blaðið - 11.05.2006, Blaðsíða 24
24 I VIÐTAl
FIMMTUDAGUR 11,MAÍ2006 blaðið
BlaðiÖ/SteinarHugi
Legg rœkt við viðkvœmnina
„Alveg frá því ég fann fyrst
fyrir leiklistarbakeríunni hef
ég haldið að leiklistin skipti
mig öllu máli í heiminum. Hún
er mér afar mikils virði en nú
nýlega finn ég að ég get kvatt
hana tímabundið, sem ég er að
fara að gera. Ég ætla að fara í
háskóla og læra stjórnun og
svo ætla ég að sjá hvert ég er
leidd eftir það,“ segir Edda
Björgvinsdóttir. Hún er þessar
vikurnar á leikferð um landið
með leikritið Alveg brilljant
skilnaður en síðan taka við ný
verkefni á skólabekk
Afhverju lœra stjórnun?
„Ég er bara svo stjórnsöm og frek.
Ég er búin að fá nóg af því að stjórna
ekki. Reyndar hef ég rekið ótalmörg
leikhús og í tíu ár hef ég haldið
námsskeið i stjórnendaþjálfun fyrir
stjórnendur fyrirtækja. Mér finnst
gefandi að tukta til hörkutólin sem
eru í stjórnunarstörfum, kenna
þeim, láta þá halda ræður og plokka
af þeim steinsteypuna þannig að
þeir noti sjarmann. Svo er ég líka
með sjálfstyrkingarnámskeið fyrir
konur þar sem ég hjálpa þeim að
öðlast sjálfstraust og rísa á fætur.
Áður en ég byrjaði með þessi
námskeið þurfti ég að æfa mig
í því að þora að vera ég sjálf. Það
er erfiðast að vera maður sjálfur
því þá koma í ljós allir vankantar
manns. Ég var hrædd við það. Það
tók mig langan tima að bjóða upp
á mig eins og ég er og notast við
reynsluna sem ég hef og námið sem
ég á að baki. Leikari sem leikur
sorgmædda manneskju, glaða
manneskju, örugga manneskju eða
hatursfulla verður að ganga í eigin
tilfinningabanka. Hann verður að
ná í tilfinningarnar og leggja þær
á borðið og það er erfiðast af því
maður vill halda sig til baka og fela
sig. Það að leika er það sama og að
vera einlægur. Þetta var eitt það
fyrsta sem Pétur Einarsson sagði
manni í Leiklistarskólanum. Ég
skildi ekki hvað hann átti við fyrr
en mörgum árum seinna.“
Með fiðrildi í maganum
Hefur óttinn við að vera ekkifyndin
á sviði einhvern tíma gripið þig?
„Ég þjáist af honum í vinnunni.
I hvert einasta skipti sem ég stíg á
svið þá grípur köld kló um hjartað á
mér og ég hugsa: „Guð minn góður,
hvað ef fólkið sem er í salnum núna
hlær ekki, hvað ef því finnst ég ekki
fyndin? Hvað geri ég þá?“ Ég held
reyndar að flestir gamanleikarar
finni fyrir þessum óstjórnlega ótta.
Færnin felst í því að takast á við
þessa tilfinningu, ýta henni burt og
grípa aðrar tilfinningar í staðinn
sem eru áskorun, tilhlökkun og
spennufíkn. í mörg ár hugsaði ég:
„Hvaða fífl var ég að láta í það skína
að ég hefði gaman af að fá fólk til
að híæja? Af hverju gerðist ég ekki
dramatísk leikkona því þar finnur
maður ekki eins áþreifanlega fyrir
því ef manni mistekst“.“
Af hverju gerðistu ekki dramatísk
leikkona?
