blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 28
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaöiö 36 I DAGSKRÁ Hrútur (21.mars-19. apríl) Þú sérð framtíðina eitt augnablik og það er nóg til þess að vita að þú hefur valið rétt. Þú andar að sjálfsögðu léttar og getur þar af leiðandi snúið þér aðöðrumhlutum. ©Naut (20. apríl-20. maO Ástvinur þinn er ölvaður af væntumþykju í návist þinni. Svo ölvaður að hann ætti jafnvel ekki að keyra. Þér líður eins í sálinni og þannig hefur þér ekki líðið í langan tíma. Þú verður að næra þessa tilfinningu. ©Tvíburar (21. maí-21. júni) Þú ert býsna skörp manneskja ein og sér en þegar þú vinnur með öðrum ertu óstöðvandi. Það hentar þér vel að leiða hópa ogaðrir bregðast vel við stjórn- unarháttum þínum. Haltu áfram á þeirri braut. ©Krabbi (22. júní-22. júlO Þú þarft ekki að leita eftir samþykki annarra til þess að láta þér liða vel. Þú ert með sjálfstraustið í lagi og það er meira en nóg. Varaðu þig á þvi að láta ekki sjálfsálitið stiga þér til höfuðs. ®Ljón (23. júlí- 22. ágúst) Máltækið segir að þeir sem hætta vinni aldrei. f þínu tilfelli er það þó öfugt. Ef þú hættir þvi sem þú ert að gera núna muntu öðlast hugarró og friö í hjartanu. Það er kannski stærsti sigurinn. €% MeVÍa (23.ágúst-22.september) Ef margir eru að þrýsta á þig og þú vilt ekki halda áfram, láttu þá vita að þú verðir að fá smá frí. Marg- ir hafa farið flatt á þvi að vinna sér til óbóta og þú ert þessi viðkvæma týpa sem mátt ekki við of miklu áreiti. Vog (23. september-23.október) Stundum er einungis hægt að taka skrefið fram á viö sama hversu ógnvekjandi það getur verið. Safnaðu kjarki og fýlgdu eftir sannfæringu þinni. Hræðslan mun smátt og smátt minnka. Sporðdreki (24. október-21. nóvember) ðrlítill misskilningur mun I raun verða til þess að þú færð nýjar hugmyndir. Ruglingurinn lækkar sjónhæð þlna og það dugar til að breyta heilmiklu. Nú tekur við að vinna úr þessum hugmyndum á frjóan hátt. Bogmaður (22. nóvember-21. desember) Þú hefur lagt í mikla erfiðisvinnu og nú er komið að þvi að njóta þess að vera til. Þú verður að gæta þess að hvílast á milli þess sem þú erfiðar svo að líkami og sál bræði ekki úr sér. Steingeit (22. desember-19. janúar) Smá átak getur undið upp á sig og loksins færðu að njóta þeirra ávaxta sem fylgir því að hlúa að smáat- riðunum. Þetta áttu skilið fyriralla þá hjálp sem þú hefur veitt nánustu ástvinum. Vatnsberi (20. janúar-18. febrúar) Einhver nákominn segir eitthvað sem kemur þér úr jafnvægi. Ekki hafa of miklar áhyggjur þvf það mun ekki skemma fyrir þér að svo stöddu. Það borgar sig þó að sækjast eftir félagsskap annarra á næstunni. OFiskar (19. febrúar-20. mars) Það er búið að hægjast á öllu í krlngum þig og kom- inn tími til að finna sér ný markmið til að stefna að. Þessi markmið verða þó að vera I tengslum við raunveruleikann. Skýjaborgir falla fljótt. KeramiK fyrif Rétta gjöfin Útskriftargjafir, kvedjugjafir til kennara... Keramik fyrir alla Laugavegi 48b, sími 552 2882 Sjá nánar: www.keramik.ls BLÖÐIN Á SKJÁNUM Fjölmiðlar Andrés Magnússon Síðustu helgi varði ég í flugvélum eða í flughöfnum stórum sem smá- um. Ég hef ekki rými í þessum dálki til þess að úthúða Icelandair með viðeigandi hætti, en þó tók ég eftir því að í hinum vængjuðu gripavögn- um félagsins eru blöðin af skornari skammti en áður. Sem er verra, því blaðamenn skrifa ekki aðeins blöð- in, þeir þurfa líka að lesa þau upp til agna. Til allrar hamingju þurfti ég ekki að vera gersamlega án andlegrar næringar í úlfakreppu Icelandair (og um flugvélamatinn þeirra er best að segja sem minnst). Ég var nefnilega