blaðið - 16.05.2006, Side 10

blaðið - 16.05.2006, Side 10
10 I FRÉTTlfc ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaöiö Reuters Ófremdarástand í Sao Paulo Lögreglumenn standa fyrir framan einn af fjörutíu og þremur almenningsvögnum sem kveikt var í aðfararnótt mánudags í brasilísku borginni Sao Paulo. Óeirðaralda geysar í borginni en á föstudag hófu eiturlyfjagengi í borginni skipulagðar árásir gegn lögreglu og öryggissveitum stjórnvalda. Árásirnar stóðu yfir aila helgina og er talið að hátt í sjötíu manns hafi fallið í valinn. Bilun í drifbúnaöi Sendir þjóðvarðliðið að landamærunum George Bush vill auka gæslu á landamærum Mexíkó og Banda- ríkjanna, og hyggst einnig bæta réttarstöðu ólöglegra innflytjenda. George Bush, forseta Bandaríkjanna, er margt til lista lagt. Hann gróðursetti tré við íbúð ástralska sendiherrans í Washington DC á sunnudag Áætlað er að stærri björgunarþyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LIF, verði orðin flughæf á morgun, en drif- búnaður hennar bilaði síðastliðinn föstudag. Það þýðir að síðustu daga hefur hvorug þyrla gæslunnar verið til taks, því minni þyrlan - TF-SIF hefur verið í endurbótum í Staven- ger í Noregi frá því fyrir páska. Hún er væntanleg til landsins í næstu viku. Frá þessu er sagt á heimsíðu gæslunnar og eftirfarandi sagt um ástandið: „Viðhald á þyrlum er fyrirfram ákveðið að jafnaði út frá flugtímum og kröfum framleiðanda sem setur vissar öryggiskröfur. Þessar örygg- iskröfur eiga að draga úr hættu á slysum. Hugmyndin er að reglu- legt viðhald samkvæmt fyrirfram ákveðnum stöðlum dragi úr líkum á að hlutirnir bili en þó er aldrei hægt að koma alveg í veg fyrir bilanir. Vegna þessa hefur Landhelgis- gæslan notið aðstoðar þyrlu danska sjóhersins við leit um helgina en Drifbúnaður stærri þyrlu Landhelgisgæsl- unnar bilaði fyrir helgi. Landhelgisgæslan er með gagn- kvæman samning við danska sjóher- inn um aðstoð við leit og björgun.“ Embættismenn bandarísku ríkis- stjórnarinnar skýrðu frá því í gær að George Bush, forseti, muni skipa nokkur þúsund þjóðvarðliðum að gæta landamæra Bandaríkjanna og Mexíkó. Forsetinn ávarpaði bandarísku þjóðina í nótt en í ræðu sinni útskýrði hann áætlanir sínar og stefnu varð- andi málefni innflytjenda. Þau mál hafa verið í brennidepli í bandarískum stjórnmálum undan- farið og er eitt þeirra mála sem harð- ast er tekist á um meðal repúblikana og demókrata í aðdraganda þingkosn- inga sem haldnar verða næstkomandi nóvember. Deilurnar snúast meðal annars um hver sé staða ólöglegra inn- flytjenda sem nú þegar búa og starfa í Bandaríkjunum. Áætlun forsetans um að láta þjóð- varðliðið aðstoða við landamæragæslu er umdeild meðal flokksfélaga hans í Repúblikanaflokknum og meðal demókrata. Leiðtogar repúblikana á þingi hafa sagt að landamæragæsla sé ekki innan verksviðs þjóðvarðliðs- ins. Demókratar hafa einnig bent á að þjóðvarðliðar hafi nú þegar tekið að sér verkefni í Irak og óraunhæft sé | að ætlast til að þeir takl einnig að sér = landamæragæslu. Hátt í 12 milljón ólöglegir innflytjendur Talið er að hátt í tólf milljónir ólög- legra innflytjenda dvelji nú í Banda- ríkjunum. Hátt í 40% þeirra hafa dvalið í landinu í minna en fimm ár og af þeim eiga 75% rætur sínar að rekja til Suður-Ameríku. Þetta þýðir að flestir ólöglegir innflytjendur koma til landsins gegnum landamæri Bandaríkjanna og Mexíkó. Bandaríska þingið hefur unnið að því að brey ta lögum um innfly tjendur. Fulltrúadeildin samþykkti í fyrra lög sem þyngja refsingar gegn ólöglegum innflytjendum og veita stjórnvöldum svigrúm til þess að auka gæslu við landamæri. Öldungadeildin hefur nú til meðferðar nýtt lagafrumvarp. Verði það samþykkt munu ólöglegir innflytjendur sem eru nú þegar í Bandaríkjunum fá tækifæri til þess að sækja um ríkisborgararétt. Að auki eru í hinu nýja frumvarpi heim- ildir fyrir tímabundið atvinnuleyfi útlendinga rýmkaðar. George Bush styður það frumvarp en margir repú- blikanar eru því hins vegar andstæðir. Þeir telja að frumvarpið umbuni þeim sem brotið hafa lög með því að koma til Bandaríkjanna í heimildarleysi. Stjórnmálaskýrendur segja að aukin landamæragæsla eigi að tryggja stuðn- ing repúblikana við frumvarp forset- ans um bætta réttarstöðu ólöglegra innflytjenda. Óttast„hervæðingu" landamæragæslu Vincente Fox, forseti Mexíkó, hefur lýst áhyggjum sínum yfir því að þjóð- varðlið Bandaríkjanna verði kallað til landamæragæslu. Forsetinn sendi frá sér yfirlýsingu á dögunum þar sem hann opinberaði ótta sinn um að með þessu væru Bandaríkin að taka fyrstu skrefin í átt til þess að „her- væða landamæragæsluná'. George Bush talaði við Fox í síma á sunnudag og ítrekaði að þetta hlutverkþjóðvarð- liðsins væri aðeins tímabundið og að bandarísk stjórnvöld litu á Mexíkó sem „vinaþjóð". af bensíni fylgja öllum notuðum bílum Opið: Alla virka daga kl. 9:00 -18:00 og laugadaga kl. 12:00 -16:00, NOTAÐIR BILAR 50.000 kr. jafngilda 403,5 lítrum af 95 oktan bensfni hjá Ego miðaó vi<5 verðlag 11.05.06. Nú fylgir 50.000 króna bensínkort frá Ego með hverjum notuðum bíl frá Ingvari Helgasyni Fjárfestu í góðum bíl og keyrðu frítt fyrstu 403 lítrana!* Ingvar Helgason

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.