blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 6
6 I INNLENDAR FRÉTTIR LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blafiið Sala á tóbaki minnkar Heildartekjur ÁTVR á síðasta ári námu rúmum 16.6 milljörðum samkvæmt ársskýrslu verslunar- innar sem birt var í gær. Hagnaður nam um 540 milljónum sem er besta afkoma frá því að skattar voru aðskildir frá tekjum ÁTVR. f ársskýrslunni kemur einnig fram að tekjur vegna sölu áfengis hafi aukist um 8,7% á síðasta ári. Alls voru seldir 17,2 milljónir lítrar af áfengi og þar af um 13 milljónir lítrar af bjór. Þá jukust tekjur af tóbakssölu um 7% á síðasta ári sem skýrist fyrst og fremst af verðhækkunum á árinu. Sala á tóbaki dróst hins vegar saman um 1% í magni. Hjartavernd fær 60 milljón- ir króna í rannsóknarstyrk Algengt er að einstaklingar fái kransæðastíflu án þess að hafa nokkra hugmynd um það sjálfir. Þetta kemur fram í niður- stöðum nýlegrar rannsóknar sem Hjartavernd stóð að í samvinnu við bandaríska heilbrigðisráðu- neytið. Að mati vísindamanna er ljóst að þetti geti haft afgerandi áhrif á þróun hjartabilunar hjá öldruðum. Hjartavernd hefur nú gert nýjan samning við bandaríska heilbrigð- isráðuneytið uppá 60 milljónir íslenskra króna og munu pening- arnir verða nýttir til frekari rann- sókna á hjartasjúkdómum. Vonir standa til þess að niðurstöður þeirra rannsókna muni auka skiln- ing manna á hjartasjúkdómum og hvernig megi bregðast við þeim. Sumarl 27. maí-3. júní Slóvenía - Króatía Vikuferð þar sem flogið er til Mílanó, ekið til Portoroz þar sem gist er í 6 nætur og síðan í 1 nótt í Mílanó. Margar skemmtilegar skoðunarferðir, siglingar, dropasteinshellir, vínbóndi heimsóttur og tími til að slappa af. Fararstjóri: Hófý Ver3:94.200 kr. Sumar3 Portoroz - Króatía - Austurríki 12. - 2 ?. juní Okkar klassíska ferð til Slóveníu og Króatíu sem hefur verið svo vinsæl í gegnum árin. Flogið til Miinchen og alltaf gist í nokkrar nætur á hverjum stað. J Fararstjóri: Svavar Lárusson Ver3:147.500 kr. örfá sæti laus ALLIR GETA B Ó K A S 1 G í B Æ NDAFERÐIR www. baendaferdir. is S: 570 2790 Mk férðaþjónusta bænda BÆNDAFCRBIR J „Vonbrigði að ekki náðist sátt um málið" Formaður Samtakanna 78 er óánægður með að trúfélögfái ekki að gifta samkynheigð pör, þráttfyrir mikinn stuðning almennings. Samkynhneigð pör öðlast m.a. rétt til ættleiðinga og tæknifrjóvgunar samkvæmt frum- varpi til laga. Samkynhneigð pör fá ekki að gifta sig innan trúfélaga samkvæmt breytingartillögu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra. f nefndaráliti allsherjarnefndar Al- þingis um lagaákvæðið kemur fram að nefndin telur að umræðan um breytingar á vígslurétti trúfélaga þurfi lengri aðdraganda og vandaðri undirbúning. Formaður Samtak- anna 78 segir niðurstöðuna vera von- brigði. Breytingartillagan var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn. Ekki tímabært Samkvæmt breytingartillögum á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra verður samkyn- hneigðum pörum ekki leyfilegt að staðfesta samvist sína innan trúfé- laga. í nefndaráliti allsherjarnefndar Alþingis kemur fram að nefndin telur mikilvægt að umræða