blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 22
22 I VIÐTAL LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blaðiö Dvel ekki i minningabókum BlaðiÖ/Steinar Hugi Skoðanakönnun sem Félagsvís- indastofnun gerði nýlega fyrir NFS sýnir að Sjálfstæðisflokk- urinn næði meirihluta í sveita- stjórnarkosningum í Árborg en Eyþór Arnalds leiðir þann lista. „Ég held að það sé ekki raunhæft að einn flokkur fái meirihluta í Árborg. Það hefur aldrei gerst. Hins vegar er þessi skoðana- könnun mikill áfellisdómur yfir bæjarstjórninni. Hún er ekki bara fallin, heldur kolfallin,” segir Eyþór. Ekki er langt síðan Eyþór flutti frá London þar sem hann starfaði sem framkvæmdastjóri hjá banda- ríska fyrirtækinu Enpocket. Hann býr nú í Hreiðurborg, sveitabæ sem er milli Selfoss og Eyrarbakka. „Ég hef alltaf verið mikill náttúruunn- andi. Maður metur frekar kostina við að vera nálægt náttúrunni þegar maður er búinn að troðast í neðanjarðarlestinni í London,” segir hann þegar hann er spurður hvort það hafi ekki verið mikil við- brigði að flytja úr stórborg í sveit. „Ég held að við íslendingar séum loks að uppgötva hversu mikil lífs- gæði felast í náttúrunni. Lengi vel snerist íslenski draumurinn um náttúruna um það að fara upp í sumarbústað þar sem er kjarr og hraun. Nú er mun meiri áhugi á víðáttunni. I myndlistinni máluðu Kjarval og Briem kjarr, runna og hraun en núna eru Georg Guðni og Húbert Nói að mála sjóndeild- arhringinn, mosa og votlendi. Við erum að koma auga á nýja fegurð í landslaginu sem við tókum ekki eftir áður.” Mikilvæg sýn Þú ert þekktur tónlistarmaður, varst sem unglingur pönkari í Tappa Tíkarassi með Björk og fleirum en laukst háskólanámi í tónsmíðum. Eru pönkarinn og virðulegi tónlistarfrœðingurinn ekki fullkomnar andstæður? „Þeir hafa kannski ekki svo ólíka eiginleika. Það þarf ákveðna ögun til að semja pönklag. Pönkararnir voru flestir afar skapandi einstak- lingar. Þeir sem voru með mér í Tappa tíkarass, fjórtán til fimmtán ára, hafa flestir gert mjög skemmti- lega hluti eftir það. Þetta var mjög skapandi tími og Tappi tíkarass var sérlega jákvæð pönkhljómsveit. Við höfðum gaman af lífinu. Tónlistarnám byggir á því að nemandinn sé skapandi en um leið agaður. Ég var mjög hepp- inn með kennara eins og Gunnar Kvaran sem kenndi mér á selló allt frá byrjun. Bandaríkjamað- urinn Paul Zukofski, sem stofn- aði Sinfóníuhljómveit æskunnar sem ég lék í sem unglingur, hafði einnig mikil áhrif á mig. Þegar ég lék undir stjórn hans fannst mér Bandaríkin vera stórveldi. Ég fann hvað það bjó mikil þekking á bak við tónsprotann. Ég fann ekkert Óskum Árborgarbúum og landsmönnum öllum gledilegs sumars tmmrm

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.