blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 30

blaðið - 22.04.2006, Blaðsíða 30
30 I UNGA FÓLKIÐ LAUGARDAGUR 22. APRÍL 2006 blaðið Blaóid/SteínarHugi Björk Þorgrímsdóttur sem fór sem sjálf boðaliði á vegum Alþjóðlegu ungmennaskipta til Armeníu í fyrra ásamt Anna Lúðvíksdóttur fram: kvæmdastjóra Alþjóðlegra ungmennaskipta. Alþjóðleg ungmennaskipti gera ungu fólki kleift að vinna sjálfboðaliðastörf víða um heim. Að gera meira Þeir eru ófáir sem fyllast útþrá við lok framhaldsskóla og þyrstir í að halda á vit ævintýra og skoða heim- inn. Sumir láta sér nægja stutta int- errail-ferð um Evrópu, aðrir verja nokkrum vikum eða mánuðum í tungumálaskóla og enn aðrir sækja um sjálfboðaliðastörf. Alþjóðleg ungmennasamskipti (AUS) eru alþjóðleg sjálfboða- og fræðslusamtök sem hafa það að markmiði að gefa ungu fólki mögu- leika á því að kynnast menningu og samfélagi annarra þjóða. Ungt fólk á aldrinum 18-30 ára getur sótt um að taka þátt í alls kyns sjálfboðaliðaverk- efnum víða um heim fyrir tilstilli samtakanna og einnig geta íslend- ingar tekið á móti sjálfboðaliðum er- lendis frá. Anna Lúðvíksdóttir fram- kvæmdastjóri AUS á íslandi segir að yfirleitt séu sjálfboðaliðarnir sendir í sex til tólf mánuði í senn þó að eitt- hvað sé um styttri verkefni. „Við leggjum áherslu á að fólk fái lang- tímareynslu og það fái tækifæri til að búa í því landi sem við sendum það til. Þetta eru samfélagsleg verk- efni þar sem er til dæmis unnið með fötluðum, gömlu fólki, götubörnum og fyrrverandi eiturlyfjaneytendum," segir Anna og bætir við að verkefnin séu í samvinnu við systursamtök AUS erlendis og önnur félagasamtök á vegum EVS (European Voluntary Service). Áhugi þarf að vera til staðar Ekki eru gerðar sérstakar kröfur um menntun eða starfsreynslu sjálf- boðaliða en umsækjendur verða að hafa þann áhuga sem nauðsynlegur er til að aðlagast annarri menningu og læra nýtt tungumál. „Slagorð okkar er Viltu gera meira en að ferð- ast? Eins og það gefur til kynna þá er þetta fyrir krakka sem eru tilbúnir til að gera meira en að ferðast. Það eru kannski margir sem sjá þetta sem frábært tækifæri til að geta verið Björk Þorgrímsdóttir háskólanemi fór til Armeníu sem sjálfboðaliði á vegum Alþjóðlegra ungmennaskipta í marsmánuði í fyrra og dvaldi þar í níu mánuði. „Mig langaði rosalega mikið til að fara út sem sjálfboða- liði og hafði langað til þess frá því að ég var lítil. Ég hef farið áður til útlanda í tungumálaskóla og unnið úti. Mig langaði ekki til að gera það aftur heldur eitthvað allt annað og Armenía var eitthvað allt annað,“ segir Björk. I Armeníu vann Björk til að byrja með á leikskóla þar sem voru bæði fötluð börn og ófötluð. „Eftir nokk- urn tíma hætti ég á leikskólanum þar sem mér fannst eiginlega vera of lítið fyrir mig að gera þar. Í stað- inn fór ég að vinna í húsinu þar sem börnin og mæður þeirra gistu. Þau höfðu í raun og veru ekkert að gera á daginn nema að horfa á sjónvarp. Ég kenndi þeim ensku, lék við þau og gerði sitthvað skemmtilegt með þeim,“ segir Björk. Karlasamfélag og fjölskyldugildi Björk segir að Armenía hafi komið sér fyrir sjónir sem mikið karlasam- félag þar sem fjölskyldan gegndi veigamiklu hlutverki. „Fjölskyldan skiptir miklu máli en á annan hátt en á íslandi þar sem allir lifa sínu lífi þó að þeir séu hluti af fjölskyldu. Maður varð í raun ein af fjölskyld- unni og var sýnd mikil umhyggja sem ég átti erfitt með að venjast,“ segir Björk en bætir við að þetta hafi einnig sína kosti. „Þarna er til

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.