blaðið - 04.05.2006, Side 1
o-r/æer/a
ótmi5777000
Friálst,
óháð &
ókeypis!
98. tölublað 2. árgangur
fimmfudagur
4. maí 2006
Sérblað um veiði
fylgir Blaðinu
«dag „
Gfasííegt 3ja rétta
falgartUBoð
Verð aðeíns
fcr. 4.200.-
Borðapantanir í
"ft tlitTi nÝ" síma ^62 6766
■■I*/IMff / *!**». Rauðarárstígur 39,
5TEAKM0U5E raudara@raudara.is, www.raudara.is
Utanlandsferðin
hækkar í verði
í könnun sem Neytendasamtökin
gerðu á verði pakkaferða undan-
farin ár kemur fram að verð hækkar
þegar krónan veikist en lækkar hins-
vegar ekki þegar hún styrkist. „Ég
veit dæmi þess að fólk sé að borga
allt að 12% hærra verð fyrir ferðina
en áður var gefið upp sem getur
verið á milli 20-30 þúsund krónur
fyrir fjölskylduferð," segir íris Ösp
Ingjaldsdóttir lögfræðingur hjá
Neytendasamtökunum.
| SÍÐA16.
Páfabær
veldur úlfúð
Breskur grínþáttur, Páfabær, sem
gerir grín að valdafíkn og græðgi
innan rómverska valdaskipulagsins
hefur valdið mikilli úlfúð í Þýska-
landi. MTV-tónlistastöðin hefur
ákveðið að fresta sýningu þáttanna
vegna mótmæla. Margir hafa þó
orðið til að benda á sambæri-
»leika þessa máls
, og umdeildra
skopteikninga
af Múhameð
*% spámanni
' sem orsök-
uðu miklar
deilur.
| SÍÐA36.
Kynferðislegt of-
beldi er faraldur
Mikilvægt er að fjalla um kynferð-
islegt ofbeldi og fræðsla um eðlileg
mörk í samskiptum skiptir miklu
máli. Á ráðstefnunni Yfirstígum
óttann munu sérfræðingar ræða for-
varnir, fræðslu og heilbrigði.
Sigríður Björnsdóttir segir að með
umræðu um þessi mál sé verið að
láta börn vita að það er ekki allt full-
orðið fólk sem þegir: „En
það eru alltaf einhverjir
sem þora ekki að stíga
fram og hjálpa börnum.
Þeim fxnnst það óþægi-
legt umræðuefni
eða of nærri sér.“
| SÍÐA12.
Mótstaðan
þroskar ma
Tryggvi Olafsson myndlistarmaður ræðir um myndlist
ina, ræturnar og samhengið í lífinu í viðtali við
Kolbrúnu Bergþórsdóttur. I síður 26 & 27
Össur segir stjórnina á
flótta undan umræðunni
Þingið sent heim í dag og boðað til sumarþings hinn 30. maí eftir að kosningum er lokið.
„Ríkisstjórnin er einfaldlega að reka
þingið heim af því að hún óttast að
ráðleysi sitt hafi áhrif á sveitarstjórn-
arkosningarnar,“ segir Össur Skarp-
héðinsson, þingmaður Samfylking-
arinnar um þá ákvörðun forseta
Alþingis að fresta þingfundum í dag
og boða til sumarþings hinn 30. maí.
„Hún er komin á hraðan flótta undan
erfiðum úrlausnaratriðum, sem þola
enga bið og leggur ekki einu sinni í
boðaðar eldhúsdagsumræður, enda
ljóst að þar yrðu efnahagsmálin fyr-
irferðarmikil," sagði Össur í samtali
við Blaðið.
Forseti Alþingis og formenn þing-
flokkanna náðu samkomulagi síð-
degis í gær um að frestun þingfunda
þar til að afloknum sveitarstjórnar-
kosningum. Fyrir þinginu liggja enn
allnokkur mál, en þyngst í vöfum
reynist sjálfsagt frumvarp mennta-
málaráðherra um Ríkisútvarpið.
„Stjórnarandstaðan er að sjálf-
sögðu reiðubúin að koma til þings
eftir kosningar, en henni var ekkert
að vanbúnaði að sitja út allan maí.
En meðan ríkisstjórnin er með allt
niðrum sig í efnahagsmálunum,
varnarmálunum og hinu endalausa
RÚ V-klúðri er ekki nema von þó hún
vilji forðast umræðuna."
össur segir ljóst að illa hafi verið
haldið á spöðunum hjá ríkisstjórn-
inni í þingstörfum. „Hluti ráðherra-
liðsins hefur lagt fram umdeild og
einstaklega hroðvirknislega unnin
frumvörp, sem þrátt fyrir langvinna
plástrameðferð hafa ekki batnað
svo að það megi afgreiða þau á þeim
hraða, sem ríkisstjórnin kysi.“ í því
samhengi nefnir hann sérstaklega
RÚV-frumvarpið, sem hann segir
ljóst að þurfi víðtæka pólitíska sátt
um, en þess í stað hafi Þorgerður
Katrín Gunnarsdóttir kosið stöð-
ugan ófrið um það.
„Það segir sína sögu um þessi ólík-
indavinnubrögð stjórnarliðsins, að
það er allt fram á síðasta dag að
leggja fram ný frumvörp, löngu eftir
að allir frestir eru liðnir.“
Þingfundur verður haldinn
kl. 13.30 í dag að loknum nefndar-
fundum og er gert ráð fyrir að þá
verði gengið til atkvæða um þrjú
mál, sem rædd voru á Alþingi í fyrra-
dag. Þá er fyrirhuguð 1. umræða um
frumvarp utanríkisráðherra um
skipulag á rekstri Keflavíkurflug-
vallar, en þar er heimiluð ráðning
flugmálastjórnar á ýmsu starfsliði
varnarliðsins svo sem slökkviliði og
öðrum sérhæfðum starfsmönnum
flugvallarins. Eins er ráðgert að
ljúka 2. og 3. umræðu um frumvarp
um framhaldsskóla, sem mælir fyrir
um afnám samræmdra prófa.
Hártæ
Öll hársnyrtitæki með góðum afslætti en aðeins í nokkra daga.
Sléttujárn, bylgjujárri, vöfflujárn, hárklippur, krullujárn, nefhárasnyrtar, blásarar, hitaburstarr
rakvélar og margt fleira. Vörumerki á borð við Babyliss, Braun, Remington og Philips.
Búðin þfn byggtogb|jjó
„ . ,• _,Kringlunni
Smaralind 568 9400 , \
554 7760