blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 8

blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 8
8 I ERLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaAÍ6 Reyndi að kuga út fundarlaun Kona var handtekin í Darmstadt í Þýskalandi í gær fyrir að ætla að kúga fé út úr aldraðri konu. Þýsk kona fann á dögunum veski sem innihélt um 8o þúsund krónur. Flestir heiðvirðir Þjóð- verjar í hennar sporum hefðu komið veskinu til eiganda og í besta falli vonast eftir fundar- launum. Óheiðarlegri Þjóðverjar hefðu hirt peningana og skeytt litlu um eigandann. En konan kom auga á óvæntan og snjallan þriðja möguleika: hún ákvað að kúga fé út úr eigandanum. Konan fann símanúmer ellilíf- eyrisþegans í veskinu, hringdi í öldruðu konuna og setti henni afarkosti. Hún myndi skila vesk- inu en einungis ef að eigandinn myndi borga henni ío þúsund krónur fyrir auk 2.000 króna í ferðakostnað. Ellilífeyrisþeginn samþykkti en hringdi umsvifa- laust í lögregluna og kærði kon- una fyrir fjárkúgun. Hún var handtekin þegar hún mætti á um- saminn stað á tilsettum tima til að skila veskinu fyrir kúgunarféð. 3U lietids l)v ~Z- (S) F13 F3 I I www.zoppini.com Meba - Kringlunni Rhodium - Kringlunni Meba Rhodium - Smáralind Or & Gull - Firði Hafnarfirði Georg V. Hannah - Keflavík Guðmundur B. Hannah - Akranesi Karl R. Guðmundsson - Selfossi Klassík - Egilsstöðum Reuters Hermaður fylgist með björgunarmönnum flytja eitt fórnarlamba árásanna úr mosku sjíta í Bagdad í gær. Um 80 manns farast í sjálfsmorðsárás í Bagdad Að minnsta kosti áttatíu manns fór- ust og á annað hundrað særðust al- varlega í þremur sjálfsmorðsárásum á mosku sjíta í Bagdad í gær. Innanríkisráðuneyti Iraks hafði gefið út viðvörun um að hætta væri á sjálfsmorðsárásum í borginni og hvatt fólk til þess að forðast moskur, torg og aðra fjölfarna staði. Þrátt fyrir mikinn viðbúnað og herta öryggisgæsju sluppu mennirnir í gegnum eftirlit. Sjónvarvottar segja að þeir hafi dulbúið sig sem konur. Klerkurinn sem leiðir í bænir í mos- kunni, Jalaluddin al-Saghir, situr á þingi fyrir sjlta-bandalagið og telja yfirvöld öruggt að hryðjuverka- menn úr röðum súnníta beri ábyrgð á voðaverkinu. Á fimmtudag sprakk bílsprengja í borginni Najaf rétt við höfuðstöðvar hins áhrifamikla klerks al-Sistani með þeim afleið- ingum að tíu manns féllu í valinn. Árásin er sú síðasta í hrinu ofbeld- isverka sem hófst í kjölfar árásar á helgidóm sjíta í Samarra í febrúar. Hundruð manna hafa farist í ofbeld- isöldunni og óttast er að stigmagn- andi átök hrindi þjóðinni að lokum út í fen borgarastyrjaldar. Það þykir ekki bæta ástandið að ekki hefur enn tekist að mynda starfhæfa rík- isstjórn í landinu fjórum mánuðum eftir kosningar. Þykir það endur- spegla þá gjá sem er á milli ólíkra hópa í Irak. Segir Bandaríkjamenn eiga í viðræðum við uppreisnarmenn Þrátt fyrir vaxandi spennu í landinu eru vísbendingar um að einhverjar viðræður fari fram á milli uppreisn- armanna annarsvegar og stjórn- valda og hernámsliðsins hinsvegar. Bandariski sendiherrann í Irak, Zalmay Khalilzad, sagði í gær við breska ríkisútvarpið, BBC, að Banda- ríkjamenn hefðu átt í viðræðum við hópa uppreisnarmanna í írak. Jafnframt fullyrti sendiherrann að þessar viðræður hefðu orðið til þess að árásum á hernámslið Bandaríkj- anna og bandamanna þeirra hefði fækkað í kjölfarið. Khalilzad tók þó fram að Banda- ríkjamenn myndu aldrei ræða né semja við stuðningsmenn Saddams Husseins, fyrrum forseta landsins, eða hryðjuverkamenn. Einungis væri rætt við þá sem eru tilbúnir að sætta sig við þá stjórnskipan sem er verið að reyna að festa í sessi. Þrátt fyrir þessar viðræður sagði sendi- herrann að íraska þjóðin væri klofin og hryðjuverkamenn nýttu sér þá staðreynd í aðgerðum sínum. Hann kvaðst telja að þrátt fyrir að við- ræður við ákveðna hópa uppreisn- armanna gæfu tilefni til bjartsýni væri hættan á borgarastríði í land- inu mikil. Flott hugmi fermingargjöf Silva 8x20 Vandaður sjónauki i vasann. Stækkar 8 sinnum. 3.990 kr. SMÁRALIND SÍMI 545 1550 o GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 o KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 UTILÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.