blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 48

blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 48
48 I ÍPRÓTTIR LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaðiö 1. Chelsea 2. ManUtd 3. Liverpool 4. Tottenham 5. Arsenal 6. Blackburn 7. Bolton 32 32 33 32 31 32 31 25 4 3 60:19 79 22 6 4 64:30 72 20 7 6 47:22 67 15 10 7 46:32 55 16 5 10 53:23 53 16 5 11 43:37 53 13 9 9 43:35 48 Arsenal bestir, Chelsea flottastir en hjartað slœr með Liverpool Magnús Pétursson, fyrrum milliríkjadómari, spáir í spilinfyrir enska boltann um helgina. LENGJAN LEIKIR DAGSINS Spilaðu á næsta sölustað eða á lengjan.is Tottenham - Manchester City 1,50 3,00 4,00 Bielefeld - Frankfurt 1,90 2,75 2,80 Dortmund - Leverkusen 1,90 2,75 2,80 Kaiserslautern - Hertha Berlín 2,30 2,60 2,35 Köln - Wolfsburg 2,15 2,60 2,50 Mainz - Hannover 1,95 2,70 2,75 Stuftgart - Níirnberg 1,65 2,90 3,35 Werder Bremen - Bayern Miinchen 2,35 2,60 2,30 Charlton - Everton 2,00 2,70 2,65 Portsmouth - Blackburn 2,40 2,60 2,25 Sunderland - Fulham 2,75 2,70 1,95 Brighton - Southampton 2,20 2,60 2,45 Bumley - Q.P.R. 1,95 2,70 2,75 Cardiff - Reading 2,50 2,60 2,15 Crewe - Sheffield Wednesday 2,20 2,60 2,45 Derby - Millwall 1,70 2,85 3,25 Ipswich - Stoke 1,70 2,85 3,25 Leeds - Plymouth 1,40 3,20 4,50 Preston - Norwich 1,65 2,90 3,35 Sheffield United - Hull 1,30 3,50 5,15 Wolves - Coventry 1,60 2,95 3,50 Malaga - Getafe 2,25 2,60 2,40 Cadiz - Betis 2,25 2,60 2,40 Wigan - Birmingham 1,60 2,95 3,50 Real Madrid - Real Sociedad 1,20 3,85 6,40 Monaco - Marseille 2,15 2,60 2,50 Celta Vigo - Valencia 2,30 2,60 2,35 8. Wigan 9. West Ham 10. Everton 11. Charlton 12. Newcastle 13. ManCity 14. Middlesboro 15. Fulham 16. AstonVilla 17. Birmingham 18. WBA 19. Portsmouth 20. Sunderland 37:39 47 46:46 46 31:43 44 37:42 43 34:39 42 39:38 40 44:52 40 41:54 34:46 35 24:44 28 28:49 27 2752 27 21:57 11 Magnús Vignir Pétursson er kóngur í ríki sínu í knattspyrnuvöruversluninni Jói útherji Magnús Vignir Pétursson, fyrrum milliríkjadómari í knattspyrnu og handknattleik og eigandi knatt- spyrnuvöruverslunarinnar Jóa útherja, þekkir betur en flestir íslendingar til ensku knattspyrn- unnar. Fyrir utan að hafa sótt og dæmt fjölda leikja undanfarna áratugi er honum vel til vina við mörg af stóru nöfnunum úr ensku knattspyrnunni. „Liverpool er mitt félag og ég er heiðursmeðlimur númer eitt í Li- verpool-klúbbnum. Ég er nú reyndar meðlimur í Chelsea-klúbbnum líka en Liverpool stendur næst hjartanu. Það er einfaldlega staðreynd að Li- verpool hefur flottustu söguna á bakvið sig og andrúmsloftið þar á sér enga hliðstæðu,“ segir Magnús en viðurkennir að Liverpool sé ekki með besta liðið í dag. „Knattspyrnulega séð er Arsenal með besta liðið í dag. Arsene Wen- ger er að ala upp stórkostlega unga leikmenn og hefur efni á að vera með stórstjörnur á bekknum. Li- verpool eru að hjakka í sama farinu. Þeir spiluðu mjög vel fram yfir ára- mót en þá fóru þeir að dala og það var einfaldlega komin þreyta í liðið,“ segir Magnús. Hann segir að þrátt