blaðið


blaðið - 04.05.2006, Qupperneq 30

blaðið - 04.05.2006, Qupperneq 30
38 I FÓLK FIMMTUDAGUR 4. MAÍ 2006 blaðið í LÆRI TIL PARÍSAR Einn forkólfa verkalýðshreyfingarinn- ar kvartaði undan því á dögunum að öfgahópar væru í auknum mæli farnir að sölsa undir sig hátíðarhöld á baráttu- degi verkalýðsins og þótti það slæmt. Smáborgaranum finnst þvert á móti að hinir meintu öfgahópar séu þeir einu sem glæði þessi steinrunnu hátíðarhöld einhverju lífi nú til dags. Aðrir þátttak- endur eru eins og afturgöngur sem viðra gömlu skiltin sin fremur af göml- um vana en brennandi hugsjón. Ræður verkalýðsleiðtoganna skilja lítið eftir og sá grunur læðist að Smáborgaranum að hann hafi heyrt þær áður. Sama má segja um slagorðin á skiltunum. Þá þykir Smáborgaranum Internationalinn og Öx- ar við ána vera orðnar heldur þreyttar og leiðinlegar tónsmíðar og mættu lúðra- sveitirnar að ósekju reyna að poppa svo- lítið uppefnisskrána. Þessi deyfð er ef til vill til marks um þá alkunnu staðreynd að (slendingar kunna ekki þá list að mótmæla. Á Islandi þykir ekki kurteisi að andmæla valdhöf- um og við látum mikið yfir okkur ganga áður en við hreyfum við mótbárum. Þá sjaldan að íslendingar taka sig til og efna til mótmæla verða þau oftar en ekki klúðursleg og illa skipulögð. Franska leiðin Smáborgarinn bjó um tíma í Frakklandi (þar sem hann kallaðist le petit bourgeo- is að hætti innfæddra) og er hann ekki frá því að íslenskir mótmælendur gætu margt lært af Frökkum í þessum efnum. Þar láta menn sér ekki nægja að viðra skilti sín í stutta stund og muldra kraft- laus slagorð gegn rokinu heldur berja þeir bumbur, blása í lúðra og hrópa sig hása á meðan óeirðalögreglan bíður átekta í hliðargötu. Þar fylgja menn enn fremur orðum eftir með athöfnum, efna til verkfalla og vinnustöðvunar, hlekkja sig við grindverk, hlaða götuvígi og grípa jafnvel til ofbeldis ef þörf krefur. Smáborgarinn beinir þeim tilmælum til forkólfa verkalýðshreyfingarinnar og atvinnumótmælenda að þeir fari í kynn- isferð til Parísar til að læra að mótmæla á franska vísu. Þá er kannski von til þess að það verði eitthvert fútt í fyrsta maí hátíð- arhöldum í Reykjavík í framtíðinni. HVAÐ FINNST ÞÉR? Gunnar Hersveinn, upplýsingafulltrúi Umhverfissviðs Reykjavíkurborgar. Hjólar þú alltaf í vinnuna? „Já ég geri það. Bæði á sumrin og á veturna en þá skipti ég yfir á nagladekk. Það er allt í lagi að vera á nöglum á hjóli, en ekki á bíl! Þá er hjólið alveg stöðugt í hálkunni. Ef það er rok og rigning þá er ekkert vandamál að taka hjólið bara í strætisvagninn.“ Um þessar mundir er átakið„Hjólaö í vinnuna" í gangi. Kristján Þorvaldsson (44) og Árdís Sigurðardóttir (39) Maður skoðar hlífðarbúning gegn fuglaflensu á ráðstefnu í Singapore voru sæt saman á vorblótinu á Nasa um síðustu helgi. Indverskur bóndi rannsakar sólblómauppskeru á útjaðri Amritsar Bandaríski tennisleikarinn Venus Williams þakkar fyrir sig eftir sigur á tennismóti I Póllandi KAFFIBLJÐIN tUPSGJÖFIN ÍÁRERALVÖRU KAFFIVÉL FRÁ QOICKMILL l'o Uamrabor Þetta voru tíu hringingar. Eigum við að prófa að hafa þær ellefu? HEYRST HEFUR... Pað er jafnan haft fyrir satt að blaðamenn séu málglatt fólk, en á hinn bóginn virðist pennaleti hrjá þá verulega, svona utan vinnunnar. Að minnsta kosti hlýtur að teljast sérkennilegt að á umræðuvef Blaðamannafélags Islands (www.press.is/korkur) hefur ekki sést eitt aukatekið orð um útgáfustöðvun DV og breytingu þess í vikurit.... Hljóðið mun fremur þungt í samfylkingarmönnum í Reykjavík þessa dagana. Finnst þeim kosningabaráttan hafa misst marks til þessa og kenna um reynsluleysi oddvitans Dags B. Eggertssonar. Á opnu húsi framboðsins á Kaffi Reykjavík í tilefni í. maí var margt skraf- að um þetta og lágu stuðnings- menn Stefáns Jóns Hafstein ekld á þeirri skoðun sinni að kosningabar- áttan væri með allt öðrum brag ef þeirra vígreifi foringi leiddi hana. Fólk tengt Steinunni V. Óskarsdóttur, borgarstjóra í Reykjavík, tók hins vegar undir athugasemdir í Morgunblaðinu um að Steinunn hefði augljós- lega verið betri kandídat en Dag- ur og hefði einhverntíman þurft að segja mönnum það tvisvar, að Styrmir Gunnarsson væri vin- sælasti stjórnmálaskýrandinn í því selskapi... Hitt er annað mál að Dagur þarf tæpast að hafa mildar áhyggjur af þessum keppinaut- um sínum. Innanbúðarmenn segja að þau Steinunn V. Óskars- dóttir og Stefán Jón Hafstein ^ar^tU me^ i ser í kómandi ar fyrir þingkosningarnar að ári... Reynir Traustason veltir vöngum yfir því á vef Mannlífs (www.mannlif.is) að samkvæmt skoðanakönnun NFS sé meirihluti Sjálfstæðis- flokks og Framsóknar í Isafjarð- arbæ fallinn fyrir Isafjarðaríista vinstri flokkanna. Sigurður Pét- ursson, sagnfræðingur, kennari og stefnuvottur, leiðir listann, en hann hyggst ekki taka við starfi bæjarstjóra ef sigur vinnst held- ur ráða bæj- arstjórann utan úr bæ. Telur Reynir nánast sjálf- gefið að hann leiti þó ekki of langt yfir skammt að bæjarstjóra og minnir á að eigin- kona hans, Ólína Þorvarðardótt- ir, sé á lausu, en hún lét nýverið af starfi skólameistara Mennta- skólans á Isafirði eftir storma- samavist... Annars kvarta ísfirskir sjálf- stæðismenn sáran undan því að fréttir af skoðanakönnun NFS hafi verið mjög á eina lund og ky nnt í öllum fréttatímum að meirihlutinn vestra væri fallinn og látið með könnunina eins og úrslitin í kosningunum séu frá- gengin. Segjast þeir ekki hafa heyrt samsvarandi kannanir í Reykjavík kynntar í fréttatím- um með upphrópunum um að meirihluti R-listans sé fallinn...

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.