blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 14

blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 14
blaði Útgáfufélag: Ár og dagur ehf. Stjórnarformaður: Sigurður G. Guðjónsson. Ritstjóri: Asgeir Sverrisson. Fréttastjórar: Aðalbjörn Sigurðsson og Erna Kaaber. SKOÐANASKIPTI Svandís Svavarsdóttir, oddviti Vinstrihreyfingarinnar - græns fram- boðs, á hrós skilið fyrir það pólitíska hugrekki sem hún hefur sýnt í baráttunni fyrir borgarstjórnarkosningarnar í Reykjavík. Svandís boðar nú að endurmeta beri þá ákvörðun að staðsetja nýtt hátæknisjúkra- hús við Hringbraut í Reykjavík. Ákvörðun liggur fyrir í því efni og hreyf- ingin með langa nafninu lagði blessun sína yfir hana á sínum tíma. Nú segir leiðtoginn nýi í höfuðborginni að sú ákvörðun hafi ekki verið nógsamlega ígrunduð. Það mat Svandísar Svavarsdóttur er rétt. Á Islandi hefur löngum verið litið svo á að fátt sé lítilmótlegra í mannlífinu en að vera staðin(n) að því að skipta um skoðun. Þeir fáu stjórnmálamenn sem hafa hugrekki til að endurskoða afstöðu sína sæta oftar en ekki árásum og verða aðhlátursefni. Slík framganga þykir til marks um vingulshátt, stað- festuskort og yfirtak óþjóðlega og þar af leiðandi lítilmótlega hneigð til að líkja eftir ráðandi eðlisþáttum vindhanans. Þegar verst lætur eru þeir hinir sömu jafnvel vændir um framsóknarmennsku. Fyrirlitning íslendinga í garð þeirra sem staðnir eru að því að hafa skipt um skoðun er þeim mun undarlegri þegar horft er til þess að einn mesti kappi íslandssögunnar, sjálfur Gunnar á Hlíðarenda, gerði einmitt þetta. Skjalfest er að Gunnar komst að þeirri niðurstöðu að blessuð Hlíðin væri fögur og hann gæti ekki, þvert á fyrri ákvörðun, farið. Það mat þessa vinguls var næstum því ábyggilega rangt a.m.k. ef horft er til hagsmuna téðs Gunn- ars. Allir vita hvernig fór fyrir honum. Að vísu stendur hin klassíska hetja bókmenntanna jafnan frammi fyrir tveimur vondum kostum. Og hún er dæmd til að velja þann verri. En þannig er því tæpast farið um það ágæta fólk sem nú líður um völlu íslenskra stjórnmála. Vingulsháttur er ekki af hinu góða í stjórnmálum, rétt er það. En stjórn- málamenn verða að vera þess megnugir að endurskoða ákvarðanir og rök fyrir þeim. Það krefst hugrekkis en er þó fyrst og fremst til merkis um að ljúfir vindar og heilnæmir leiki um grunnfána andans. Nú hefur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokks- ins, tekið efnislega undir efasemdir Svandísar Svavarsdóttur um staðsetn- ingu nýja ofur-sjúkrahússins. Því ber að fagna. Flestir þeirra sem að Hringbrautinni nýju komu viðurkenna nú að mikil mistök hafi verið gerð við lagningu hennar. Fegnir vildu margir nú vera í sporum Gunnars og fá snúið við. Enn er það ekki um seinan í tilfelli spítala- ferlíkisins; hlutskipti Gunnars á Hlíðarenda bíður ekki stjórnmálaleiðtoga í Reykjavík. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson. Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík. Aðalsími: 510 3700. Símbréf á fréttadeild: 510.3701. Símbréf á auglýsingadeild: 510.3711. Netföng: vbl@vbl.is, frettir@vbl.is, auglysingar@vbl.is. Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins. Dreifing: íslandspóstur. NÝJASTA BÓK ÓLAFS TEITSÍ 1890 kr.heimsend Bóksala Andríkis • www.andriki.is 14 I ÁLIT ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaöiö Tónlistin umlykur allt Stundum finnst manni að lestrar- og reikningsfólkið ráði of miklu í samfélaginu og listafólk of litlu. Lestrar- og reikningsfólkið býr til námskrár og próf og ákveður hvað er mikilvægt í menntun barna og ungmenna. Listafólkið er kallað til á tyllidögum til að skapa stemmn- ingu, hátíðleika eða kalla fram hug- hrif. Skoðun okkar vinstri grænna er hins vegar sú að hvort tveggja sé mikilvægt. Allt of lítið fer fyrir list, sköpun og spuna í samfélaginu og of mikið fyrir mælanlegum gildum, texta og tölum. Áralöng hefð hefur bundið íslenska skólakerfið í þær viðjar að list- og verkgreinar standa höllum fæti og eru enn í stöðu „aukatímá' líkt og var lengst af síðustu aldar. Hugmyndafræði, nálgun og aðferðir lista og sköpunar þarf að innleiða í samfélagið allt. Ekki bara í menntun á öllum stigum heldur lika í velferð- arþjónustuna, skipulagsmálin og stjórnsýsluna. Þannig hugsum við vinstri græn um tónlistina, hlutverk hennar og mikilvægi. Tónlistarskólar skipa griðarlega mikilvægan sess í menntun í land- inu og að sjálfsögðu einnig fyrir menninguna víða um land. 1 land- inu er mikill fjöldi kóra, lúðrasveita, hljómsveita og annars konar tónlist- arhópa af öllu tagi. Ljóst er að