blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 2
2IFRÉTTIR
ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 bla6iö
blaöiö
Hádegismóum 2,110 Reykjavík
Sími: 510 3700-www.vbl.is
FRÉTTASÍMI:
510 3799
netfang: frettir@bladid.net
AUGLÝSINGADEILD:
510 3744
netfang: auglysingar@bladid.net
Viðbúnaðar-
stigi vegna
fuglaflensu
breytt
Viðbúnaður vegna fuglaflensu
hefur verið færður úr áhættu-
stigi tvö í áhættustig eitt. Þetta
kemur fram í fréttatillkynningu
sem Landbúnaðarstofnun sendi
frá sér í gær. Guðni Ágústsson,
landbúnaðarráðherra, hefur að
fengnum tillögum frá Landbún-
aðarstofnun ákveðið að aflétta
ráðstöfunum um tímabundnar
varnaðaraðgerðir til að fyrir-
byggja að fuglaflensa berist í ali-
fugla hér á landi.
Tillögur stofnunarinnar
byggja á því að nú liggur fyrir að
engin fuglaflensa hefur greinst í
yfir 240 sýnum sem tekin hafa
verið úr villtum fuglum hér á
landi. Niðurstöður úr villtum
fuglum á Bretlandseyjum hafa
heldur ekki gefið tilefni til að
ætla að fuglaflensa hafi náð þar
fótfestu. Stofnunin mun hins
vegar halda áfram sýnatökum,
greiningum og öðrum viðeig-
andi ráðstöfunum til að fylgjast
með þróun mála varðandi út-
breiðslu fuglaflensu.
„Bæjarstjórinn hefur
vondan málstað að verja"
Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi, segir að Gunnar Birgisson, bæjarstjóri, hafi staðfest að hann
hafi gerst brotlegur við stjórnsýslulög. Gunnar sat fundi þar sem uppkaupsmál voru rædd.
Flosi Eiríksson, bæjarfulltrúi Sam-
fylkingarinnar í Kópavogi, segir
orð Gunnars Birgissonar í sinn garð
sýna, að bæjarstjórinn hafi vondan
málstað að verja. Gunnar sagði að
grein Flosa í Morgunblaðinu þar sem
bent var á að Gunnar hefði mögu-
lega gerst brotlegur við stjórnsýslu-
lög í Gustsmálinu svokallaða, væri
„upplogin lygaþvæla“. Gunnar sagð-
ist ennfremur ekkert hafa komið að
undirbúningi og úrvinnslu málsins.
Flosi segir hins vegar ljóst, að með
því að sitja fundi þar sem fjallað var
um það hvort bærinn ætti að ganga
inn í samning sefn Hestamannafé-
lagið Gustur hafði gert við fjárfest-
ingafélagið KGR ehf. hafi Gunnar
gerst brotlegur við stjórnsýslulögin.
Sat í nefnd sem fjallaði um málið
„Menn sem tala svona um þá sem
benda á það sem betur má fara í
þeirra stjórnsýslu ættu að fá sér ein-
hverja aðra vinnu,“ segir Flosi þegar
hann er inntur álits á orðum Gunn-
ars. „Gunnar staðfestir aftur á móti
að hann hafi gerst brotlegur við
stjórnsýslulögin,“ segir Flosi. „Hann
getur ekki sagt að hann hafi ekki
komið að undirbúningi málsins
þar sem hann sat með mér í oddvita-
nefndinni.“ Þegar erindi Gusts barst
bæjarráði var ákveðið að nefnd odd-
vita stjórnmálaflokkana myndi fara
yfir það.
„Við hittumst tvívegis þar sem við
fórum yfir gögn málsins og á grund-
velli þeirra kom síðan fram tillaga
í bæjarráði um að bærinn myndi
ganga inn í þennan samning á milli
Gusts og KGR ehf.“ Með þessari að-
komu segir Flosi að Gunnar hafi
gerst brotlegur við stjórnsýslulög.
Vissi ekki af tenglunum
Flosi segist ekki hafa vitað af því
þegar fundir oddvitanna voru
20% XFÍLXITUR.
XF ÖLLUM
8XRJMXFXTNXÐI
T!L 20. MXÍ
CARO
Ásnum - Hraunbæ 119 - Síml 567 7776
Opiö virka daga kl. 1100-18:00 Opiö á laugardögum
'^gíÍnmeti
sérmerkt þér!
haldnir, að kona
Gunnars ætti hlut í
hesthúsi á svæðinu.
Hann vissi ekki
heldur að verðandi
oddviti framsókn-
armanna væri líka
vanhæfur. „Fyrri
fundinn um þessi
mál sátum við
þrír, ég, Gunnar og Ómar Stefáns-
son, verðandi oddviti Framsóknar-
flokksins. Á fundum var ég sem sagt
sá eini sem átti engra persónulegra
hagsmuna að gæta í málinu. Það
var svo ekki fyrr en sama dag og
bæjarráðsfundurinn var haldinn að
mér bárust upplýsingar um að þeir
Flosi Eirfksson
Gunnar og Ómar tengdust fólki sem
ætti hesthús á svæðinu og væru því
vanhæfir í málinu.“
Flosi segir að þegar málið var tekið
fyrir á fundinum hafi hann spurt
Gunnar hvort hann væri vanhæfur.
