blaðið


blaðið - 15.05.2006, Qupperneq 12

blaðið - 15.05.2006, Qupperneq 12
12 I DEIGLAN MÁNUDAGUR 15. MAÍ 2006 blaöiö Rafrœn innritun í fram- haldsskóla hefst í dag I dag verður opnað fyrir rafræna innritun í framhaldsskólana. Er þetta annað árið sem innritun fer fram með rafrænum hætti. Inn- ritunin fer fram á menntagatt.is og berast umsóknir beint til upp- lýsingakerfa framhaldsskólanna. Foreldrar fá sent bréf heim með upplýsingum um fyrirkomulag inn- ritunarinnar en nemendur í ío. bekk fá afhent lykilorð í skólanum ásamt upplýsingabréfi. Eldri nemendur geta sótt um lyk- ilorð á menntagatt.is og þar verður líka hægt að fylgjast með inntöku- ferlinu. Nemendur eru hvattir til að ganga frá inntöku sem fyrst en hægt er að breyta umsókn fram til 12. júní er inntöku lýkur. Nemendur fá síðan sent heim bréf eftir 16. júní frá þeim skóla sem býður þeim inngöngu og Blaílð/SteinarHiigi [ dag verður opnað fyrir rafræna innritun f framhaldsskóla og þetta er annað árið sem innritun fer fram með rafrænum hætti. þurfa nemendur að staðfesta skóla- vist með greiðslu innritunargjalds. Framkvæmdin tókst vel í fyrra I fyrsta sinn í ár geta nemendur valið 4 skóla, einn aðalskóla og þrjá til vara. Árgangurinn sem útskrif- ast úr grunnskóla í ár er mjög stór og því ljóst að ekki munu allir kom- ast í þann skóla sem þeir kjósa helst. Nemendur þurfa einnig að tilgreina námsbraut sem þeir velja og eins ef þeir óska eftir ákveðinni þjónustu. f fyrra var rafræn innritun í fram- haldsskóla í fyrsta sinn á Netinu. Framkvæmdin tókst vel og því var ákveðið að allar umsóknir í dag- skóla verði framkvæmdar rafrænt að þessu sinni. Rafræn innritun auð- veldar yfirsýn yfir eftirspurn nem- enda eftir skólum og námsbrautum. Fyrr verður ljóst hverjar óskir nem- enda eru og því auðveldara að bregð- ast við þeim. Þjónusta við nemendur verður betri og nýir möguleikar opn- ast til að tengja innritunina námsráð- gjöf og öðrum þáttum skólastarfsins í grunnskólunum í samvinnu við framhaldsskólana. Nú bjóðum við frábært tilboð á síðustu sætunum til Bologna á (talíu í mal. Þú kaupir 2 flugsæti en greiðir aðeins fyrir 1. Gríptu tækifærið og skelltu þér til Ítalíu á einstökum kjörum. Verð kr. 19.990 Flugsæti báðar leiðir með sköttum, m.v. 2 fyrir 1 tilboð 24. og 31. maí. Netverð á mann. www.heimsferdir.is Skógarhlíð 18-105 Reykjavík - simi 595 1000 0, Heimsferðir Húsbyggjandinn, sumarið & garðurinn Þriójudaginn 16 maí Auglýsendur, upplýsingar veita Vortónleikar Kvennakórs Garðabæjar í kvöld mun Kvennakór Garða- bæjar halda tónleika í Digranes- kirkju. Kvennakór Garðabæjar hefur fest sig í sessi í menningar- lífi Garðabæjar og heldur nú vor- tónleika 6. árið í röð, að vanda undir stjórn Ingibjargar Guð- jónsdóttur, sópransöngkonu. Söngskráin er metnaðarfull með hátíðlegum blæ enda mörg verkanna af andlegum toga og til þess fallin að færa áheyrendum gleði og upplyftingu. Kristinn Órn Kristinsson, píanóleikari kórsins, sér um undirleik en auk hans koma fram fiðluleikar- arnir Júlíana Kjartansdóttir og Sigurlaug Eðvaldsdóttir, ásamt Helgu Björgu Ágústsdóttur, sel- lóleikara. Tónleikarnir hefjast kl. 20.00 og miðaverð er 1.800 kr. við innganginn en 1.500 kr. í forsölu og fyrir lífeyrisþega. Forsala er í bókabúðinni Grímu, Garðatorgi, hjá kórkonum og á netfanginu kvennakor@kvenna- kor.is. Frítt er fyrir 15 ára og yngri. Súrefnismæl- ingar og lyfja- í augum gjof í dag kl. 16.00 mun Sveinn Há- kon Harðarsson gangast undir meistarapróf við læknadeild Háskóla íslands og halda fyrir- lestur um verkefni sitt: Súrefnis- mælingar og lyfjagjöf í augum. Umsjónakennari er Einar Stefánsson, prófessor, og aðrir í MS nefnd eru Þór Eysteinsson, dósent og Þorsteinn Loftsson, prófessor. Prófdómarar eru Har- aldur Sigurðsson, aðjúnkt, og Þórdís Kristmundsdóttir, pró- fessor. Helga M. Ögmundsdóttir er prófstjóri. Prófið verður í kennslusal læknadeildar á 3. hæð í Lækna- garði og er öllum opið. Blaðið/Frikki Katrín Hall: „Sýningin hefur farið mjög víða og við höfum ekki haft tækifæri á að sýna aftur hér heima fyrr en núna." Vinsœl og ögrandi sýning um