með fartölvuna í fartesk- inu og hafði skömmu fyrir flugtak haft fyrir því að ná í .pdf-útgáfur íslensku dagblaðanna þriggja. Likt og tíðkast í trjáhræjaútgáfunum er rukkað fyrir Morgunblaðið, en Fréttablaðið og Blaðið fást án endur- gjalds á Netinu. Það er misauðvelt að sækja blöðin, Morgunblaðið streymir hratt og ör- ugglega niður, Fréttablaðið á það til að hökta í sókninni, en Blaðið jafnar en ekki á neinum ofsahraða. Þetta skiptir allt máli, því skjölin eru jafn- an nokkuð stór, yfirleitt á bilinu 10-20 Mb, sem er kannski ekki yfirg- engilegt en tekur verulegan tíma ef tengingin er léleg. Þessi tölvuútgáfa blaðanna hefur ýmsa kosti. Sjón- daprir geta t.d. stækkað hana að þörfum. Eins er hægt að leita í text- anum, sem ekki getur síður komið sér vel. (Raunar er tæknin eitthvað að stríða þeim á Fréttablaðinu, því textinn þeirra er ótækur til leitar.) En þó það sé margt gott við þessa útgáfu er langur vegur frá því að pappírskvoðuútgáfan leggist af. Þó fartölvan mín sé fislétt og með stóran skjá er hún engan veginn jafnhentug og sjálft blaðið. Það sést kannski best á því, að þó mér hafi þótt gott að skima blaðið á skjánum, þá prentaði ég samt út þær greinar, sem ég vildi virkilega lesa mér til gagns. andres@bladid.net SJÓNVARPSDAGSKRÁ 0 SJÓNVARPIÐ 16.40 Útog suður 17.05 Leiðarljós 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Fræknir ferðalangar (36:52) 18.25 Draumaduft (11:13) 18.30 Glómagnaða (51:52) 19.00 Fréttir, íþróttir og veður 19.35 Kastljós 20.15 Mæðgurnar (11:22) 21.00 Taka tvö (1:10) Ný syrpa af hinni vinsælu þáttaröð Taka tvö, þar sem Ásgrímur Sverrisson ræðir við ís- lenska kvikmyndagerðarmenn um myndir þeirra og hugmyndirnar á bak við þær. Að þessu sinni er rætt við Egil Eðvarðsson. Stjórn upptöku: Jón Egill Bergþórsson. Textað á síðu 888 íTextavarpi. 22.00 Tfufréttir 22.20 Víkingasveitin (2:4) (Ultimate Force) 23.20 Dýrahringurinn (3:10) (Zodia- que) 00.10 Kastijós 00.50 Dagskrárlok SIRKUSTV 18.30 Fréttir NFS 19.00 fsland í dag 19.30 Sirkus RVKe. 20.00 Friends (4:23) 20.30 Tívolí Skemmti- og fræðsluþáttur- inn Tívolí er stútfullur af fjöri og fróð- leik. Þeir félagar Dóri DNA, Agúst Bent, Lúlli og Þorsteinn Lár munu fara með áhorfendur á fjölmarga staði 1' Reykjavík. 21.00 Bernie Mac (6:22) 21.30 Supernatural (14:22) 22.15 Brokedown Palace (Endastöð) 23.55 Extra Time - Footballers' Wive 00.20 Friends (4:23) e. 00.45 Tívolí STÖÐ2 06.58 fsland í bítið 09.00 Bold andthe Beautifui 09.20 ffínuformi 2005 09.35 Martha 10.20 My Sweet Fat Valentina 11.10 Missing (15:18) 12.00 Hádegisfréttir 12.25 Neighbours 12.50 ffínuformi 2005 13.05 Home lmprovement4 13.30 Jack Osbourne - Adrenaline Rush (2:3) 14.20 Amazing Race 5 (13:13) e. 15.05 Supernanny (4:11) 16.00 Barnatími Stöðvar 2 17.20 Bold and the Beautiful 17.40 Neighbours 18.05 TheSimpsons(3:22) 18.30 Fréttir, íþróttir og veður 19.00 fsland í dag 19.50 Strákarnir 20.15 Amazing Race (8:14) Fjölskyldurn- ar ferðast frá Capos, Costa Rica til Ar- izona. Þar þurfa þau annað hvort að mála kerru eða að hlaða sykurreyr á kerruna og ferðast með hana. Hóparn- ir stoppa einnig á Grand Canyon áður en þau ferðast til Geln Canyon Park þar sem önnur þraut býður þeirra. 21.00 LasVegas (12:22) 21.45 Prison Break (16:22) (Bak við lás ogslá) 22.30 The Robinsons 23.00 Twenty Four (15:24) (24) 23.45 Bones (3:22) (Bein) 00.30 Blown Away ((loft upp) Aðalhlut- verk: Tommy Lee Jones, Jeff Bridges. Leikstjóri: Stephen Hopkins. 1994. Stranglega bönnuð börnum. 