blaðið - 11.05.2006, Síða 32
32 I MENNING
PIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaðið
Miðbœr í myndum
Glatkistan
Jón Þór Pétursson
Karlinn á kassanum"-Sigurður
Sveinbjörnsson stendur meö biblíu
í hönd og þrumar Guðs orð yfir
vegfarendum Lækjartorgs um miðjan
fjórða áratug 20. aldar. Ljósmyndari: Karl
Christian Nielsen.
Þá er það komið á hreint. Míkhaíl
Gorbatsjov er á leiðinni til Islands
og mun halda stórfyrirlestur í Há-
skólabíói í tilefni af því að nú eru
tuttugu ár liðin síðan fundað var á
Höfða. Þar mættu fulltrúar heims-
veldanna, aðalritarinn Gorbatsjov
og Reagan forseti, og það eina sem
þeir komu sér saman um var áfram-
haldandi getuleysi til að taka skyn-
samleg skref í heimsmálunum.
Miðasala að hetjast
Eins og fram kemur i tilkynningu
er fyrirlesturinn öllum opinn en
það kostar inn á hann! Fólk þarf þó
ekki að örvænta því miðasala fer í
gang á allra næstu dögum og það
er enginn annar en Einar Bárðar-
son, umboðsmaður stúlknahljóm-
sveitarinnar Nylon, sem flytur inn
rokkbandið Gorbatsjov. Þetta er
þó bara toppurinn á ísjakanum og
Gorbatsjov flytur einungis fyrsta
fyrirlesturinn í nýrri fyrirlestr-
arröð sem nefnist Stefnumót við
leiðtoga. Þjóðin bíður með öndina
í hálsinum, hver verður næstur á
dagskrá umboðsmannsins, ef til
vill miðilsfundur með sjálfum Re-
agan? Þá þyrfti Laugardalshöllina
til að allir kæmust að.
Háskólinn eða Nasa
Ég er hissa á því að Háskólinn skuli
ekki nota tækifærið og hrista af sér
þá ímynd að þarna dvelji upp til
hópa peningasnauðir treflar, mettir
af hugsjón og með taubleijukrakka
á arminum. 0 já, setja krakkaskratt-
ann bara í pössun, fá sér sérsniðin
jakkaföt, æfa þétt handtök og rúlla
út rauðateppinu fyrir Gorbatsjov:
Maðurinn sem batt enda á kalda
stríðið er á leiðinni. Minningar eru
dýrmætar en hingað til hefur verið
lagður annar skilningur í það hug-
tak. Háskólinn og Einar Bárðason
eiga samleið, það fer ekkert á milli
mála því nú eru minningarnar
raunverulega dýrmætar og miðar
á sýninguna ganga kaupum og
sölum í skuggalegum portum víðs-
vegar um borgina. Ég hef reyndar
töluverðar áhyggjur af hljóðkerf-
inu. Það er ef til vill betra að færa
atburðinn yfir á Nasa við Austur-
völl, þar er sándið í lagi.
Hinn nýi Nordal
Einar Bárðarson hefur með þessu
framtaki sýnt fram á að hann er
hinn eini sanni póstmódernisti
íslands. Skil hámenningar og lág-
menningar hafa máðst út, það er
engin algild miðja til að staðsetja
stigveldi upphafins veruleika.
Einar hefur leyst upp gildin og nú
er það eftirspurn/framboð eins og
í flestu öðru.
Ég heyrði einu sinni skarpan
mann halda því fram að Sigurður
Nordal hefði haft mest áhrif á
íslenska menningu á fyrri hluta
tuttugustu aldar og (haldið ykkur
fast lesendur góðir) Hannes Hólm-
steinn Gissurarson hafi verið
maður síðari hlutans sem tals-
maður frjálshyggjunnar (sem hafði
jú sigur um síðir eins og Morgun-
blaðið hefur keppst við að segja
okkur á undanförnum árum). Eg
held að ég hafi komið auga á mann
fyrri hluta 21. aldar, hinn nýja Nor-
dál, sem á eftir að leiða lýðinn á vit
nýrra tíma. Það er enginn annar en
Einar Bárðason.
Nylon hefur verið iðin við að hita
upp fyrir strákabandið Westlife.
Þvílíkur endir á ævintýri að koma
tilbaka og hita upp fyrir manninn
sem hitaði upp kalda stríðið, stríðið
sem aldrei var háð en er samt liðið.
Tryggið ykkur miða strax.
jon@bladid.net
í tilefni af 25 ára afmæli
Ljósmyndasafns Reykjavíkur færir
safnið ljósmyndaeign sína nær
íbúum og gestum borgarinnar.
Á útisýningu á Austurvelli,
Lækjartorgi og í Fógetagarði gefst
áhorfendum kostur á að kanna
þetta svæði í gegnum ljósmyndir
frá liðinni öld og bera mannlíf
og borgarmynd fortíðarinnar
saman við Reykjavík dagsins
í dag. Sýningin verður opnuð
næstkomandi laugardag 13. maí kl.
15.00.
Rokkstj ar nan
Míkhaíl Gorbatsjov
1 irri
Magnús Ólafsson tók þessa mynd árið 1932 af kindum á Austurvelli en þær biðu eftir
skipsflutningi.
SU DOKU talnaþrautir
Su Doku þrautin snýst um
að raða tölunum frá 1-9
lárétt og lóðrétt í reitina,
þannig að hver tala komi
ekki nema einu sinni fyrir
í hverri línu, hvort sem er
lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu
má aukin heldur aðeins
nota einu sinni innan hvers
niu reita fylkis. Unnt er að
leysa þrautina út frá þeim
tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins
8 3 2
9 6 3 8
7 2 5 6
9 8 5
3 5 9
6 4 8 7 3
4 6 1
6 1 7 9 8
5 1 6
5UDDKLJ SHDP T5 ©6610015
Lausn siðustu gátu
9 3 1 2 4 5 6 8 7
4 5 8 6 7 9 2 3 1
6 7 2 8 1 3 9 4 5
5 4 7 1 6 8 3 9 2
1 6 9 3 5 2 4 7 8
8 2 3 4 9 7 5 1 6
7 9 4 5 2 1 8 6 3
2 8 6 7 3 4 1 5 9
3 1 5 9 8 6 7 2 4
unmiði)
P-H-S-9
♦RESTAURANT
BAR