blaðið - 15.05.2006, Side 4

blaðið - 15.05.2006, Side 4
4IFRÉTTIR MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaðió ^ÍSLANDS MÁLNING Sérhönnuð málning fyrir (slcnskar aöstæöur. Sætúni 4 / Sími 5171500 Enn eykst spenna í samskipt- um Kínverja og Páfagarós Stjórnvöld í Kína hafa ákveðið að skipa enn einn katólskan biskup í landinu án þess að fyrir liggi samþykki Páfagarðs. Benedikt 16. páfi lýsti megnri óánægju sinni vegna málsins. ókeypis til heimila og fyrirtækja atla virka daga blaðið- Zhan Silu var í gær skipaður biskup katólikka í Mindong í Fujian-hér- aði í austurhluta Kína. Þetta er í annað skiptið á hálfum mánuði sem Kínverjar skipa biskup til starfa í landinu án þess að hafa borið það undir Páfagarð. I Kína starfa tvær katólskar kirkjudeildir. Aðra reka stjórnvöld en hin er ólögleg og fylgir kennisetningum Páfagarðs. KrakkdblmmSm kr25$t iJ Opið: Virka daga 12-16, nema fimmtudaga 12-18 Eldshöfða 16, Bakhús S: 616-9606 Hitastýrður sturtupanill OLS-709 Verð 36.555 kr Góðar vörur á . góðu verði v Zhan Silu við messuna í dómkirkjunni í Ningde. Vatikanið og stjórnvöld í Kína slitu formlegum samskiptum fyrir rúmlega 50 árum. Unnið hefur verið að því að endurreisa þau og þykir skipun biskupsins því ekki líkleg til að greiða fyrir því ferli. Zhan Silu sem er 45 ára var raunar skipaður biskup árið 2000 en hann Reuters hefur verið aðstoðarmaður annars biskups sem lést í fyrra. Hann hefur því aldrei framið messugjörð í krafti þess embættis. Óheppileg skilaboð Prestar í báðum deildum katólsku kirkjunnar í Kína segja líklegt að aukin spenna færist í samskipti kínverskra ráðamanna og Páfa- garðs. Prestur einn sem tilheyrir ríkisdeildinni sagði í samtali við Reuters-fréttastofuna að embættis- menn stjórnvalda hefðu mjög þrýst á presta og safnaðarmeðlimi að mæta til messu Zhans sem fram fór í dómkirkjunni í Ningde. „Ekki var rætt við okkur um hvort rétt væri að standa þannig að málum - þetta eru ekki heppileg skilaboð," sagði þessi viðmælandi. Fyrir athöfnina í gær hafði prestur sem fylgir Páfagarði að málum sagt að enginn fulltrúi þeirrar déildar kirkjunnar myndi mæta til messunnar. Benedikt 16. páfi hefur lýst yfir megnri óánægju sinni vegna fram- ferðis stjórnvalda í Kína. Páfagarður hefur látið að því liggja að til greina komi að bannfæra biskupana tvo sem kínverska ríkiskirkjan hefur skipað. Stjórnvöld í Kína viðurkenna ekki vald Páfagarðs til að skipa biskupa. Á síoústu árum hefur bisk- upum hins vegar verið heimilt að leita eftir blessun Páfagarðs. Talið er að um 13 milljónir manna játi katólska trú í Kína. Um fimm millj- ónir þeirra fylgja kínversku ríkis- kirkjunni að málum en hinir þeirri ólöglegu. Stjórnvöld í Kína hafa sagt að þau vilji gjarnan bæta samskiptin við Páfagarð. Þau krefjast þess hins vegar að Páfagarður slíti formlegum, diplómatískum tengslum við stjórn- völd á Taívan. Kínverjar og katólska kirkjan slitu öllum samskiptum árið 1951, tveimur árum eftir valdatöku kommúnista í Kína, en henni fylgdi að mjög var þrengt að trúfélögum í landinu. Reuters Sprengjutilræði í Bagdad (raskur lögreglumaður á verði við litla rútu sem varð fyrir árás hryðjuverkamanna f höfuðborginni, Bagdad, í gær. Árásinni var beint gegn lögreglumönnum sem voru við eftirlitsstörf. Þá sakaði ekki en sex óbreyttir borgarar, hið minnsta, týndu Iffi f sprenging- unni og tíu særðust. Sannköliuð fjölskyldumessa fór fram í Garðakirkju í gær. Óvenjuleg messa I messu við Garðakirkju í gær bar það til tíðinda að þrjú systk- ini, sem öll eru vígðir prestar, þjónuðu við athöfnina. Það var séra Hildur Eir Bolladóttir, sem sá um predikunina, en systkini hennar, þau Bolli Pétur og Jóna Hrönn þjónuðu fyrir altari. Við það bættist svo að eitt systkinið í viðbót, Gerður Bolladóttir, söng einsöng í messunni, og því ekki ofsögum sagt að þarna hafi sannkölluð fjölskyldusamkoma farið fram. Alvarleg líkams- árás í Hafnarfirði mbl.is | Lögreglan í Hafnarfirði rann- sakar nú alvarlegt líkamsárásarmál sem átti sér stað í Hafnarfirði í fyrri- nótt. Lögreglan fékk tilkynningu um klukkan þrjú um nóttina að maður hefði verið stunginn og að annar hefði orðið fyrir bifreið í suð- urbæ Hafnarfjarðar. Þegar lögregla og sjúkraflutnings- menn komu á staðinn var þar fyrir allmargt manna en meintir árásar- menn voru farnir af staðnum í bif- reið. Þeir sem slösuðust voru fluttir á slysadeild. Sá sem stunginn var hafði misst mikið blóð en er nú að sögn lækna úr Hfshættu og sá sem varð fyrir bifreiðinni mun ekki vera alvarlega slasaður. Nokkru síðar handtóku lögreglu- menn þrjá aðila í bifreið á Kaldársels- vegi og eru þeir grunaðir um verkn- aðinn. Þeir sem að málinu koma eru á aldrinum 16 til 19 ára.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.