um málið fái lengri aðdraganda og vand- aðri undirbúning. Þá kemur einnig fram í áliti nefndarinnar að þrátt fyrir að einstök trúfélög hafi lýst yfir vilja til að fá heimild af þessu tagi sé ekki tímabært að leggja til breytingar á lögum vegna málsins. f frumvarpinu eru engu að síður lagðar fram umtalsverðar lagabreyt- ingar sem hafa það markmið að jafna réttarstöðu samkynhneigðra para. Verði frumvarpið að lögum munu samkynhneigð pör t.d. geta skráð sambúð sína í þjóðskrá og ættleitt börn. Þá verður samkyn- hneigðum konum í staðfestri sam- vist eða sambúð leyfilegt að gangast undir tæknifrjóvgun. Breytingartillagan var lögð fram á Alþingi á fimmtudaginn og bíður umræðu. Verði frumvarpið sam- þykkt öðlast lögin gildi frá og með 27. júní næstkomandi. Mikill stuðningur við málstaðinn Hrafnhildur Gunnarsdóttir, for- maður Samtakanna 78, segir frum- varpið í heild vera sigur fyrir rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Hún segir það hins vegar vera vonbrigði að ekki náðist sátt um giftingu sam- kynhneigðra para. „Þetta eru vissu- lega vonbrigði. En ef við skoðum skýrsluna sem þessar lagabrey tingar byggja á þá var aldrei farið í saum- ana á því að veita vígsluréttindi. Ég tel því mjög eðlilegt að leitað verði sátta í þessu máli.“ Hranfhildur segist hafa fundið fýrir miklum stuðningi úti í þjóðfé- laginu vegna málsins og augljóst sé að mikil jákvæðni ríki í garð rétt- indabaráttu samkynhneigðra. Hún ítrekar þó að hún vilji ekki skylda trúfélög til að samþykkja giftingar samkynhneigðra heldur að þeim sé gefið frelsi til að ákveða það. „Þjóð- kirkjan hefur látið í það skína að hún þurfi a.m.k. eitt ár í viðbót. Þó afstaða biskups í þessu máli sé að mínu mati skýr þá talar hann ekki máli allra innan kirkjunnar. Ég veit að þar eru mjög skiptar skoðanir um málið. Á þeim stutta tíma sem ég hef verið formaður samtakanna hef ég fengið mikið af símtölum frá prestum sem hafa verið að lýsa yfir stuðningi við okkar málstað. Það er mjög ánægjulegt. En Þjóðkirkjan verður að ráða þessu sjálf. Það er ekki okkar að stjórna henni né öðrum trúfélögum." Segir kjaraskerð- ingu blasa við I pistli sem Skúli Thoroddsen, fram- kvæmdastjóri Starfsgreinasam- bands íslands skrifar á heimasíðu samtakanna segir hann væntingar um að gildandi kjarasamningar skili launafólki auknum kaupmætti á samningstímanum að verða að engu. Þar segir hann ennfremur: „Kaupmáttarskerðing blasir við. Ef ekki næst að tryggja hér stöðug- leika og ná tökum á efnahagsstjórn- inni stefnir í algjört óefni. Það þýðir ekki að ráðast á boðbera válegra tíð- inda, hinn virta opinbera Danske bank, svo undrun sætir, eða stinga höfðinu í sandinn eins og virðast vera viðbrögð stjórnvalda og fjár- málaspekúlanta í nýfrjálsum ís- lenskum bönkum. “ ( Hártæ Öll hársnyrtitæki með góðum afslætti en aðeins í nokkra daga. Sléttujárn, bylgjujárn, vöfflujárn, hárklippur, krullujárn, nefhárasnyrtar, blásarar, hitaburstar, rakvélar og margt fleira. Vörumerki á borð við Babyliss, Braun, Remington og Philips. Búöín þfn byggtOQbÚÍÓ „ . Kringlunni Smaralind 568 9400 V 554 7760 I

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.