blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 1
Flugvöllinn o áfram í Vatnsmýrinni. www.xf.is www.f-listinn.is Sérblað um húsið og garðinn fylgir Blaðinu í dag - Frjálst, óháð & ókeypis! U JÚRÓVISJÓN Vekur áfram athygli i Aþenu Silvía ^ dreifði nærbuxum fyrir framan herfjölmiðla- fólks | SlÐUR 17-24 SlÐA 26 108. tölublað 2. argangur þriðjudagur 16. maí 2006 Vafasöm söguskoðun Áhugi útlendinga á íslenskri miðaldasögu hefur verið að aukast á undanförnum árum að sögn Hilmu Gunnarsdótt- ur, sagnfræðings og fram- kvæmdastjóra söguþingsins. Hún segir mikla grósku vera í sagnfræðirannsóknum hér á landi um þessar mundir. í viðtali við Kolbrúnu Berg- þórsdóttur segir Hilma frá söguþinginu sem hefst næst- komandi fimmtudag og af hverju gagnrýna rriegi þá söguskoðun sem stjórnmála- menn halda gjarnan á lofti í opinberri umræðu. |sfÐA32 Blaðið/SteinarHugi Auðvaldinu andæft Mótmælendur létu nokkuð til sín taka fyrir utan Hótel Nordica í gær, en þar gekkst breska tímaritiðThe Economist fyrir ráðstefnu um við- skipti, fjárfestingar og fjármálaþjónustu fslendinga. Þar töluðu bæði sérfræðingar, fuiltrúar félagasamtaka, stjórnmáiamenn og viðskipta- jöfrar, en ráðstefnan var m.a. kostuð af Landsbankanum, Alcoa og FL Group með stuðningi frá Viðskiptaráði fslands og Morgunblaðinu. Vill fremur utstrikanir en að listanum sé refsað Eyþór Arnalds kveðst aðeins geta beðist afsökunar á óafsakanlegu athæfi og vonast til þess að aðrir frambjóðendur gjaldi ekki fyrir. Eyþór Arnalds kveðst vona að óafsak- anleg mistök sín verði ekki til þess að kjósendur refsi Sjálfstæðisflokknum í Árborg. „Ég gerði röð af mistökum og hin stærstu voru að láta mér detta í hug að setjast undir stýri eftir að hafa drukkið áfengi," segir Eyþór í samtali við Blaðið. „Dómgreind mín var ljóslega verulega ábótavant vegna áfengisneyslu og þess vegna hef ég ákveðið að ráða bót á þeim vanda.“ Eyþór segist þakka sínum sæla að ekki hlaust af annar skaði en eignatjón. Eyþór Arnalds, sem skipar í. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Árborg, var á aðfararnótt sunnudags stöðv- aður í Reykjavík vegna ölvunar við akstur og árekstur á ljósastaur og hefur hann játað brotin. „Ég þarf ekki að orðlengja það að ég hef valdið sjálfum mér sárum von- brigðum, að ógleymdum flokksfé- lögum mínum, meðframbjóðendum, fjölskyldu og kjósendum í Árborg, sem ég hef leitað eftir stuðningi hjá. Það er ekkert, sem getur réttlætt þessar gerðir mínar og hið eina sem ég get gert er að biðja afsökunar á óaf- sakanlegu athæfi.“ Eyþór kvaðst iðrast og hann vildi taka sér hlé frá öllu stjórnmálavafstri uns mál hans hefðu farið rétta leið í réttarkerfinu og hann væri búinn að takast á við áfengisvanda sinn. „Ég veit auðvitað ekki frekar en aðrir hvernig málum fram vindur, en ég verð samt að vonast til þess að ef þetta hörmulega mál geti orðið öðrum víti til varnaðar." Eyþór segir að síðustu dagar hafi verið sér erfiðir og að það hafi átt við um félaga sína í Sjálfstæðisflokknum líka. „En menn tóku þá ákvörðun að halda áfram þó ég þyrfti að víkja úr kosningabaráttunni." Hann segir að aðrir kostir hafi vissulega verið ræddir. „Ég held ég geti sagt að öllum hliðum málsins hafi verið velt upp og í svona máli er enginn kostur góður. En okkur þótti þessi skástur í þröngri stöðu.“ Hann kveðst vona að kjósendur refsi ekki öðrum frambjóðendum fyrir sín mistök. „Það er ekki eins og ég sé einn á listanum eða ráði þar öllu. Þarna að baki býr samhentur og dugmikill hópur, eins og best sést á þeim mikla meðbyr, sem við höfum fundið fyrir hér í Árborg und- anfarnar vikur. Sá byr snýst ekki um einstaka frambjóðendur, ekki einu sinni þó þeir séu í fyrsta sætinu,“ segir Eyþór. Hann kveðst ekki óttast útstrikanir. „Ef einhverjir velkjast í vafa um það að kjósa Sjálfstæðis- flokkinn vegna þessa máls vil ég frekar að þeir striki mig út en að þeir láti það vera að kjósa listann.“ V FRJÁLSI FASTEIGNALAN í MYNTKÖRFU Nánari upplýsingar veita lánafulltrúar Frjálsa og á www.frjalsi.is 2,5% dö vió myntkoríu 3 Libor vextii 3.4.2006

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.