blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 16

blaðið - 16.05.2006, Blaðsíða 16
16 I HEILSA ÞRIÐJUDAGUR 16. MAÍ 2006 blaAÍÖ / BYLGJA SVARAR SPURNINGUM UMÓHEFÐBUNDNAR LÆKNINGAR _______________1.......... Inntaka á remedíum Það eru mismunandi leiðir til að taka inn hómópataremedíur en þumalputtareglan er að: • Ef einhver fær kúlu á höfuðið (slasast) og er svo heppinn að hafa Arniku á sér þá má taka Arniku inn á 10-30 mín. fresti í 2-6 skipti. Láta svo líða lengur á milli. Þær aðstæður sem kalla á að hægt er að taka remedíur ört inn er þegar við- komandi fær bráðaeinkenni t.d. við háan hita, slys, slæman höfuðverk o.s.frv. • Gott er að taka inn 3-4 töflur af 1 remedíu yfir daginn með jöfnu milli- bili í 2-3 daga þegar einhver finnur að hann er að fá flensu, kvef, höfuðverk, bakverk eða eitthvað annað sem er ekki bráða ástand. • Þegar verið er að taka inn re- medíu að staðaldri vegna langvar- andi ástands þá koma oft upp kvillar sem kalla á aðrar remedíur. Þá er gott að sleppa að taka inn remedíuna sem er fyrir langvarandi kvillanum og fara frekar í remedíu sem á við nýja kvillann. • Taka á inn remedíur eftir inn- töku lyfja en ekki fyrir. • Taka á inn remedíu 5-10 mín. eftir mat. • Til þess að remedían virki sem best þarf hún að koma við slímhúð. Setja undir tunguna og láta hana bráðna þar. Það er lang best að taka inn eina töflu í einu því þó svo að tekinn sé inn allur pakkinn þá hefur það sömu virkni og ein tafla. Aftur á móti er meiri virkni ef tekin er önnur remedía 5 mfn. seinna og þá eina töflu. Hómó- patía er smáskammta-meðhöndlun og gengur út á að gefa sem minnsta hugsanlega skammt hverju sinni. Varúð! Ef einkenni n eru mjög alvar- leg eða þrálát þá er vissara að tala við lækni. Hvernig sérðu að remedían erað virka: • Einkennin hverfa • Þegar batamerki eru sýnileg þá má láta líða lengur á milli þess sem þú tekur inn næstu töflu, þ.e. ef upp- haflega liðu 10 mín. á milli þess að það þurfti að taka inn remedíu út af verkjum geta síðan farið að líða 30 mín. og síðan lengur og lengur. • Ef það fer að styttast á milli þess að verkur kemur aftur þá er re- medían ekki að virka og þarf því að finna aðra viðeigandi remedíu vegna ástandsins. www.homopatar.is homopati@hive.is Aðstæður sem remedíur koma að góðum notum: Magaverkur Hósti Hiti Mígreni Hálsbólga Brjóstagjöf Höfuðverkur Kvef Sótthiti Kvfði Krampi Sorg Niðurgangur Ablástur Svefnleysi Tannverkur Flensa Blöðrubólga Tiðarverkur Hlustaverkur Streita Uppköst Gigt Þreyta Ég nota Sterimar, það hjálpar -kvef - ofnæmi - eyrnabólga - ennis og kinnhoiusýking STÉRIMAR' Phy»iolugical Sea Water Microipray Fæst í apótekum Persónuleikaraskanir geta verið alvarlegt vandamál ^Einstakar búð- og bárvörur unnar ú ólífuolíu beint frá cgrikklandi Qlivia <því þú átt það besta skilið 'Vörurnar fást í verslunum Jíagkaupa, •TPjarðarkaupum 9fíafoarfirði, Samkaupum ^Íjarðvík og heilsubúðinni ‘kgykjarvíkuvegi. verst niður á öðrum. Virðingarleysi fyrir lögum og reglum, skortur á samúð, samviskuleysi og siðblinda eru meðal helstu einkenna þessarar truflunar en rannsóknir hafa sýnt fram á að stór hluti afbrotamanna uppfylla greiningarviðmið andfé- lagslegrar truflunar. Samsláttur geðraskana er ekki óalgengur og getur fólk greinst með fleiri en eina persónuleikaröskun eða hlotið slíka greiningu ásamt annars konar