blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 28
28 I TILVERAW LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blaöiö MHalldóra hugsar upphátt Ástarörvum skotið i óheppilegar áttir Þegar kemur að leitandi hringsóli á stefnumótamarkaðnum ogþví að skjóta ástarörvum á áhugaverðar manneskjur getum við verið ansi furðuleg. Af því sem ég þekki virðist þetta á köflum vera barátta um að beina spjótum sínum að þeim sem eru minnst móttækilegir, eru komnir af markaðnum eða þeim sem engin leið er að klófesta. Þetta á auðvitað ekki við alla, en ansi marga að ég held - og þá á ég við bæði konur og karlmenn. Fólk er nefnilega upp til hópa spennufíklar og setur markið það hátt að hinir óheppilegustu skjóta rótum í hjörtum þeirra. Við erum að tala um að hrífast af þessari leið- inlegu og fráhrindandi týpu (þar sem gagnkvæmur áhugi er enginn), þessari harðgiftu, þessari sem eru 30 árum eldri og þar fram eftir götunum. Oft er í þessum tilvikum næsta ómögulegt að ástareldar kvikni, siðferðisins og annarra viðmiða vegna, en þá fyrst byrjar skotið! Ég veit ekki hvað þetta er í okkur, en mér finnst ég iðulega lenda í aðstæðum þar sem draumaprinsinn eða prinsessan er síður en svo á næsta horni en trónir samt efst á skotmarkalistanum. Merkilegt nokk. Án þess að ég ætli að hljóma eins og gesta-hand- ritshöfundur í Sex and the city held ég að það megi lýsa því svo að við viljum oft þennan „hard to get“ leiíc með tilheyrandi hugarangist, draum- sýn og öðrum skemmtilegheitum. Þetta er svona svipað og það þegar tveir ein- staklingar uppfylla spennuþrá sína með því að arka inn á baðherbergi á óviðeigandi stöðum, með slefið niður á kinnar, og leyfa ástríðunni að blossa vegna þess eins að það er bannað! Það er einhvern veginn miklu skemmtilegra en að gera það bara heima þar sem Guð leggur blessun sina yfir athæfið og engin spenna fylgir. En það að kjósa það sem ekki fæst væri nú kannski ekki svo neikvætt eitt og sér, nema vegna þess að það gerirþað iðulega að verkum að hinir góðu, móttækilegu og ástríðufullu einstaklingar, sem ekkert vilja meira en að kynnast ákveðinni manneskju, láta í minni pokann fyrir óskhyggjum um Brad Pitt eða álíka dæmum sem ekki eru innan seilingar. Já, svona getum við verið skondin. Það er kannski bara spurn- ing um að leyfa öðrum að taka sér bólfestu í hjarta okkar en þeim sem ótækir eru og sniðganga þá barns- legu spennu sem vill oft fylgja því að gera það sem er bannað... halldora@bladid. net HEIMAVÖRN SECURITAS - ÖRYGGISKERFI FYRIR HEIMILIÐ Hversu trúaður/trúuð ertu? Nú er páskahátíðin nýliðin og margir nota þann tíma til að iðka trú sína og sinna fjölskyldunni. Ómeðvitað vekja páskarnir upp ýmsar hugleiðingar um kristna trú enda snýst hátíðin um trúna að miklu leyti. Hvað með þig, hversu trúaður/trúuð ertu í raun og veru? IHversu oft ferðu í kirkju? a) Ég fór síðast í kirkju áður en ég fermdist enda var það hluti af fermingarfræðslunni. b) Ég fer á hverjum sunnudegi enda finnst mér nauðsynlegt að rækta trú mína. c) Ég fer reglulega í kirkju, alltaf þegar ættingjar og vinir giftast, eru skírðir eða deyja. d) Ég fer helst í kirkju á há- tíðum, eins og jólum, páskum og hvítasunnu. 