gamla dóttur sem hefur aldrei gifst en er að leita að kær- asta“. Konan biður Júlíu um hjálp. Af einhverjum ástæðum fær kærasti Júlíu Rómeó sárafá bréf meðan þau streyma til hans heittelskuðu. Rómeo og Júlía eftir Frank Dicksee. Júlía hefur fengið um 50.000 bréf þar sem fólk leitar ráða hjá henni. 99............ Fyrír utan húsið er brons- stytta afJúlíu. Ferðamenn strjúka hægra brjóst hennar en sá siður ersagður boðaþeim gæfu. Árum saman festu ferðamenn bréftil Júlíu við húsið og notuðu til þess tyggigúmmí. Á síðasta ári var bann lagt við slíku og póstkassa komið fyrir. Svanurinn flýgur til Hollands JPV útgáfa hefur gengið frá útgáfusamningi við hollenska útgáfufyrirtækið De Geus um út- gáfu á Svaninum eftir Guðberg Bergsson. Svanurinn kom fyrst út 1991 og hefur þegar komið út á tólf tungu- málum og og alls staðar fengið fá- dæma góðar viðtökur. Svanurinn hlaut á á sínum tíma íslensku bók- menntaverðlaunin og var árið 1997 tilnefnd til Bókmenntaverðlauna Sænsku akademíunnar. Svanur- inn hefur fengið einróma lof gagn- rýnenda hvar sem hún hefur verið gefin út og hefur fengið mikla um- fjöllun í erlendum fjölmiðlum en t.d. birtist um hana opnugrein í Le Nouvel Observateur eftir Milan Kundera þar sem hann segir m.a. „skáldsaga sem skildi eftir í mér langt, mjög langt bergmál hrifningar.“ Hollenska útgáfufyrirtækið De Geus er þekkt fyrir að gefa út marga af fremstu höfundum sam- tímans. Meðal höfunda þess eru Roddy Doyle, Annie Proulx, Pat Barker og Henning Mankell. Söngelskir karlmenn Raddbandafélagið er að undirbúa þátttöku á Norrænni tónlistarhátið og heldur tón- leika í Digraneskirkju í næsta mánuði. Raddbandafélag Reykjavíkur er sönghópur skipaður hressum og söngelskum karlmönnum. Félagar sönghópsins eru ýmist söngmennt- aðir eða með umtalsverða reynslu af kórsöng en stjórnandi þeirra er Sigrún Grendal. Þrátt fyrir aðeins þriggja ára starfsaldur hefur Raddbandafélagið tekið að sér ýmis metnaðarfull verkefni. Meðal annars má nefna þátttöku í íslenskum menningardögum í Búlgaríu á haustdögum árið 2004. í vor er hins vegar stefnan sett á Rússland! Raddbandafélagið undirbýr nú þátttöku í Norrænni tónlistarhátíð Nordic Music Festival sem haldin verður í st. Pétursborg á vori kom- anda. Tónlistarhátíðin sem er haldin fyrir tilstuðlan hins þekkta stjórn- anda Kristofer Wahlander er nú haldin í þriðja sinn en íslendingar taka nú í fyrsta sinn þátt í hátíðinni. I Pétursborg mun Raddbandafélagið kynna íslenska karlakóratónlist auk þess að stikla á stóru í fjölbreyttri söngdagskrá sönghópsins. Á vortónleikum Raddbandafélags- ins 25. apríl nk. í Digraneskirkju verður tónninn sleginn fyrir Rúss- landsferðina þar sem nokkur rúss- nesk lög munu prýða söngdagskrána. SU DOKU talnaþrautir Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig að hver tala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. Gáta dagsins 6 7 8 5 6 9 3 4 7 5 4 9 3 6 5 6 2 9 8 5 3 8 5 2 6 4 2 9 7 2 4 1 SHDP- IS ©6610015 Lausn síðustu gátu 3 5 7 4 6 8 1 2 9 2 8 6 9 1 3 7 5 4 4 9 1 7 2 5 8 3 6 5 4 9 3 8 7 2 6 1 6 2 8 1 9 4 5 7 3 7 1 3 6 5 2 9 4 8 8 3 2 5 4 1 6 9 7 9 7 5 8 3 6 4 1 2 1 6 4 2 7 9 3 8 5

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.