„Það hvarflaði ekki að mér þegar
ég fór í Leiklistarskólann að ég ætti
eftir að verða gamanleikkona. Það
var algjörlega fjarri mér, öfugt við
Örn Arnason sem fór beinlínis
í Leiklistarskólann til að verða
gamanleikari. Sumt sem ég gerði
vakti hlátur og svo var ég sett í
fyndin hlutverk og það vakti meiri
hlátur. Svo var ég allt í einu orðin
gamanleikkona.
Ekki er langt síðan önugur
blaðamaður sagði í DV að
gamanleikarar væru sífellt að
kvarta undan því að gamanleikur
nyti ekki virðingar. Við erum ekki
alltaf að kvarta undan því. Hins
vegar finnur maður fyrir ákveðinni
lítilsvirðingu gagnvart gamanleik.
Gamanleikarar þykja ekki jafn góðir
leikarar eða jafn hæfileikaríkir
og dramatískir leikarar. Þetta er
afstaða sem ég varð strax vör við
í Leiklistarskólanum. Áður en
nemendur útskrifuðust voru þeir
teknir á eintal. Kennari minn sagði
grafalvarlegur við mig: „Áttaðu þig
á því, Edda mín, þegar þú kemur út
í lífið að þér hættir til að detta ofan
í gamanleik!”. Það var eins og hann
væri að segja: „Þér hættir til að vera
mella“. Hannhefði átt að segja: Edda,
þú hefur fágætan hæfileika, viltu
rækta hann, fara vel með hann og
vera stolt af honum, hvað sem hver
segir, því allir alvörulistamenn
um allan heim vita að það að vera
góður gamanleikari þýðir að hafa
stórkostlegt vald á dramatískum
leik“.“
Einhvers staðar las ég að
gamanleikarar vceru oft þunglynt
fólk eða mjög alvarlega þenkjandi
dags daglega. Heldurðu að þetta sé
rétt?
„Ég er alveg viss um að það er
mikið til í þessu. 1 Alanon - fræðum
er talað um barn alkohólistans sem
leikur trúð til að leyna sorg sinni.
Við gamanleikararnir erum oft
barnið sem er trúðurinn og innan
í trúðnum býr sorgin.
Sjálf er ég óskaplega glaðlynd. Ég
er afskaplega þakklát fyrir að vera
það og lít á það sem guðs gjöf. Einu
sinni hélt ég að allir vöknuðu að
morgni með fiðrildi í maganum af
tilhlökkun vegna nýs dags. Þetta
gerist svo oft hjá mér. En það hafa
komið tímabil í lífi mínu þegar
fiðrildin hafa horfið og ég hef
vaknað með sorg í hjarta. Ég varð
svo glöð þegar fiðrildin komu aftur.
Þau eru svo mikill dýrgripur.“
Mikil forréttindakona
Hvað hefur verið erfitt?
„Það var svartnætti á tímabili
þegar ég var á fimmtugsaldri. Það
var svo sem eitthvað sem hver
einasta manneskja gengur í gegn
um, skilnaður, missir ástvina og
veikindi þeirra sem maður elskar.
En ég get ekki annað en þakkað
fyrir það líf sem ég hef lifað. Eitt
sinn var tekið blaðaviðtal við mig og
á forsíðu blaðsins stóð “Átakasaga
Eddu”. Ég varð heiftarlega reið og
gat ekki fyrirgefið þetta því það
hafa svo sannarlega ekki verið nein
átök í mínu lífi miðað við fjölmarga
aðra í kring um mig. Ég er mikil
forréttindakona. Ég á öll min börn
heilbrigð og báðir foreldrar mínir
eru á lífi og ég á mikið af góðum
vinum. Ég er þakklát fyrir þetta
allt því fullt af fólki er að glíma við
alvöru sorg. Ég get ekki hugsað til
enda þá hluti sem ég hef þurft að
styðja vini mína í gegnum. Mér
finnst ég svo sannarlega vera ofan
á í lífinu.“
Léttar úlpur með
—vErhllsfínii
hettu. Ný sending
við Laugalæk • sími 553 3755