geðröskun. Þannig virðast til dæmis persónuleikatrufl- anir algengar hjá sjúklingum sem leita meðferðar vegna átröskunar en það getur gert batahorfur almennt verri. Erfitt að meðhöndla persónuleikatruflanir Persónuleikatruflanir geta tekið á sig ýmsar myndir og geta komið fram í hugsun og hegðun, skynjun og viðhorfum einstaklingsins til um- hverfis síns og annarra. Hún getur gert það að verkum að fólk verður ófært um að bindast öðrum tilfinn- ingaböndum en flestar gerðir per- sónuleikaraskana valda truflunum eða þroskastöðnun í myndun geð- tengsla. Þar sem röskunin telst hluti af persónuleika fólks getur verið erfitt að meðhöndla hana en eins er skortur á almennilegum rannsóknum þó svo að ýmsar kenn- ingar hafi verið settar fram um til- urð vandamálsins. hilda@bladid.net Samkvæmt greiningarkerfi banda- ríska sálfræðingafélagsins eru skil- greindar einar tíu mismunandi persónuleikaraskanir. Persónuleika- röskun er skilgreind sem einhvers konar einkenni í hegðun og hugsun- arhætti einstaklings sem eru stöðug og ósveigjanleg og hafa áhrif á dag- legt líf viðkomandi. Einkennin eru stöðug yfir tíma og eru hluti af per- sónuleika einstaklings og geta haft hamlandi áhrif á líf hans og störf dags daglega. Líkt og með marga aðra flokka geðraskana er oftast matsatriði hvar beri að setja mörkin á milli þess sem telja megi persónuleikaröskun og hvað ekki, en sumir telja persónu- leikatruflanir einungis öfgakennd af- brigði einkenna sem sjá má hjá fólki yfir höfuð. Þannig verður að hafa í huga að hugtök yfir persónuleika- raskanir eru í besta falli gagnleg til þess að skilgreina tiltekin, stöðug hegðunarmynstur sem koma fólki í vandræði en afmarka alls ekki skýrt og greinilega mörkin á milli þess sem telst heilbrigt eða sjúklegt. Til þess að einstaklingur hljóti greiningu verður hann að uppfylla ákveðin greiningarviðmið og ein- kennin verða að hafa verið til staðar frá unglingsárum eða lengur. Rösk- unin greinist yfirleitt ekki hjá fólki fyrr en á fullorðinsárum og gerist það gjarnan þegar einstaklingur leitar sér hjálpar eða leggst inn vegna annarra vandamála. Persónuleikaraskanir eru misal- varlegar en þeir sem glíma við væg einkenni geta flestir lifað tiltölulega eðlilegu lífi þó svo að einkennin kunni að versna við mikið álag og geti þá valdið einhverju hnjaski á högum viðkomandi. Jaðarpersónuleikaröskun mest rannsökuð Persónuleikaröskunum er yfirleitt skipt í þrjá flokka með nokkrum undirflokkum, eftir birtingarformi einkenna. Jaðarpersónuleikaröskun hefur verið einna mest rannsökuð en helstu einkenni hennar eru sveiflukennt geðslag, hvatvísi, reiði- köst, óljós eða óstöðug sjálfsmynd, stöðug tómleikakennd og storma- söm sambönd við annað fólk. Eins eru sjálfsvígshótanir og sjálfsmeið- ingar tíðar hjá þeim sem hljóta þessa greiningu. Ein alvarlegasta röskunin er per- sónuleikatruflun af andfélagslegri gerð þar sem einkenni hennar koma Olivia ........... ... ... . Verö frá 49.900 án vsk. ÍS-hÚSÍð 566 6000 loftkœlmg 'HYMER Nova Lúxus á hjólum Hjólhýsi verða ekki öllu vandaðri eða glæsilegri en Hymer hjólhýsin enda hafa framleiðendur þeirra verið í fararbroddi hjólhýsaframleiðenda í Evrópu síðustu áratugi. wamm ELLINGSEN Opið virka daga 10-18 laugardaga 10-16 sunnudaga 12-16 Grandagarði 2, sími 580 8500

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.