2Biðurðu bænirnar reglulega? a)Ég bið bænir á hverju kvöldi og bið Guð að blessa mig og mina nánustu. b) Ég mætti vera duglegri að biðja en man þó eftir því nokkrum sinnum í mánuði. c) Ég bið þegar ég held að eitthvað hræðilegt sé að gerast. d) Ég bið ekki til Guðs og sé engan tilgang í því. 3Hvers virði er trúin þér? a) Ég trúi bara á sjálfa/n mig. b) Sennilega trúi ég á Guð enda býr enn í mér barnstrúin en ég get ekki sagt að hún skipti mig miklu máli. c) Ég skilgreini mig út frá trú minni og er sá einstaklingur sem ég er vegna hennar. d)Einhverju máli skiptir hún mig en þó ekki svo að hún stjórni lífi mínu. 4Hvaða boðorð er númer 6 í röðinni? a) Þú skalt ekki stela. b)Þú skalt ekki girnast hús náunga þíns. c) Þú skalt ekki morð fremja. d)Þú skalt ekki drýgja hór. 5Í þínum augum er Biblían...? a) OrðGuðs. b) Einkar áhugaverð skáldsaga. c) Heimildir um forna tíma. d) Full af sönnum sögum um Guð, lærisveina og fleiri. 6Hvaðan er þetta erindi: Trú þú á Drottin Jesú og þú munt verða hólpinn og heimili þitt. a) Rómverjabréfið 10:13. b) Sennilega úr einhverri stólræðunni. c) Postulasaga 16:31. d) Hef ekki minnstu hugmynd og þeim mun minni áhuga. 7Af hverju höldum við páska- dag hátíðlegan? a) Einhvern tímann verðum við að lyfta okkur upp. b)Jesús var krossfestur á páskadag. c) Fórnarhátíð sem haldin hefur verið heilög árþúsundum saman. d)Jesús reis upp frá dauðum á páskadag. 8Hvar kynntistu trúnni fyrst? a) Foreldrar mínir kenndu mér bænirnar og síðan hef ég haldið trúnni við. b)Ég varð trúuð/trúaður eftir erfitt atviki í lífi mínu. c) Eins og margir kynntist ég henni í foreldrahúsum en hætti að trúa á Guð um leið og ég fullorðnaðist. d)Ég fór í kristilegar sumarbúðir sem barn en get varla sagt að ég hef haldið trúnni við. 9Hvaða áhrif hefur trúin á lífþitt? a) Hún gerir mig að betri manni. b)Hún hefur nákvæmlega engin áhrif á líf mitt. c) Ég hugsa mig tvisvar um áður en ég geri eitthvað sem ég veit að er rangt. d)Hún auðveldar lífið og auðveldar ákvarðanir mínar. Teldu stigin saman 1. a)2 b) 4 01 d)3 2. a)4 b)3 02 d) 1 3. a)1 b)2 04 d) 3 4. a) 1 b) 1 01 d)4 5. a) 4 b) 1 02 d) 3 6. a) 3 b) 2 04 d) 1 7. a) 1 b)2 03 d) 4 8. a)3 b) 4 01 d) 2 9. a)4 b) 1 02 d)3 0-10 stig: Það er ekki hægt að segja að þú sért trúaður/trúuð, langt í frá. Þó ertu ekki trúlaus því þú virðist trúa á sjálfa/n þig, lifið og hamingjuna en þú trúir ekki á Guð. Þér finnst einfaldlega fjarstæða að til sé æðri máttur, hvað þá að þessi æðri máttur sé karlmaður. Þrátt fyrir að þú saknir þess stundum að trúa ekki þá ertu allajafna sátt/ur við lífið og tilveruna. 11-20 stig: Eins og svo margir aðrir hefurðu senni- lega kynnst trúnni í barnæsku, annað hvort í gegnum foreldra þína, ástvini eða jafnvel sunnudagaskóla. Þrátt fyrir að hafa trúað á Guð í æsku dvínaði sú trú smátt og smátt. Það er eðlilegt enda er það sama með trú og svo margt annað, það þarf að halda henni við eigi hún að endast. Þrátt fyrir það ertu ekki alveg trúlaus heldur f innst þér eins og það sé einhver æðri máttur til, þú veist bara ekki hver eða hvað sá máttur er. 21-30 stig: Þú ert trúuð/trúaður þótt þú ræktir trú þína ekki nægilega vel. Það er nauðsyn- legt að gefa sér tíma til að lifa lífinu og eins að sinna trúnni, ef það er sú leið sem þú hefur valið. Þér finnst þægilegt að trúa á Guð, það veitir þér öryggis- kennd og þér finnst þú ekki þurfa að bera eins mikla ábyrgð á lífi þínu og tilveru. Vertu duglegri við að rækta trú þína og fylgdu hjartanu. 31-36 stig: Þú ert sérstaklega trúrækinn einstakling- ur og trúir svo sannarlega á Guð og allt sem honum fylgir. Þú hefur verið trúuð/ trúaður megnið af ævinni og þér finnst sem trú þín á Guð geri Iff þitt að því sem það er - sem er sennilega mikið til rétt. Að sama skapi finnst þér nauðsynlegt að rækta trú þína þar sem þér finnst þú betri maður fyrir vikið, hjartahreinni og göfugri. Haltu áfram á beinu brautinni!

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.