fyrir að meistararnir Chelsea séu vafalaust hataðasta lið Englands séu þeir engu að síður flottasta félagið í dag. „Þeir eru algjört klassalið með góðan stjóra og miklir höfðingjar heim að sækja. Það er öfundsýki sem gerir það að verkum að þeir fá gjarnan svona slæma umfjöllun." Hvergi meiri áhugi en á íslandi Magnús segir reksturinn á Jóa út- herja ganga vel enda sé áhuginn á ensku knattspyrnunni hvergi meiri en hér á landi sé miðað við höfða- tölu. „Áhuginn hérna er alveg ótrú- legur. Ef maður kemur t.d. til Nor- egs hafa menn bara áhuga á Solskjær og ef maður kemur til Svíþjóðar hafa menn bara áhuga á þessum Ljungberg sem leikur með Arsenal. Áhugi hinna Norðurlandaþjóðanna byggist bara á mönnunum sem hafa komist í lið á Englandi,“ segir Magnús, en finnst ekki skrýtið að áhugi íslendinga sé svo mikill. „Það er líf og blóð í þessu hjá Bret- unum og það er það sem við víking- arnir erum svo hrifnir af. Breski boltinn heillar mig a.m.k. langmest en ég hef lítinn áhuga á spænska boltanum og þeim mun minni á ítalska," segir Magnús og bætir við að myndatakan á leikjunum spili líka inn í. „1 meginlandsboltanum er myndatakan öll svo flöt, leikirnir eru kannski teknir upp á þrjár til fjórar myndavélar og sjaldan að maður sér framan í leikmennina. Bretarnir eru hins vegar með fjölda myndavéla og sýna hvert einasta at- vik sem á sér stað á vellinum.“ England verður heimsmeistari Magnús fór fyrir hópi Islendinga sem sá úrslitaleik heimsmeistara- mótsins 1966 þegar England sigraði Þýskaland 4-2 í framlengdum leik. Hann segist sannfærður um að sagan muni endurtaka sig í sumar - 40 árum seinna. „Ef Bretarnir passa sig að láta dómarann í friði, spila eins fast og þeir geta og stoppa og brosa þegar dómarinn flautar þá verða þeir heimsmeistarar. Og þeir munu koma til með að leika úrslita- leikinn við Þýskaland, en ekki Bras- ilíu. Þetta verður endurtekning frá því fyrir 40 árum,“ segir Magnús. „Það má vera að enska liðið í dag sé ekki eins gott og liðið sem vann ’66, en allur aðbúnaður í kringum þetta er hins vegar orðinn miklu full- komnari og þeir geta verið með sterk- asta liðið í sumar. Þeir eru með frá- bæra leikmenn og að minu mati geta þeir stillt upp nægilega sterku lands- liði til að fara alla leið. Vandamálið þeirra er bara skapið. Það þýðir ekk- ert að meiða menn og brjóta, þá fara þeir bara út af. Ef þeir spila svolítið á dómarann og eru kurteisir þá ná þeir árangri,“ segir Magnús og ætti að vita hvað hann syngur í þeim efnum þar sem hann starfaði sem milliríkjadómari í heil 18 ár. „Bretar eru frábær þjóð og ég get vel óskað þeim sigurs. Ég styð þá alveg fram í fingurgómana," segir Megavika á Megafelgum GÚMMÍVINNUSTOFAN SP dekk Skipholti 35, 105 RVK Sími: 553 1055 imiiiiiiiiiiaa 1. Reading 41 28 11 2 87:26 95 2. SheffUtd 41 23 10 8 69:42 79 3. Watford 41 20 12 9 71:49 72 4. Leeds 41 20 12 9 54:34 72 5. C. Palace 41 10 10 11 63:42 70 6. Preston 41 16 19 6 50:28 67 7. Wolves 41 14 17 10 44:36 59 8. Cardiff 41 16 11 14 54:48 59 9. Norwich 41 16 8 17 51:58 56 10. Luton 41 