blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 30
30 I MilTlFR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaðiö ERTU BURDAR- DÝRFYRIR UNGUNGINN? KAUPUM EKKI AFENGI FYRIR FÓLK UNDIR LÖGALDRI. VÍN#BÚÐ Egg upprísu o. > V: Fyrir mörgum kristallast páska- hátíðin í súkkulaðiegginu sem er brotið upp að morgni páskadags enda má segja að það sé órjúfan- legur hluti hátíðarinnar. Það er eins með þessa hefð og margar aðrar, oftsinnis fylgir fólkþeim, finnst þær ómissandi en vita ekki hvaðan þær eru upprunnar. Sam- kvæmt kristiniji trú er föstudag- urinn langi haldinn hátíðlegur því Jesús var krossfestur þann dag. Að sama skapi er páskas- unnudagur haldinn hátíðlegur því Jesús reis þá upp frá dauðum . En hvaðan kemur páskaeggið góða? Hefðbundið egg hefur táknað endurfæðingu og upprisu frá örófi alda í flestum samfélögum. Til að mynda grófu Egyptar egg í graf- steinum sínum og Grikkir settu egg ofan á grafir. Forngrikkir, Persar og Kínverjar gáfu egg sem gjöf á vorhátíðum og eins fögnuðu Forn- saxar vorkomunni með hátíð til minningar um gyðju vorsins sem ber nafnið „Eastre". Eggið á sér líka sögu í goðafræði þar sem Sólarfugl- inn spratt út úr „Heimsegginu'. Á sumum svæðum í Þýskalandi í kringum 1880 komu páskaegg í staðinn fyrir fæðingarvottorð, svo mikils virði voru þau talin vera. Eggið var málað í ákveðnum lit og síðan var nafn viðkomandi og fæð- ingardagur mótaður í skel eggsins með nál eða beittu verkfæri. Slík egg voru álitin vitnisburður um per- sónu og aldur og voru meira að segja tekin gild fyrir rétti. Gyllt egg til hátíðabrigða Áður fyrr voru hefðbundin egg oft skreytt til hátíðabrigða fyrir páska og jafnvel máluð i alls kyns litum. Til að skreyta egg voru þau gyllt eða vafin gylltum laufum en b æ n d u r lituðu oft egg sín. Gyllingin á eggj- unum var fengin með þvi að sjóða eggin með sérstökum blómum, laufum, viðarbútum eða skordýrum. Kristnar þjóðir tóku líka upp þann sið að lita eggin eða mála og algeng- asti liturinn var rauður. Sá siður að skreyta og mála egg fyrir páska var viðhafður í Englandi allt frá miðöldum. Af heimilisreikningum Edward I árið 1290 má sjá að hann eyddi 18 pennium í 450 egg sem átti að mála og gefa í páskagjöf. 1 dag eru Úkraínumenn einna þekktastir fyrir að mála og skreyta egg en það má segja að kristnar þjóðir í Austur- Evrópu séu fremstar allra á þessu sviði. Algeng á Islandi 1920 Þegar þjóðir tóku upp kristni var haldið upp á upprisu Jesú og hennar minnst á páskunum. Á vissan hátt var eggjaskurnin tákn grafarinnar sem jesús var lagður í á föstudaginn langa en braust svo út úr á páskadegi. Nú til dags er vinsælt að hafa alls kyns fígúrur á toppi páskaeggsins en unginn sem stundum trónir þar táknar Jesú. Súkkulaði kom ekki til sögunnar í Evrópu fyrr en undir lok 16. aldar og um miðja 19. öld hófu sælgætisframleiðendur páskaeggja- gerð í Mið-Evrópu. Páskaeggin urðu þó ekki algeng á íslandi fyrr en í kringum 1920. svanhvit@bladid.net H&himúnan, HVl^V * Heimilisi/ænir og gómsætir fiskimánar Fulleldaðir og tilbúnir 3 pönnuna eða / ofninn matfiskur MATFUGL EHF - MOSF ELLSB/E Kemur í veg fyrir og eyöir: Bólgum, þreytuverkjum og harösperrum á feröalögum og við álagsvinnu. Qlyfja VLyf*h«iH Styrkir varnir húðarinnar gegn skaösemi sólar. Húöin veröur fyrr fallega brún mmá I sól og Ijósabekkjum, meö reglulegri inntöku helst húðin lengur brún.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.