stríð Þrjár sýningar fara fram á Við erum öll Marlene Dietrich FOR í dag og næstu daga. Verkið var mjög vinsælt þegar það var sýnt hér í febrúar 2005 og uppselt var á allar sýningar. Auk þess hefur verkið vakið mikla athygli og fengið góða dóma víða um heim. Við erum öll Marlene Dietrich FOR er eftir Ernu Ómarsdóttur og Emil Hrvatin en verkið er framleitt af íslenska dansflokknum og Maska Production í Slóveníu, í samstarfi við Listahátíð í Reykjavík. Við erum öll Marlene Dietrich FOR fjallar á ögrandi, lifandi og gagnrýninn hátt um samspil listamanna og stríðs, sér í lagi þeirra listamanna sem skemmta hermönnum. Að verkinu stendur alþjóðlegur hópur tónlistarmanna, leikara og dansara sem saman skapa ótrúlega lífsreynslu. Aðspurð af hverju ákveðið var að sýna verkið aftur á íslandi segir Katrín Hall, listrænn stjórnandi Is- lenska dansflokksins, að færri hafi komist að en vildu í febrúar 2005. „Við vorum með fimm sýningar hér heima og troðfylltum þær. Það voru- biðlistar og fólk grátbað um miða en við gátum ekki framlengt sýn- inguna því við vorum búin að skipu- leggja sýningar erlendis. Sýningin hefur farið mjög víða og við höfum ekki haft tækifæri á að sýna aftur hér heima fyrr en núna. Við höfum verið að sýna meira og minna síðan febrúar 2005 og erum búin að sýna í um 16 borgum. Það er því búið að vera mikið at og verkið hefur fengið mikla og jákvæða athygli í Evrópu. Sýningin var tilnefnd sem ein af eft- irtektarverðustu sýningum í Evrópu af Ballet Tanz International, sem er mjög virt blað í þessum geira. Við höfum líka verið á mikilsmetnum listahátíðum, til dæmis í Vín, Berlín og Hollandi.“ Listform renna saman „Ef við vissum það myndum við alltaf gera verk sem höfðar svona vel til áhorfenda,“ segir Katrín hlæjandi þegar hún er spurð hvað sé svona YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, s. 588 57 11 og 694 61 03 YOGA YOGA YOGA YOGA YOGA Líkamsæfingar, öndunar- æfingar, slökun og hug- leiðsla. Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi konur. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. www.yogaheilsa.is NÝTT! Astanga yoga heillandi við verkið. „Ætli það sé ekki blanda af mörgu. Þegar vel til tekst, þegar umfjöllunarefnið er þess eðlis að það snertir áhorfendur á einhvern hátt, þegar það eru góðir listamenn sem framkvæma listina á sviðinu og þegar það er blanda af mörgum listformum. Listformin renna saman í þessu verki, það er danslistin, leikhúsið og síðast en ekki síst tónlistin. Þetta er því nokk- urs konar hljómleika-dans-leikhús- sýning. Það er mjög skemmtileg blanda og hvert og eitt hefur sitt vægi. Til að mynda fremja tónlistar- mennirnir ekki bara tónlist á svið- inu heldur eru þeir þátttakendur í sýningunni,“ segir Katrín og bætir við að fólk ætti alls ekki að láta lessar sýningar fram hjá sér fara iví þetta verði örugglega í síðasta sinn sem verkið er sýnt á Islandi. Alþjóðleg sýning „Þessi tiltekna sýning er partur af evrópsku samstarfi sem dansflokk- urinn hefur verið aðili að frá ár- inu 2000. Það eru átta borgir sem mynda net og framleiddu sýningar sem fóru á milli staða. Okkar sýn- ing er innan þessa verkefnis en er i samvinnu með Slóveníu, sem er eitt landanna í þessu samstarfi. Leikstjórinn, Emil Hrvatin, kemur þaðan en hann er höfundur verksins ásamt Ernu Ómarsdóttur. Tónlist- armennirnir eru frá Belgíu og svo erum við með belgískan dansara sem dansar ásamt Ernu og fjórum íslenskum dönsurum. Þetta er því alþjóðleg sýning.“ Katrín segir að í byrjun hafi þetta verið svolítið flókið að vinna svona alþjóðlega sýn- ingu. „Þetta eru listamenn sem eru líka uppteknir í öðrum verkum og það er því flókið að púsla þessu öllu saman. En fólk hefur skuldbundið sig í þetta, vill sýna þessa sýningu og tekur þar af leiðandi tíma frá til að gera það. Okkur hefur tekist ágætlega upp enda höfum við náð að fara svona víða á einu ári. Og það sér ekki fyrir endann á þessu ennþá. Eftir Glasgow förum við svo til Gautaborgar í ágúst og Sviss í sept- ember,“ segir Katrín að lokum. svanhvit@bladid. net

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.