blaðið - 11.05.2006, Síða 38
38 i
FIMMTUDAGUR 11. MAÍ 2006 blaðiö
SIÐASTA ORÐIÐ
Nú á Smáborgarinn varla til orð! Er nú
svo komið að fjölmiðlakóngurinn Jón
Ásgeir Jóhannesson sé farinn að biðja
sér vægðar gagnvart hinum smekklausu,
ófyrirleitnu, tillitslausu og framhleypnu
fréttamönnum landsins, já og þá ríkis-
sjónvarpsins? Smáborgarinn stóð í þeirri
meiningu að þar á bæ væru menn hafnir
yfir allan vafa. Auðvitað hló Smáborgar-
inn upphátt þegar hann las yfirlýsingu
kóngsins. Bjálkinn og flísin og allt það.
Það er auðlæsilegt á bréfi Jóns að hann
notar DV til einhvers annars en lesturs.
Það hlýtur þó að skjóta skökku við
þegar Jón sem þeytist um götur Evrópu
í þeirri von að geta brotið umferðarlög
á sem flestum stöðum, án þess að nást,
er farinn að hefja máls á því f fjölmiðlum
að um hann gildi önnur lögmál en aðra
borgara landsins. Smáborgarinn veltir
því fyrir sér hvort sauðsvartur almúginn
sem myndbirtur er á síðum DV, stundum
ranglega, alltaf ósmekklega, og kaupir
Bónusbrauðið, með fimm krónu utan-
strandar-skatti, sé sammála þessu sjálfs-
matiJóns Ásgeirs?
Er almenningur almennt á þvl að um
rfka menn hljóti að gilda önnur lögmál
en um okkur almenning. Ekki sama Jón
og Jón Ásgeir? Smáborgarinn svarar þess
með gargandi nei-i fyrir sitt leyti. Það fer
óheyrilega í taugarnar á honum þegar
séra Jón biður sér vægðar á meðan al-
múginn fær ekki nokkra vægð gagnvart
blaðamönnum sérans sjálfs. Það er eitt-
hvert Ijóðrænt réttlæti í þessu öllu saman,
finnst Smáborgaranum.
Smáborgarinn verður þó að vera
alveg heiðarlegur og viðurkenna að
það er auðvitað svolítið sérstakt hvaða
menn og miðlar nálgast Baugsmálið og
með hvaða hætti. Sú bláa slikja sem oft
einkennir ákveðna tegund af fréttaflutn-
ingi af Baugsmálum er auðvitað til enn
frekara marks um það hversu lítið gildi
almenningur hefur og síminnkandi. Það
er spilað með okkur eins og hálfvita, með
alls kyns uppslætti á báða bóga, og aug-
Ijóslega reyntað hafa áhrif á okkur. Baugs-
málið hefurverið rekið ífjölmiðlum jafnt
sem réttarsölum frá upphafi og það ekki
bara af öðrum aðilanum. Það er þó rétt
að við almenningur áttum okkurá að við
eigum alltaf síðasta orðið, f kjörklefanum
og kjörbúðinni.
HVAÐ FINNST ÞÉR?
Silvía Nótt, (Silvia Night), stjarna
Ætlar þú að breyta textanum?
„Ég er Silvía Nótt. Það fokking segir mér enginn hvað ég á að fokking
segja, eða gera.“ (Þýtt úr ensku.)
Svante Stockselius, sem hefur eftirlit með Evróvisjón söngvakeppninni, segir Silvíu Nótt verða að sleppa ákveðnu blótsyrði
úrtexta sínum ella eigi hún á hættu að verða vísað úr keppni.
Silvía brást börnunum
Þrátt fyrir að stórstjarnan okkar Silvía léti ekki sjá sig voru aðdáendur hennar ungu ekki algerlega vonsviknir þegar varaskeifa hennar
mætti til að kvitta fyrir gyðjuna. Það iét þó enginn blekkjast af tiltækinu enda augljóst að þetta er alls ekki Silvía Nótt.
Ungir aðdáendur Silvíu Nóttar létu sig ekki vanta á Essóstöðina á
Artúnshöfða til að berja pop-dívuna augum og fá áritaðan diskinn með
laginu, Til hamingju fsland.
