blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 17
mtw-
leg blaða-
mennska
„Vegna utanferðar í síðustu viku las
ég ekki blöðin sem skyldi en eftir að
mér hafði verið bent á, að Þorsteinn
Pálsson hefði skrifað góðan leiðara í
Fréttablaðið föstudaginn 12. maí til
að setja ofan í við Berlingske Tidende
vegna skrifa blaðsins um Árna M.
Mathiesen, fjármálaráðherra, fletti
ég blaðinu. Leiðarinn var ágætur.
Þegar ég hafði lesið hann sá ég til
mín vísað i ritstjórnarhorni á skoð-
anasíðu Fréttablaðsins og þar sagði
einhver með netfangið bjorn@fretta-
bladid.is: „Hitt vekur athygh að í
færslu á netsíðu sinni á miðvikudag
(10. maí) segist Björn vita að Blaðið
hafi rætt við Gísla (Helgason vara-
borgarfulltrúa frjálslyndra). Er það
degi áður en viðtalið birtist. Streng-
urinn milli Björns og Blaðsins virðist
því stuttur."
Þarna sá ég sem sagt, að fimmtu-
daginn 11. maí hefði Blaðið birt viðtal
við Gísla Helgason og spurt hann um
þá tillögu hans að flytja Reykjavíkur-
flugvöll á Álftanes, forsetann í Viðey
og ibúa Álftaness í viðlegubúðir á
varnarsvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Ég hafði vakið máls á þessari tillögu
Gísla hér á síðunni 5. maí, sama dag-
inn og grein hans birtist i Fréttablað-
inu, og síðan undrast ég 8. maí, að
enginn fjölmiðill skuli hafa vakið
máls á tillögu Gísla sem fréttaefni.
Mér barst síðan ábending um, að
Blaðið hefði sagt frá tillögu Gísla og
sagði ég frá því hinn 10. maí. Þau orð
túlkar blaðamaður Fréttablaðsins á
þann furðulega hátt, að ég hafi vitað
um óbirt viðtal Blaðsins við Gísla
og dregur siðan af því ályktun um
stuttan streng á milli mín og Blaðs-
ins. Þessi barnalega blaðamennska
dæmir sig sjálf.
En hvað segir Gísli Helgason í
viðtali við Blaðið? Hann staðfestir,
að hann telji flugvöll eiga heima á
Álftanesi - þrátt fyrir þessa skoðun
sína segist hann sammála stefnu
flokks síns í flugvallarmálinu, það
er að flugvöllurinn verði í Vatns-
mýrinni! Hann hafi skrifað grein
sina í Fréttablaðið „meira í gríni en
alvöru” og hún sé alls ekki „tákn um
kofning innan F-listans.“ Með grein
sinni „hafi hann viljað gagnrýna þá
mikl(u) áherslu sem umræðan um
flugvöllinn hafi fengið í aðdraganda
kosninga." Greinin sé „háðsádeila á
alla þessa umræðu. Mér finnst um-
ræðan orðin svo yfirgengileg að hún
er byrjuð að skyggja á mikilvægari
málaflokka.“
Spyrja má, hvort viðtalið við Gísla
sé eins og grein hans meira grín en al-
vara, því að í hverju orði ræðst hann
í raun að Ólafi F. Magnússyni, efsta
manni F-listans, sem lítur á flugvöll-
inn í Vatnsmýrinni sem sitt helsta
haldreipi í kosningabaráttunni - um-
ræður um flugvöllinn séu einmitt til
þess fallnar að styrkja stöðu sína og
F-listans.“
Af heimasíðu Björns Bjarna-
sonar, www.bjorn.is.
Einstakt tœkifœri
250 fm troðfull antikbúð
ALLT á að seljast
Antiksprengja
Lokum í Hafnarfiröi 24. maí, eftir 8 daga
ALLT á að seljast
af öllum vörum
ANTIKBUÐIN
Bæjarhrauni 10B
Hafnarfirði (bak við Hraunhamar), sími 588 9595
Höfum opnað nyja antikbuð
á Laugavegi 118 (neðri hœð bókabúðar)
"Ú 1 Verið velkomin
Antikbúðin Hlemmi
Laugavegi 118
Sími 552 8222
Opið laugardag og sunnudag
KAUPUM OG SELJUM
Draugasetrlð
Sumaropnun: 13-21 alla daga
draugasetrid@draugasetrid.is www.draugasetrid.is