blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 08.04.2006, Blaðsíða 40
LAUGARDAGUR 8. APRÍL 2006 blaöiö 40 Brugðið á leik með myndlistina í dag verður opnuð myndlistarsýn- ing í norðursal Kjarvalsstaða sem er sérstaklega sett upp með börn í huga. Sýningin er sú fyrsta af sex sýningum sem haldnar verða í ár í tengslum við útgáfu bókarinnar Skoðum myndlist eftir Margréti Tryggvadóttur og Önnu C. Leplar. Bókin hefur að geyma fjölbreytt listaverk eftir íslenska myndlistar- menn allt frá gömlu meisturunum til ungra nútímalistamanna. í bók- inni fylgja þrír forvitnir krakkar og klókur hundur lesendum gegnum fróðlegt og skemmtilegt ferðalag um heim myndlistarinnar og spyrja spurninga eins og börnum er einum lagið. Margrét Tryggvadóttir og Anna Cynthia Leplar hafa oft unnið bækur saman og segir Margrét þær deila áhuga á barnabókum. „Okkur fannst þörf á þessu vegna þess að það er eiginlega ekkert efni til um myndlist fyrir börn á íslandi. Það er reyndar til kennslubók en hún er ekki mikið notuð og fæst ekki á almennum markaði. Það er mjög erf- itt fyrir foreldra og aðra sem vinna með börnum að ætla að sýna þeim myndlist eða fjalla um hana heima,“ segir Margrét og bætir við að bókin sé einkum hugsuð fyrir fjölskylduna þó að hugsanlega gæti hún einnig komið að góðum notum í kennslu. Má ekki vera leiðinlegt „Bókin er fyrst og fremst hugsuð fyrir börn á aldrinum 5-9 ára. Svo höfum við ítarefni aftast þannig að hún á að geta gagnast eldri krökkum og líka foreldrum, kennurum, leik- skólakennurum eða öðrum sem eru að vinna með myndlist með krökkum þannig að það er auðvelt að fræðast meira,“ segir Margrét og Sýnt á NASA við Austurvöll Miðvikudagur 12. april Laugardagur 15. april Miðvikudagur 19. apríl Mióasala í síma 575 1550, verslunum Skífunnar og www.midi.is Blaöið/Frikki Margrét Tryggvadóttir og Anna Cynthia Leplar höfundar bókarinnar Skoðum myndlist en henni er ætlað að fræða börn á skemmtileg- an hátt um undraheim íslenskrar myndlistar. áréttar að þeim þyki algert grund- vallaratriði að fullorðnum þyki bækur sem þessar ekki leiðinlegar. ,Fjölskyldan getur átt góða stund saman með bókinni. Við vildum ekki troða fróðleik ofan í krakka eða fullorðna. Við vildum ekki heldur hafa þetta of þurrt, heldur er þessu frekar ætlað að kveikja áhuga,“ segir Margrét sem telur miklu skipta hvernig svona efni sé sett fram. „Það má ekki verða of hátíðlegt. Það þarf að vera viss leikur í þessu,“ segir Margrét. Þrír forvitnir krakkar og klókur hund ur fylgja lesendanum i gegnum bókina og spyrja spurninga um myndverkin. Listasmiðja fyrir börnin Margrét lýkur lofsorði á samstarfið við Listasafn Reykjavíkur og segir að þar á bæ hafi menn sýnt verk- efninu áhuga og skilning. Sýningin verður fastur viðkomustaður þegar skólabörn koma í safnaferð þó að ekki verði boðið upp á sérstaka leið- sögn um hana. Við opnun sýningar- innar í dag kl. 16 verður heilmikil dagskrá þar sem Ilmur Stefánsdóttir myndlistarmaður heldur meðal ann- ars skemmtilega listasmiðju fyrir börnin. Ostur og afhöggnar hendur 1 dag kl. 17 verður opnuð sýning á verkum listamannanna Serge Comte, Andreu Maack og Unnar Mjallar S. Leifsdóttur í Kling & Bang galleríi á Laugavegi 23. Sýninguna kalla lista- mennirnir „Smaack my Cheese“. í tilkynningu frá listamönnunum þremur segir að upphaflega hafi sýningin átt að vera hefðbundin einkasýning Comtes þar sem lista- maðurinn fyllti rýmið af eigin list- sköpun og hampaði sjálfum sér sem afburðalistamanni. „En stundum fara hlutirnir á annan og verri veg. Listakonurnar Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir betur þekktar sem list- teymið Mac n'Cheese neyddu lista- manninn Serge til samlags við sig á mjög lúmskan og skipulagðan hátt. Listamaðurinn átti engra annarra kosta völ en að gera stórar andlits- myndir þeirra beggja. Til þess notaði hann þúsundir lítilla límmiða. Þegar vinnunni við það var lokið kröfðust þær hægri handar hans,“ segir í til- kynningunni. Þeir sem vilja komast að því hvað listakonurnar gerðu við hönd listamannsins verða að bregða sér í Kling og Bang gallerí. Sýningin stendur til 30 apríl og er opið fimmtudaga til sunnudaga frá klukkan 14-18. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Myndlistarmennirnir Serge Comte, Andrea Maack og Unnur Mjöll S. Leifsdóttir opna í dag sýningu sína „Smaack my Cheese" í Kling og Bang galleríi á laugavegi 23. Blaðið/Frikki l/onwwtuíjíínýjas sw/Um^U/ afljósuxpv jrO/SpOMÁ/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.