„Gunnar segist vilja fá álit bæjarlög-
manns á því, sem hann veitti og þá
vék Gunnar af fundi.“ Flosi bendir
á að það sé frumskylda sem sérstak-
lega er kveðið á um í sveitarstjórn-
arlögum að sveitarstjórnarmaður
skuli sjálfur vekja athygli á því ef um
mögulegt vanhæfi geti verið að ræða.
„Það hefði því verið í samræmi við
eðlilega stjórnsýsluhætti að Gunnar
hefði upplýst um þessi tengsl strax
og Ómar Stefánsson í raun líka.“
Vondur málstaður
„Mér sýnist þessi „hlýju“ orð í minn
garð sýna það að hann hafi vondan
málstað að verja,“ segir Flosi. Að-
spurður hvort hann hyggist kæra
málsmeðferðina segir hann svo ekki
vera. „Við munum ekki hafa frum-
kvæði að því að kæra. Það getur
einhver hestamaður eða ibúi gert.
Þeir geta kært málsmeðferð sveitar-
stjórnarinnar og Gunnar hefur gefið
færi á því í þessu máli. Ég vil fyrst
og fremst að Kópavogsbúar kveði
upp dóm yfir þessum landamerkja-
kaupum öllum og öðrum verkum
Gunnars Birgissonar í kosningunum
sem framundan eru.“
Mun hafa áhrif á gengi
flokksins í Árborg
Bjarni Harðarson spáir því að mál Eyþórs Arnalds verði til þess að
meirihlutinn í Árborg haldi. Prófessor í stjórnmálafræði kannast
ekki við sambærilegt mál hérlendis.
Ritstjórar héraðsfréttablaða á Suður-
landi telja að ölvunarakstur Eyþórs
Arnalds muni koma til með að hafa
áhrif á fylgi Sjálfstæðisflokksins
í komandi kosningum. Ólafur Þ.
Harðarson, prófessor í stjórnmála-
fræði, segir að mál Eyþórs Arnalds
eigi sér ekki fordæmi hér á landi.
Man ekki eftir svipuðu
máli hérlendis
Ólafur Þ. Harðarson, prófessor,
segist ekki muna eftir neinum
sambærilegum dæmum við mál
Eyþórs hérlendis. „Hins vegar lenti
Hans Engell, leiðtogi danskra íhalds-
manna, í því fyrir nokkrum árum
að aka drukkinn heim úr vinnunni
og keyra á stólpa þar sem verið var
að lagfæra hraðbraut,“ segir Ólafur.
„Hann varð að segja af sér sem leið-
togi og hætti í pólitík einhverjum
árum seinna.“
Bjarni Harðarson, ritstjóri Sunn-
lenska fréttablaðsins, segir ljóst að
málið muni hafa áhrif á komandi
kosningar. „Ég held að allir hljóti
að gera sér grein fyrir því að þetta
muni hafa áhrif á fylgi Sjálfstæð-
isflokksins,“ segir Bjarni. Hann
Eyþór Arnalds
kvaðst þó ekki gera sér grein fyrir
hversu mikil þessi áhrif verða. „Við
skulum athuga það að skoðanakann-
anir hafa verið að spá Sjálfstæðis-
flokknum fimm mönnum í Árborg.“
Meirihlutinn heldur
„Ég tel nú lang sennilegast úr þessu
að flokkurinn fái sitt venjulega fylgi
hér í bæ og verði með þetta þrjá bæj-
arfulltrúa,“ segir Bjarni. Hann telur
að núverandi meirihluti, sem spáð
hefur verið falli, haldi nú velli. „Það
þarf enga mannvitsbrekku til þess að
sjá að þetta muni sennilega verða til
þess að meirihluti Samfylkingar og
Framsóknarflokks í Árborg heldur
velli, en líkurnar á því voru orðnar
afskaplega litlar.“ Bjarni segist finna
ótvírætt fyriF því í Árborg að íbú-
arnir finni $1 með Eyþóri í þessu
máli. „Ég tefað með viðbrögðum
sínum hafi Éýþór í raun gert það
sem hann gat gert í stöðunni. Það
er ekkert hægt að gera meira,“ segir
Bjarni.
Þóra Þórarinsdóttir, ritstjóri
Gluggans sem dreift er um Suð-
urland, tekur í svipaðan streng
og Bjarni. „Ég held að það sé of
snemmt að segja til um hvaða áhrif
þetta mál mun hafa á kosningarnar,“
segir hún. „En ég held að í pólitík al-
mennt séð hafi öll áföll áhrif á fylgi.
Það er síðan spurning um hve mikil
þau áhrif verða, en það eru enn tvær
vikur til kosninga,“ segir Þóra.
Ö HeiðskírtíJ tittskýjaðÍA Skýiað Alskýjað'^r-1-* Rlgnlng,lltllsháttar^S^RlgnlnB'^-r*Súld & SnjókomaJ'---• Slydda<^i> Snjóélsfe-rrSkúr
■JiU/jJli*
Algarve 24
Amsterdam 16
Barcelona 26
Berlin 21
Chicago 09
Dublin 15
Frankfurt 20
Glasgow 14
Hamborg 16
Helsinki 14
Kaupmannahöfn 12
London 18
Madrid 30
Maliorka 24
Montreal 12
New York 14
Orlando 20
Osló 10
París 19
Stokkhólmur 12
Vín 22
Þórshöfn 06
Veðurhorfur í dag kl: 15.00
Veðursíminn 902 0600
Byggt á upplýsingum frá Veöurstofu (slands