Beðið var f spenningi eftir stjörnunni sem auglýst hafði
komu sína á bensínstöðina klukkan sex síðdegis.
Britney ófrísk á ný
Hin 24 ára gamla söngkona
Britney Spears á von á sínu
öðru barni einungis 8
mánuðum eftir að hafa
eignast soninn Sean
Preston. Þetta til-
kynnti hún umheim-
inum í þætti David
Letterman. Þar með .
lýkur margra mánaða
spennu fjölmiðla sem
flestir hafa verið á
nálum gagnvart óviss-
unni. Jafnframt kom
fram í þættinum að Dav-
id Letterman er ekki fað-
irinn en Britney giftist
Kevin Federline ár-
ið 2004. Þetta ku
vera fjórða barn
Federline en auk
Sean á hann tvö
börnmeðfyrrum
unnustu sinni,
leikkonunni Shar
Jackson.
r
eftir Jim Unger
© Jim Unger/dlst by United Medla, 2001
7-20
HEYRST HEFUR...
Mýjasta tölublað Mannlífs er
í safaríkara lagi. Fyrir ut-
ansérdeiliskjarn-
yrt viðtal við
Pál Magnússon,
útvarpsstjóra,
er þar að finna
svörborgarstjóra-
efna reykvísku
framboðanna
við ýmsum áleitnum spurning-
um, sem gefa óvænta innsýn í
frambjóðendurna með ýmsum
hætti. Hvern hefði til dæmis
órað fyrir því að Björn Ingi
Hrafnsson vildi helst vera Hill-
ary Clinton ef hann þyrfti að
velja sér nýjan líkama af gagn-
stæða kyninu?
Ekki ersíðurfróð-
legt að komast
að því að Ólafi
F. Magnússyni
finnst He-Man
úr Masters of the
Univers vera skemmtilegasta
teiknimyndapersónan...
leira fróðlegt má finna þeg-
ar hin hliðin
á frambjóðend-
unum er skoð-
uð í hinu nýút-
komna Mannlífi.
Mörgum íhaldsk-
urfinum hlýtur
til að mynda að
bregða við>að lesa það að Fídel
Kastró er sá maður, sem Vil-
hjálm Þ. Vilhjálmsson langar
mest til þess að hitta. En svo
getur náttúrlega verið að Villi
vilji einfaldlega steypa honum
afstóli...
Enn athyglisverðara er þó
að lesa um það í Mannlífi,
að Dagur B. Eggertsson lítur
á sjálfan sig
sem samsvör-
un við Davíð
Oddsson, þeg-
ar hann er
spurður út í
hvaða sögu-
legu persónu
hann líkist mest. Af hógværð
segir Dagur þó að sér komi
enginn í hug þegar hann hugs-
ar um hrokkinhærðan stjórn-
m á 1 a m a n n ,
sem vilji verða
borgarstjóri
33 ára! Ekki
er húmorinn
minni þegar
Dagur er spurð-
ur um hvað sé
verst í hans fari:
„Ég get, þegar á allt er litið, lagt
á vogarskálarnar og metið frá
ýmsum ólíkum sjónarhornum,
verið allnokkuð langorður"...
Frambjóðendurnir eru allir
spurðir um það í Mann-
lífi hvort þeir
hafi reykt hass.
Allir nema einn
kveða einfalt nei
við, en Vilhjálm-
ur Þ. Vilhjálms-
son bætir þó við
að sér hafi aldrei
boðist það, þannig að lesand-
inn veltir því fyrir sér hvort
Villi væri kannski örlagahippi
ef ekki væri fyrir þessa grá-
glettni örlaganna. Við annan
tón kveður hins
avegar hjá Svan-
dísi Svavarsdótt-
- ur, sem hvorki
vill segja nei eða
já, heldur lætur í
ljós vanþóknun
á þvi að pólitíkusar séu látnir
svara spurningum, sem varða
siðferðileg álitamál úr einkalíf-
inu...
Brittney á von á sínu
öðru barni.
Ég fer ekki til tannlæknis