02.25 The Good Girl (Góða stelpan) 03.55 DNA 05.05 TheSimpsons(3'.22) 06.35 Tónlistarmyndbönd frá Popp TíVí © SKJÁR EINN 07.00 6 til sjö e. 08.00 Dr. Phil e. 08.45 Innlit / útlit e. 16.10 TheO.C.e. 17.05 Dr.Phil 18.00 6 til sjö 19.00 Frasier 19.30 Allof Use. 20.00 How Clean is Your House Bresku kjarnakonurnar Aggie MacKenzie og Kim Woodburn eru komnar vest- ur um haf og ætla að reyna að taka til í skítugustu húsunum í Bandaríkj- unum. Tekst þeim að sigra mygluna, skítinn og draslið? 20.30 Too Posh to Wash Hreingerning- ardrottningarnar Aggie og Kim úr How Clean is your House hafa gerst enn nærgöngulli og taka nú fyrir per- sónulegri vandamál fólks en híbýli þess, það er komið að mannslíkam- anum. 21.00 Innlit/útlit 22.00 Close toHome 22.50 JayLeno 23.35 Survivor: Panama e. 00.30 Frasier -1. þáttaröð e. 00.55 Óstöðvandi tónlist SÝN 16.10 Landsbankadeildin 2006 18.00 fþróttaspjallið 18.12 Sportið 18.30 Gillette HM 2006 sportpakkinn 19.00 Leiðin á HM 2006 19.30 Meistaradeild Evrópu frétta- þáttur 20.00 UEFA Champions League 23.00 Sporðaköst II (Víðidalsá) 23.30 Súpercross 00.25 Ensku mörkin 00:55 World Poker f f 1 M/ NFS 07.00 (sland í bítið Morgunþáttur í um- sjá Heimis Karlssonar og Ragnheiðar Guðfinnu Guðnadóttur. 09.00 Fréttavaktin fyrir hádegi 11.40 Brotúrdagskrá 12.00 Hádegisfréttir 13.00 Sportið 14.00 Fréttavaktin eftir hádegi 17.00 Sfréttir 18.00 Kvöldfréttir/fsland í dag/íþróttir 19.30 Yfirlit frétta og veðurs 19.40 Hrafnaþing 20.10 Kompás (e) 21.00 Fréttir 21.10 48 Hours 22.00 Fréttir 22.30 Hrafnaþing 23.15 Kvöldfréttir/lsland í dag/íþróttir 00.15 Fréttavaktin fyrir hádegi 0315 Fréttavaktin eftir hádegi 06.15 Hrafnaþing F4EBSTÖÐ2_bi0 06.00 Moonlight Mile (Að sjá Ijóslð) 08.00 It Runs in the Family (Fjölskyldu- bönd) 10.00 Two Weeks Notice (Uppsagnar- fresturinn) 12.00 The Girl With a Pearl Earring (Stúlkan með perlulokkinn) 14.00 Moonlight Mile (Að sjá Ijósið) 16.00 It Runs in the Family (Fjölskyldu- bönd) 18.00 Two Weeks Notice (Uppsagnar- fresturinn) 20.00 The Girl With a Pearl Earring (Stúlk- anmeð perlulokkinn) 22.00 Birthday Girl (Afmælisstelpa) 00.00 Kill Me Later (Dreptu mig seinna) 02.00 DinnerRush (Útaðborða) 04.00 Birthday Girl (Afmælisstelpa) RAS1 92,4 / 93,5 • RÁS2 90,1 / 99,9 • Kiss FM 89.5 • Xfm 91,9 • Bylgjan 98,9 • FM 95,7 • X-ið 97,7 • Ötvarp saga 103,3 • Talstöðin 90,9 CocoRosie á Nasa Á morgun fara fram tónleikar systr- anna Biöncu og Sierra Casady, betur þekktar sem dúettinn CocoRosie. Þær ólust ekki upp saman en voru sameinaðar fyrir nokkrum árum og hófu strax að gera tónlist með undraverðum árangri. Þær hafa nú gefið út tvær plötur sem báðar hafa fengið frábærar viðtökur hjá gagn- rýnendum. Antony úr Antony and the Johnsons hefur lýst því yfir að CocoRosie sé uppáhaldshljómsveit- in hans í dag enda hefur hann oft komið fram með þeim á tónleikum og syngur með þeim í laginu „Beutif- ul Boyz“ á plötunni Noah's Ark. Angurværar viskí raddir Raddir systranna eru ótrúleg hljóð- færi í sjálfu sér, angurværar viskí raddir sem ná að fanga einhvern djúpstæðan trega. Alls konar um- hverfishljóð og óvæntar samsetn- ingar er að finna á plötunni Noah's Ark, söngur um söknuð, um hafna- bolta og allt þar á milli. Fyrir tónleika sína hefur Coco- Rosie hlotið ómælt lof. Sierra syng- ur og spilar á pianó, hörpu, gítar og flautu. Bianca syngur og sér um ásláttinn, sem felst meðal annars í að hrista hluti og láta þá skrækja, sveifla gullkeðjubelti og spila á gamlan eldhúsvask. Áhorfendur geta aldrei vitað við hverju á að bú- ast en stundum eru hátt í ío manns með þeim á sviðinu, allt frá fiðluleik- urum upp í mannleg taktbox. CocoRosie er einn athyglisverðasti dúett seinni ára

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.