blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 30
30 I MilTlFR
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaðiö
ERTU BURDAR-
DÝRFYRIR
UNGUNGINN?
KAUPUM EKKI AFENGI
FYRIR FÓLK UNDIR
LÖGALDRI.
VÍN#BÚÐ
Egg upprísu
o. >
V:
Fyrir mörgum kristallast páska-
hátíðin í súkkulaðiegginu sem er
brotið upp að morgni páskadags
enda má segja að það sé órjúfan-
legur hluti hátíðarinnar. Það er
eins með þessa hefð og margar
aðrar, oftsinnis fylgir fólkþeim,
finnst þær ómissandi en vita ekki
hvaðan þær eru upprunnar. Sam-
kvæmt kristiniji trú er föstudag-
urinn langi haldinn hátíðlegur
því Jesús var krossfestur þann
dag. Að sama skapi er páskas-
unnudagur haldinn hátíðlegur
því Jesús reis þá upp frá dauðum
. En hvaðan kemur páskaeggið
góða?
Hefðbundið egg hefur táknað
endurfæðingu og upprisu frá örófi
alda í flestum samfélögum. Til að
mynda grófu Egyptar egg í graf-
steinum sínum og Grikkir settu egg
ofan á grafir. Forngrikkir, Persar
og Kínverjar gáfu egg sem gjöf á
vorhátíðum og eins fögnuðu Forn-
saxar vorkomunni með hátíð til
minningar um gyðju vorsins sem
ber nafnið „Eastre". Eggið á sér líka
sögu í goðafræði þar sem Sólarfugl-
inn spratt út úr „Heimsegginu'. Á
sumum svæðum í Þýskalandi í
kringum 1880 komu páskaegg í
staðinn fyrir fæðingarvottorð, svo
mikils virði voru þau talin vera.
Eggið var málað í ákveðnum lit og
síðan var nafn viðkomandi og fæð-
ingardagur mótaður í skel eggsins
með nál eða beittu verkfæri. Slík
egg voru álitin vitnisburður um per-
sónu og aldur og voru meira að segja
tekin gild fyrir rétti.
Gyllt egg til hátíðabrigða
Áður fyrr voru hefðbundin egg oft
skreytt til hátíðabrigða fyrir páska
og jafnvel máluð i alls kyns litum.
Til að skreyta egg voru þau gyllt eða
vafin
gylltum
laufum en b æ n d u r
lituðu oft egg sín. Gyllingin á eggj-
unum var fengin með þvi að sjóða
eggin með sérstökum blómum,
laufum, viðarbútum eða skordýrum.
Kristnar þjóðir tóku líka upp þann
sið að lita eggin eða mála og algeng-
asti liturinn var rauður. Sá siður
að skreyta og mála egg fyrir páska
var viðhafður í Englandi allt frá
miðöldum. Af heimilisreikningum
Edward I árið 1290 má sjá að hann
eyddi 18 pennium í 450 egg sem átti
að mála og gefa í páskagjöf. 1 dag
eru Úkraínumenn einna þekktastir
fyrir að mála og skreyta egg en það
má segja að kristnar þjóðir í Austur-
Evrópu séu fremstar allra á þessu
sviði.
Algeng á Islandi 1920
Þegar þjóðir tóku upp kristni var
haldið upp á upprisu Jesú og hennar
minnst á páskunum. Á vissan hátt
var eggjaskurnin tákn grafarinnar
sem jesús var lagður í á föstudaginn
langa en braust svo út úr á páskadegi.
Nú til dags er vinsælt að hafa alls
kyns fígúrur á toppi páskaeggsins
en unginn sem stundum trónir þar
táknar Jesú. Súkkulaði kom ekki til
sögunnar í Evrópu fyrr en undir lok
16. aldar og um miðja 19. öld hófu
sælgætisframleiðendur páskaeggja-
gerð í Mið-Evrópu. Páskaeggin urðu
þó ekki algeng á íslandi fyrr en í
kringum 1920.
svanhvit@bladid.net
H&himúnan,
HVl^V *
Heimilisi/ænir og
gómsætir fiskimánar
Fulleldaðir og tilbúnir
3 pönnuna eða / ofninn
matfiskur
MATFUGL EHF - MOSF ELLSB/E
Kemur í veg fyrir og eyöir: Bólgum, þreytuverkjum og harösperrum
á feröalögum og við álagsvinnu. Qlyfja VLyf*h«iH
Styrkir varnir húðarinnar gegn skaösemi sólar. Húöin veröur fyrr fallega brún mmá
I sól og Ijósabekkjum, meö reglulegri inntöku helst húðin lengur brún.