16 7 18 60:61 55 11. Ipswich 41 13 14 14 47:56 53 12. Coventry 41 13 13 15 53:60 52 13. Stoke 41 15 7 19 43:55 52 14. Plymouth 41 12 15 14 35:41 51 15. QPR 41 12 13 16 45:56 49 16. Hull 41 12 12 17 45:50 48 17. Burnley 41 13 9 19 44:52 48 18. Leicester 41 11 14 16 46:54 47 19. Southampton 41 9 19 13 40:47 46 20. Derby 41 9 18 14 50:61 45 21. SheffWed 41 10 12 19 33:49 42 22. Millwall 41 7 15 19 31:54 36 23. Brighton 41 6 17 18 36:60 35 24. Crewe 41 7 13 21 48:80 34 i Enski boltinn, 14. leikvika Þín spá 1 Portsmouth - Blackburn 2 Charlton - Everton 3 Sunderland - Fulham 4 Cardiff - Reading 5 Sheff Utd - Hull 6 Leeds - Plymouth 7 Wolves - Cardiff 8 Preston - Norwich 9 Ipswich - Stoke 10 Burnley-QPR 11 Brighton - Southampton 12 Derby - Millwall 13 Crewe-SheffWed Enska l.deildin Magnús en það er ekki eina ástæðan fyrir stuðningi hans við England á HM í sumar. „Um þessar mundir keppast íþróttavöruverslanir í Bret- landi um að lofa endurgreiðslu á keyptum vörum hjá sér fari svo að England verði heimsmeistari. Ég fór um daginn og keypti nokkrar peysur sem ég ætla að fá endurgreiddar í sumar því að England verður heims- meistari,“ segir Magnús að lokum og hlær. bjorn@bladid. net Spá Magnúsar 1. Portsmouth - Blackburn 2 Portsmouth er að lepja dauðann úr skel og eru einfaldlega ekki með eins sterkt lið og Blackburn. Þó þeir séu á heimavelli munu þeir tapa þessum leik. 2. Charlton - Everton IX Ég held mikið upp á bæði þessi lið. Ég þekki David Moyes, þjálf- ara Everton, en svo er Hermann okkar Hreiðarsson í Charlton. Ég held að Charlton séu sigur- stranglegri en Everton gæti náð jafntefli. 3. Sunderland - Fulham 2 Fulham vinnur þennan leik ef að Heiðar fær að spila. Þá mun hann skora sigurmarkið. 4. Cardiff - Reading 2 Ég hef trú á okkar mönnum í Re- ading og held að þeir muni vinna þennan leik nokkuð öruggt. 5. Sheff Utd-Hull X2 Hull var að vinna Stoke um síðustu helgi og ég held að þeir muni líka ná stigum úr þessum leik. 6. Leeds - Plymouth 1 Leeds sigrar þennan leik. Ég hef taugar til liðsins enda hef ég farið að sjá þá spila og haft mjög gaman að. 7. Wolves - Cardiff 1 Úlfarnir eru með sterkara lið og munu vinna þennan leik. 8. Preston - Norwich 1 Preston sigrar af því- að áður- nefndur David Moyes þjálfaði þá í gamla daga. 9. Ipswich - Stoke 1 Af því að Eysteinn vinur minn Guðmundsson fór og dæmdi hjá Ipswich, sem hann kallaði alltaf Isspiss, ætla ég að tippa á að þeir taki þennan leik. 10. Burnley-QPR 1X2 Það er erfitt að segja til um hvernig þessi fer þannig að ég nota þrítryggingu á hann. 11. Brighton - Sout- hampton 1X2 Brighton og Southampton eru lið hlið við hlið og ekki síður erf- itt að segja til um þennan. 12. Derby - Millwall 12 Derby var nú um tíma eitt af bestu liðum Bretlands og mega muna sinn fífil fegri. Bæði liðin eru í botnbaráttu og eru til alls líkleg í þessum leik. 13. Crewe - Sheff Wed 12 Crewe hefur alltaf verið bara Crewe. Þetta eru bæði ágæt lið sem geta farið með sigur af hólmi í þessum leik.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.