blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 18

blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 18
26 I JÚRÓVISJÓN ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaðið friRc&fr/CA Á stjörnuslóðum Margrét Hugrún skrifarfrá Aþenu Silvía, Lordi og g-strengir Silvía heldur áfram að vekja lukku í Aþenu. Sjónvarpsstöðvar keppast við að fá hana í viðtal og í gær birtist hún á forsíðu grísks dagblaðs og fór í þrjú sjónvarp- sviðtöl. Eitt viðtalið var í beinni útsendingu frá hótelinu en það var við grísku sjónvarpsstöðina Antenna sem má líkja við Stöð 2 á íslandi. Þegar viðtalið hófst lét hún sem hún héldi að þetta væri viðtal í einhvers konar Stundinni okkar. Byrjaði á að heilsa börnum Aþenu, vinka og gera sig krúttlega. í viðtalinu var hún spurð hvort hún hataði Grikki, en á blótsæfing- unni miklu tók hún sig til og æpti eitthvað út í salinn sem hljómaði eins og hún væri að segja „fucking greeks". Þetta var víst einhver mis- skilningur. Hún sagði víst „f****g retards“ (bölvans vanvitar) og tók algerlega fyrir það að hún hefði eitthvað á móti Grikkjum. Svo dró hún upp poka af skær- lituðum g-strengs nærbuxum og sagðist bjóðast til að árita þessa finu g-strengi fyrir litla aðdáendur sem væru tilbúnir að koma upp á hótel. Hún talaði líka beint við konuna sem tók viðtalið. Sagði að hún væri kannski svolítið gömul og að hún væri örugglega alveg að misskilja það að hún væri fræg (sjónvarps- kona þ.e.a.s.). Silvía lét sjónvarps- mennina bíða eftir sér meðan hún pantaði sér drykk, bað um eld í sígarettu o.s.frv. Svo ropaði hún smekklega og sagði úpps! 1 fyrrakvöld reyndi dívan að fara út að skemmta sér með dansaranum Pepe og unnusta sínum Romario. Það gekk þó ekki eins vel og hún hafði ætlað því nokkrar grískar sjónvarpsstöðvar voru mættar á svæðið til að taka skemmtunina upp. Hún mætti á litlum Porce en átti í mestu vandræðum með að kom- ast út úr bílnum vegna ágengni fjölmiðlamanna. Svo tókst þeim einhvern veginn að koma sér á skemmtistaðinn. Það gaman stóð stutt yfir þar sem plötusnúður staðarins var ekki svo vel búinn að geta spilað lagið Congratulations. Silvía fór í fýlu og rauk út í fússi. Hún komst þó ekki í bílinn strax þar sem hún var ekki með lyklana. Sá sem hafði þá undir höndum var maðurinn sem hafði skipulagt að aðeins ein sjónvarpsstöð mætti koma og taka myndir af Silvíu á djamminu, en sá var orðinn mjög upptekinn að slást við einhvern frá annarri sjónvarpsstöð og reyna að ná af honum myndavélinni. Þeir rifust hátt á grísku og það tók töluverðan tíma þar til Romario tókst að ná athygli mannsins og fá bíllyklana. Að lokum hófst það þó og þau brunuðu í burtu eftir að hafa stoppað á staðnum í u.þ.b. hálftíma. í dag rakst Silvía á meðlimi Lordi frá Finnlandi á leið sinni í viðtal. Hún varð ansi hrædd og fór í hálfgerðan baklás þegar hún mætti skrýmslinu en byrjaði svo að tala um að hann væri örugg- lega ekkert vondur. Hefði góða og fallega sál undir öllu gervinu og að það væri honum kannski hollast að hleypa henni út. Lordi bauðst til að taka í hendina á henni en litla blómið hún Silvía fór í kerfi, neitaði og dró að sér höndina. Framundan er núna veisla hjá borgarstjóra Aþenu og blaða- mannafundur með hinum Norð- urlöndunum á þaki hótelsins þar sem Silvía býr. Spennan magnast... Svipmyndir frá Aþenu Silvía fór með föruneyti út að skemmta sér í gærkvöldi. Uppi varð fótur og fit á skemmtistaðnum sem hún heim- sótti þar sem fjöldinn allur af fjölmiðlamönnum elti hana á röndum. Hér er Silvfa í viðtali við sjónvarpskonu á bresku sjón- varpsstöðinni Chanel 4 en hún hefur mikinn áhuga á að hasla sér völl í Bretlandi. Silvíu brá mjög þegar hún hitti söngvara finnsku sveitarinnar Lordi á förnum vegi. Þegar hún hafði jafnað sig tjáði hún honum að hann hefði fallega sál. Það urðu miklir fagnaðarfundir þegar Silvía hitti kærasta sinn Peppe eftir að hann og Romario höfðu verið í viðtali á grískri sjónvarpsstöð. Hinir geðþekku félagar úr finnsku sveitinni Lordi spókuðu sig I sólinni iAþenu. Romario og Peppe í góðum félagsskap útvarps- mannsins góðkunna Jónatans Garðarssonar. Átján kílómetrar af snúrum Undirbúningurfyrir Júróvisjón-keppnina stendur nú sem hœst. Fyrrverandifyrirsœta og íþrótta- kappi munu kynna keppnina. Það er ekki annað hægt að segja • en að Grikkir ætli að leggja sig alla fram til að keppnin verði sem flott- ust í ár. Hér eru nokkrar athyglis- verðar staðreyndir um höllina og útsendingarnar, en undanúrslitin fara fram fimmtudaginn 18. maí og lokakvöldið verður laugardaginn 20. maí. • • Sviðið í ár er um 13 metra breitt og búið til úr plexígleri. íþróttahöllin, sem er á sex hæðum, tekur um 18.500 manns í stúkusæti, 2000 auka- sæti og þar að auki eru 300 sæti fyrir fjölmiðlafólk. 180 km af snúrum og köplum verða notaðir til að hjálpa til við að lýsa upp sviðið. 20 sjónvarpsmyndavélar verða notaðar við útsendinguna. Yfir 200 skemmtikraftar taka þátt í keppninni. Þar með taldir söngvarar, bakraddir og dansarar. Kynnar keppninnar verða þau Maria Menonous og Sakis Rouvas, bæði einkar snoppufriðir einstak- lingar. Maria, sem er fædd og upp- alin í Bandaríkjunum, er af griskum ættum, starfaði sem fyrirsæta áður en hún hóf störf sem fréttakona á Channel One News í Boston. Hún hefur leikið lítil hlutverk í kvik- myndum þ.á.m. í 2005 gerðinni af Bond myndinni From Russia With Love og svo lék hún kynæsandi hjúkrunarfræðing í myndinni Fantastic Four. Sakis er íþrótta- maður mikill en ástríða hans ku þó vera tónlist og margir Júróvisjón að- dáendur muna eftir honum þar sem hann keppti árið 2004 m e ð lagið Shake It og lenti þá í þriðja sæti Sakis er vinsæll í Grikklandi og hefur oftar en einu sinni sigrað margs konar söngva- keppnir þar. f/Mi or/ 7 (7 /io//uáki Myndir/Margrét

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.