tónlist- arnám, bæði í almenna skólanum og í sérhæfðum skólum leggur þann grunn sem skapar forsendur slíkrar þátttöku. Hvort tveggja er mikil- vægur þáttur í þeim vef sem skapar menningarþjóð. Áhersluatriði vinstri grænna varð- andi tónlist í komandi borgarstjórn- arkosningum í Reykjavík felast einkum í þrennu: a. Við viljum efla hlut tónmenntar í grunnskólanum en einnig að grunnskólar og tónlistarskólar finni sér nýjar leiðir til samstarfs. Við viljum að starf skólahljómsveita og kóra standi öllum börnum á grunn- skólaaldri til boða. Ráða þarf fleiri tónmenntakennara í grunnskólana og gera átak í menntun þeirra. Við Þ- i P 4*1 Viðhorf Svandís Svavarsdóttir þurfum öflugri og fjölbreyttari kennsluhætti á yngsta stigi, skóla- kóra fyrir bæði kyn á miðstigi á skólatíma og skapandi tónlistarstarf með nemendum á unglingastigi. Allt þetta getur gert grunnskólann að freistandi valkosti fyrir metnaðar- fulla og menntaða tónlistar- eða tón- menntakennara. En mikilvægast af öllu er þó að gefa öllum börnum og ungmennum tilefni og tækifæri til að fá aðgang að öllum þeim undrum ogþroskamöguleikum sem tónlistin hefur upp á að bjóða. b. Við viljum efla alþýðufræðslu um tónlist, efla þátttöku almenn- ings í tónlistarviðburðum og styðja við framtak almennings í tónlist- ariðkun, s.s. unglingahljómsveitir, kórastarf og sönghópa. c. Loks þarf að skýra verulega samfélagslegt hlutverk tónlistar- skólanna, draga úr hlut nemenda í námsgjöldum og auka hlut hins op- inbera. Að lögin um fjárhagslegan stuðning við tónlistarskóla verði virt og það tryggt að kennslukostn- aður sé að fullu greiddur af ríki og sveitarfélögum. Þá viljum við skoða gaumgæfilega möguleikann á að semja við ríkisvaldið um að það fjármagni framhaldsstig tónlist- arskólanna. Fella þarf niður allar takmarkanir sem lúta að aldri nem- enda. Takmarkað aðgengi að tón- listarmenntun á grundvelli búsetu er óásættanlegt og þann hnút þarf að leysa án þess að það komi niður á þeim nemendum sem nú stunda tónlistarnám. Kerfið þarf að vera skilvirkt og byggja á virðingu fyrir tónlistarmenntun og hlutverki tón- listar í samfélaginu. Menningarsamfélag þarf að búa vel að tónlist, í grunnskólum, meðal almennings og í tónlistarskólum. Höfuðborg sem vill kalla sig menn- ingarborg á að vera í fararbroddi í því að skapa slíka sýn og fylgja henni eftir af metnaði og stórhug. Höfundur er 11. sœti Vinstrihreyf- ingarinnar - grænsframboðs í Reykjayík. Klippt & skoríð klipptogskorid@vbl.is Vinstrigrænum fannst ekkert fyndið að lesa athugasemdir klippara í gær um að fyrirætlanir umflugvöll á Hólmsheiði kynnu að ógna vatnsverndarsvæðum Reykvík- inga. Röktu þeir það lóðbeint til spunameistara framsóknar, sem þeir segja skella skollaeyrum við áliti sérfræðinga um að hugsanlegt flug- vallarstæði á Hólmsheiði væri utan „fjarsvæðis vatnsverndar", en einmitt á þeirri forsendu hefur Árni Þór Sigurðsson lagt svo mikið kapp á að Hólmsheiðin sá vænlegri kostur en Löngusker, Vatnsmýri eða Miðnes- heiði. En vinstrigrænir vilja ekki gera of mikið úr karpi þessu og segja málið faglegt fremur en tali við Blaðið fyrir helgi, að nauðsynlegt væri að kosningar væru nýttar til þess að draga fram veigamikil ágreiningsefni og gera út um þau. áum blandast hugur um að ölvuna- rakstur Eyþórs Arnalds kann að reynast honum afdrifa- ríkur, en einnig velta menn því mjög fyrir sig hvort afleiðingarnar kunni að reynast víðtækari. Flestir búast við því að málið muni draga úr fylgi við Sjálfstæðisflokkinn í Árborg, en stjórnmálaspek- úlantar telja að það kunni einnig að draga úrfylgi flokksins í öðrum sveitarfélögum. Kosningabar- áttan hafi víðast hvar verið f dauflegra lagi til þessa, en þarna sé komið mál, sem lengi megi á að taka fram, að þeir vilji alls ekki gera sér pól- itískan mat úr hinum persónulega harmleik. Slík umræða fyrir landsþekktan mann geti hæglega skaðað sjálfstæðismenn víðar. umir sjálfstæðismenn telja raunar að Geir H. Haarde, for- maður Sjálfstæðisflokks- ins, hafi gert illt verra með þeim ummælum sínum, að ákvörðun Eyþórs, um að draga sig í hié í kosningabar- áttunni, eigi að „sýna að Sjálfstæðisflokkurinn [víki] sér ekki undan ábyrgð." Með þessu hafi hann orðið til þess að draga fram pólitlskan vinkil í máli, sem engum öðrum hafði dottið í hug að vörðuðu annað en þéi'iilfÚEj/þðri.11"^’5'"1 1 'H pólitískt. Það tónar þó frekar ilja við þá afstöðu, smjatta á, þó pólitískir andstæðingar Eyþórs og semSvandísSvaýarSdÓrtH'Kýn/iWl^árn- ^járfstéáðiíflbKk'sinVÁfunjsjlÍT^t'éÍlifþreytast

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.